„Við eigum enn þá dálítið inni og við þurfum að sækja það í næstu leikjum“ Kári Mímisson skrifar 21. júlí 2023 21:00 Óskar Hrafn gat leyft sér að brosa eftir leik. Vísir/Diego Það var létt yfir Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara Breiðabliks, eftir 3-1 sigur liðsins á ÍBV nú í kvöld. Blikar kláruðu leikinn í fyrri hálfleik og voru 3-0 yfir í hálfleik. Eyjamenn hresstust mikið við í seinni hálfleik en Blikar náðu þó að sigla þessu tiltölulega sannfærandi heim í seinni hálfleik. „Ég er sáttur með að hafa klárað þennan leik. Við hefðum sennilega getað farið betur með færin og náð að klára hann fyrr en við misstum svona aðeins stjórnina í seinni hluta seinni hálfleiks. Við hefðum geta siglt þessu aðeins þægilegra heim en ÍBV er öflugt lið og það var einhvern veginn alltaf í kortunum að þeir væru að fara að gera áhlaup. Eins og staðan er núna þá sýnist mér að allir hafi sloppið heilir frá þessu og séu í tipptopp standi fyrir þriðjudaginn, þannig að ég er bara sáttur.“ Þú segir að allir hafi sloppið vel en bæði Viktor Karl og Gísli fara út af vellinum eftir að hafa lent í einhverju hnjaski. „Þú mátt nú ekki taka mig upp á því eftir helgi en mér sýnist að þeir séu í lagi. Gísli fékk eitthvað högg og Viktor líka. Þeir ættu að verða klárir á þriðjudaginn.“ Lið Breiðabliks hefur verið að spila vel á undanförnum vikum og slógu eins og flestir vita írsku meistaranna í Shamrock Rovers út úr forkeppni Meistaradeildarinnar. Óskar segist vera sáttur við spilamennsku liðsins en telur þó liðið eiga eitthvað inni. „Ég er alveg þokkalega sáttur. Mér finnst eins og að takturinn sé að koma. Í þessu þétta prógrammi þá hafa menn fundið taktinn. Ég get ekki verið neitt annað en ánægður jafnvel þó að við höfum tapað í undanúrslitum bikarsins gegn KA þar sem þeir áttu bara skínandi leik. Ég er sáttur með margt en margt sem við hefðum líka getað gert betur að mörgu leyti. Við eigum enn þá dálítið inni og við þurfum að sækja það í næstu leikjum.“ Breiðablik mætir danska stórveldinu FC Köbenhavn í næstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Sonur Óskars, Orri Steinn er samningsbundinn FCK og mætast því þeir feðgar í þessum leikjum. Óskar er spenntur fyrir viðureigninni sem hann telur þó eigi eftir að verða ansi erfiða. „Það leggst bara frábærlega í mig. Það verður mjög gaman að mæla okkur við dönsku meistaranna. Lið sem er með gríðarlega hefð og frábæran árangur í Evrópukeppnum undanfarin ár og undanfarna áratugi. Það verður bara virkilega spennandi verkefni enn við verðum að taka á móti þeim hérna á þriðjudaginn, kæfa þá og keyra á þá. Það er eina leiðin okkar á móti þeim.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-1 | Meistararnir kláruðu Eyjamenn í fyrri hálfleik Íslandsmeistarar Breiðabliks eru mættir í 2. sæti Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á ÍBV. Blikar gengu frá dæminu strax í fyrri hálfleik. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 21. júlí 2023 17:15 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
„Ég er sáttur með að hafa klárað þennan leik. Við hefðum sennilega getað farið betur með færin og náð að klára hann fyrr en við misstum svona aðeins stjórnina í seinni hluta seinni hálfleiks. Við hefðum geta siglt þessu aðeins þægilegra heim en ÍBV er öflugt lið og það var einhvern veginn alltaf í kortunum að þeir væru að fara að gera áhlaup. Eins og staðan er núna þá sýnist mér að allir hafi sloppið heilir frá þessu og séu í tipptopp standi fyrir þriðjudaginn, þannig að ég er bara sáttur.“ Þú segir að allir hafi sloppið vel en bæði Viktor Karl og Gísli fara út af vellinum eftir að hafa lent í einhverju hnjaski. „Þú mátt nú ekki taka mig upp á því eftir helgi en mér sýnist að þeir séu í lagi. Gísli fékk eitthvað högg og Viktor líka. Þeir ættu að verða klárir á þriðjudaginn.“ Lið Breiðabliks hefur verið að spila vel á undanförnum vikum og slógu eins og flestir vita írsku meistaranna í Shamrock Rovers út úr forkeppni Meistaradeildarinnar. Óskar segist vera sáttur við spilamennsku liðsins en telur þó liðið eiga eitthvað inni. „Ég er alveg þokkalega sáttur. Mér finnst eins og að takturinn sé að koma. Í þessu þétta prógrammi þá hafa menn fundið taktinn. Ég get ekki verið neitt annað en ánægður jafnvel þó að við höfum tapað í undanúrslitum bikarsins gegn KA þar sem þeir áttu bara skínandi leik. Ég er sáttur með margt en margt sem við hefðum líka getað gert betur að mörgu leyti. Við eigum enn þá dálítið inni og við þurfum að sækja það í næstu leikjum.“ Breiðablik mætir danska stórveldinu FC Köbenhavn í næstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Sonur Óskars, Orri Steinn er samningsbundinn FCK og mætast því þeir feðgar í þessum leikjum. Óskar er spenntur fyrir viðureigninni sem hann telur þó eigi eftir að verða ansi erfiða. „Það leggst bara frábærlega í mig. Það verður mjög gaman að mæla okkur við dönsku meistaranna. Lið sem er með gríðarlega hefð og frábæran árangur í Evrópukeppnum undanfarin ár og undanfarna áratugi. Það verður bara virkilega spennandi verkefni enn við verðum að taka á móti þeim hérna á þriðjudaginn, kæfa þá og keyra á þá. Það er eina leiðin okkar á móti þeim.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-1 | Meistararnir kláruðu Eyjamenn í fyrri hálfleik Íslandsmeistarar Breiðabliks eru mættir í 2. sæti Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á ÍBV. Blikar gengu frá dæminu strax í fyrri hálfleik. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 21. júlí 2023 17:15 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-1 | Meistararnir kláruðu Eyjamenn í fyrri hálfleik Íslandsmeistarar Breiðabliks eru mættir í 2. sæti Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á ÍBV. Blikar gengu frá dæminu strax í fyrri hálfleik. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 21. júlí 2023 17:15