Rússar sprengdu sögulegar byggingar í Odessa Heimir Már Pétursson skrifar 24. júlí 2023 11:47 Miklar skemmdir urðu á altari í austurhluta dómkikrjunnar. AP/Jae C. Hong Einn lést og um tuttugu særðust í fjölbreyttum loftárásum Rússa á hafnarborgina Odessa í gærdag. Um fimmtíu byggingar skemmdust þeirra á meðal margar sögufrægar byggingar eins og dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar. Frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi sem tryggði örugga flutninga á korni og áburði frá Úkraínu í síðustu viku hafa þeir haldið uppi látlausum loftárásum á Odessa, helstu útflutningsborg Úkraínumanna við Svartahaf. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu segir Rússa hafa skotið 19 eldflaugum af ýmsum gerðum að borginni í gærdag, í þeim tilgangi að rugla loftvarnakerfi borgarinnar sem á erfiðara með að verjast árásum margra tegunda eldflauga í einu. Íbúar Odessa hófu strax í morgun að hreinsa til í rústunum af hluta dómkirkjunnar. Bolsevikkar rændu öllum verðmætum úr kirkjunni árið 1936 en hún var síðan endurbyggð eftir að Úkraína fékk sjálfstæði við fall Sovétríkjanna.AP/Jae C. Hong Börn á aldrinum ellefu, tólf og sautján ára hafi verið meðal særðra. Ein eldflauganna sprakk við eitt af altörum dómkirkju rétttrúnaðarkirkjunnar í Odessa. Zelensky segir Rússa ekki aðeins ráðast á borgir, þorp og fólk heldur á undirstöður evrópskrar menningar. Á þessari drónamynd sést að miklar skemmdir urðu á kirkjunni við loftárásir Rússa í gærkvöldi og nótt.AP/Libkos „Í nótt urðu tæplega 50 byggingar fyrir skemmdum, þeirra á meðal tuttugu og fimm sögulegar byggingar í miðborginni. Hluti hennar er á heimsminjaskrá UNESCO,“ sagði Zelensky í ávarpi í gærkvöldi. Rússar segja Úkráinumenn hafa gert tvær drónaárásir á Moskvu í morgun. Annar dróninn hafi lent á skrifstofubyggingu í suðurhluta höfuðborgarinnar Moskvu. Ekkert manntjón hafi orðið en nokkrar af efstu hæðum byggingarinnar væru mikið skemmdar. Hinn dróninn hafi lent í nágrenni varnarmálaráðuneytisins. Þá segja Rússar Úkraínumenn einnig hafa gert drónaárás á Krímskaga. Engar nánari fréttir eru af þeirri árás, aðrar en þær að fólki hafi verið skipað að yfirgefa tiltekið svæði á Krím. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Saka Úkraínumenn enn um hryðjuverkaárásir Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur sakað Úkraínumenn um hryðjuverkaárás í Moskvu í morgun. Ráðuneytið segir að árás með tveimur drónum hafi verið stöðvuð og að þeir hafi brotlent í borginni en borgarstjóri Moskvu segir tvær byggingar hafi orðið fyrir skemmdum en engan hafi sakað. 24. júlí 2023 08:11 Rússar fá enn íhluti í vopn frá Vesturlöndum Á innan við sólarhring frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu gerðu þeir öflugar loftárásir á Odessa, helstu útflutningshöfn landsins. Forseti Úkraínu segir Rússa enn fá íhluti til vopnasmíði frá Vesturlöndum og herða þurfi refsiaðgerðir gegn þeim. 19. júlí 2023 20:15 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi sem tryggði örugga flutninga á korni og áburði frá Úkraínu í síðustu viku hafa þeir haldið uppi látlausum loftárásum á Odessa, helstu útflutningsborg Úkraínumanna við Svartahaf. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu segir Rússa hafa skotið 19 eldflaugum af ýmsum gerðum að borginni í gærdag, í þeim tilgangi að rugla loftvarnakerfi borgarinnar sem á erfiðara með að verjast árásum margra tegunda eldflauga í einu. Íbúar Odessa hófu strax í morgun að hreinsa til í rústunum af hluta dómkirkjunnar. Bolsevikkar rændu öllum verðmætum úr kirkjunni árið 1936 en hún var síðan endurbyggð eftir að Úkraína fékk sjálfstæði við fall Sovétríkjanna.AP/Jae C. Hong Börn á aldrinum ellefu, tólf og sautján ára hafi verið meðal særðra. Ein eldflauganna sprakk við eitt af altörum dómkirkju rétttrúnaðarkirkjunnar í Odessa. Zelensky segir Rússa ekki aðeins ráðast á borgir, þorp og fólk heldur á undirstöður evrópskrar menningar. Á þessari drónamynd sést að miklar skemmdir urðu á kirkjunni við loftárásir Rússa í gærkvöldi og nótt.AP/Libkos „Í nótt urðu tæplega 50 byggingar fyrir skemmdum, þeirra á meðal tuttugu og fimm sögulegar byggingar í miðborginni. Hluti hennar er á heimsminjaskrá UNESCO,“ sagði Zelensky í ávarpi í gærkvöldi. Rússar segja Úkráinumenn hafa gert tvær drónaárásir á Moskvu í morgun. Annar dróninn hafi lent á skrifstofubyggingu í suðurhluta höfuðborgarinnar Moskvu. Ekkert manntjón hafi orðið en nokkrar af efstu hæðum byggingarinnar væru mikið skemmdar. Hinn dróninn hafi lent í nágrenni varnarmálaráðuneytisins. Þá segja Rússar Úkraínumenn einnig hafa gert drónaárás á Krímskaga. Engar nánari fréttir eru af þeirri árás, aðrar en þær að fólki hafi verið skipað að yfirgefa tiltekið svæði á Krím.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Saka Úkraínumenn enn um hryðjuverkaárásir Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur sakað Úkraínumenn um hryðjuverkaárás í Moskvu í morgun. Ráðuneytið segir að árás með tveimur drónum hafi verið stöðvuð og að þeir hafi brotlent í borginni en borgarstjóri Moskvu segir tvær byggingar hafi orðið fyrir skemmdum en engan hafi sakað. 24. júlí 2023 08:11 Rússar fá enn íhluti í vopn frá Vesturlöndum Á innan við sólarhring frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu gerðu þeir öflugar loftárásir á Odessa, helstu útflutningshöfn landsins. Forseti Úkraínu segir Rússa enn fá íhluti til vopnasmíði frá Vesturlöndum og herða þurfi refsiaðgerðir gegn þeim. 19. júlí 2023 20:15 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Saka Úkraínumenn enn um hryðjuverkaárásir Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur sakað Úkraínumenn um hryðjuverkaárás í Moskvu í morgun. Ráðuneytið segir að árás með tveimur drónum hafi verið stöðvuð og að þeir hafi brotlent í borginni en borgarstjóri Moskvu segir tvær byggingar hafi orðið fyrir skemmdum en engan hafi sakað. 24. júlí 2023 08:11
Rússar fá enn íhluti í vopn frá Vesturlöndum Á innan við sólarhring frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu gerðu þeir öflugar loftárásir á Odessa, helstu útflutningshöfn landsins. Forseti Úkraínu segir Rússa enn fá íhluti til vopnasmíði frá Vesturlöndum og herða þurfi refsiaðgerðir gegn þeim. 19. júlí 2023 20:15