„Við eigum enn þá dálítið inni og við þurfum að sækja það í næstu leikjum“ Kári Mímisson skrifar 21. júlí 2023 21:00 Óskar Hrafn gat leyft sér að brosa eftir leik. Vísir/Diego Það var létt yfir Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara Breiðabliks, eftir 3-1 sigur liðsins á ÍBV nú í kvöld. Blikar kláruðu leikinn í fyrri hálfleik og voru 3-0 yfir í hálfleik. Eyjamenn hresstust mikið við í seinni hálfleik en Blikar náðu þó að sigla þessu tiltölulega sannfærandi heim í seinni hálfleik. „Ég er sáttur með að hafa klárað þennan leik. Við hefðum sennilega getað farið betur með færin og náð að klára hann fyrr en við misstum svona aðeins stjórnina í seinni hluta seinni hálfleiks. Við hefðum geta siglt þessu aðeins þægilegra heim en ÍBV er öflugt lið og það var einhvern veginn alltaf í kortunum að þeir væru að fara að gera áhlaup. Eins og staðan er núna þá sýnist mér að allir hafi sloppið heilir frá þessu og séu í tipptopp standi fyrir þriðjudaginn, þannig að ég er bara sáttur.“ Þú segir að allir hafi sloppið vel en bæði Viktor Karl og Gísli fara út af vellinum eftir að hafa lent í einhverju hnjaski. „Þú mátt nú ekki taka mig upp á því eftir helgi en mér sýnist að þeir séu í lagi. Gísli fékk eitthvað högg og Viktor líka. Þeir ættu að verða klárir á þriðjudaginn.“ Lið Breiðabliks hefur verið að spila vel á undanförnum vikum og slógu eins og flestir vita írsku meistaranna í Shamrock Rovers út úr forkeppni Meistaradeildarinnar. Óskar segist vera sáttur við spilamennsku liðsins en telur þó liðið eiga eitthvað inni. „Ég er alveg þokkalega sáttur. Mér finnst eins og að takturinn sé að koma. Í þessu þétta prógrammi þá hafa menn fundið taktinn. Ég get ekki verið neitt annað en ánægður jafnvel þó að við höfum tapað í undanúrslitum bikarsins gegn KA þar sem þeir áttu bara skínandi leik. Ég er sáttur með margt en margt sem við hefðum líka getað gert betur að mörgu leyti. Við eigum enn þá dálítið inni og við þurfum að sækja það í næstu leikjum.“ Breiðablik mætir danska stórveldinu FC Köbenhavn í næstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Sonur Óskars, Orri Steinn er samningsbundinn FCK og mætast því þeir feðgar í þessum leikjum. Óskar er spenntur fyrir viðureigninni sem hann telur þó eigi eftir að verða ansi erfiða. „Það leggst bara frábærlega í mig. Það verður mjög gaman að mæla okkur við dönsku meistaranna. Lið sem er með gríðarlega hefð og frábæran árangur í Evrópukeppnum undanfarin ár og undanfarna áratugi. Það verður bara virkilega spennandi verkefni enn við verðum að taka á móti þeim hérna á þriðjudaginn, kæfa þá og keyra á þá. Það er eina leiðin okkar á móti þeim.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-1 | Meistararnir kláruðu Eyjamenn í fyrri hálfleik Íslandsmeistarar Breiðabliks eru mættir í 2. sæti Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á ÍBV. Blikar gengu frá dæminu strax í fyrri hálfleik. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 21. júlí 2023 17:15 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Sjá meira
„Ég er sáttur með að hafa klárað þennan leik. Við hefðum sennilega getað farið betur með færin og náð að klára hann fyrr en við misstum svona aðeins stjórnina í seinni hluta seinni hálfleiks. Við hefðum geta siglt þessu aðeins þægilegra heim en ÍBV er öflugt lið og það var einhvern veginn alltaf í kortunum að þeir væru að fara að gera áhlaup. Eins og staðan er núna þá sýnist mér að allir hafi sloppið heilir frá þessu og séu í tipptopp standi fyrir þriðjudaginn, þannig að ég er bara sáttur.“ Þú segir að allir hafi sloppið vel en bæði Viktor Karl og Gísli fara út af vellinum eftir að hafa lent í einhverju hnjaski. „Þú mátt nú ekki taka mig upp á því eftir helgi en mér sýnist að þeir séu í lagi. Gísli fékk eitthvað högg og Viktor líka. Þeir ættu að verða klárir á þriðjudaginn.“ Lið Breiðabliks hefur verið að spila vel á undanförnum vikum og slógu eins og flestir vita írsku meistaranna í Shamrock Rovers út úr forkeppni Meistaradeildarinnar. Óskar segist vera sáttur við spilamennsku liðsins en telur þó liðið eiga eitthvað inni. „Ég er alveg þokkalega sáttur. Mér finnst eins og að takturinn sé að koma. Í þessu þétta prógrammi þá hafa menn fundið taktinn. Ég get ekki verið neitt annað en ánægður jafnvel þó að við höfum tapað í undanúrslitum bikarsins gegn KA þar sem þeir áttu bara skínandi leik. Ég er sáttur með margt en margt sem við hefðum líka getað gert betur að mörgu leyti. Við eigum enn þá dálítið inni og við þurfum að sækja það í næstu leikjum.“ Breiðablik mætir danska stórveldinu FC Köbenhavn í næstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Sonur Óskars, Orri Steinn er samningsbundinn FCK og mætast því þeir feðgar í þessum leikjum. Óskar er spenntur fyrir viðureigninni sem hann telur þó eigi eftir að verða ansi erfiða. „Það leggst bara frábærlega í mig. Það verður mjög gaman að mæla okkur við dönsku meistaranna. Lið sem er með gríðarlega hefð og frábæran árangur í Evrópukeppnum undanfarin ár og undanfarna áratugi. Það verður bara virkilega spennandi verkefni enn við verðum að taka á móti þeim hérna á þriðjudaginn, kæfa þá og keyra á þá. Það er eina leiðin okkar á móti þeim.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-1 | Meistararnir kláruðu Eyjamenn í fyrri hálfleik Íslandsmeistarar Breiðabliks eru mættir í 2. sæti Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á ÍBV. Blikar gengu frá dæminu strax í fyrri hálfleik. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 21. júlí 2023 17:15 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-1 | Meistararnir kláruðu Eyjamenn í fyrri hálfleik Íslandsmeistarar Breiðabliks eru mættir í 2. sæti Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á ÍBV. Blikar gengu frá dæminu strax í fyrri hálfleik. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 21. júlí 2023 17:15