„Bílstjórarnir sjálfir orðið fyrir tekjumissi“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. júlí 2023 21:00 Framkvæmdastjóri Hreyfils vill ekki tjá sig um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að svo stöddu en framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla fagnar henni. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins sem telur Hreyfli hafa verið óheimilt að heimila ekki bílstjórum sínum að skrá sig hjá Hopp Leigubílum. Framkvæmdastjórinn segir bæði Hopp og leigubílstjóra hafa orðið fyrir tekjumissi vegna þessa. Framkvæmdastjóri Hreyfils vill ekki tjá sig um niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. „Þessi niðurstaða styrkir það sem við trúum á og sýnir að við höfum túlkað löggjöfina rétt frá upphafi,“ segir Sæunn Ósk Unnsteindóttir, framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla, í samtali við Vísi. Hún segir ljóst að nýrri löggjöf hafi verið ætlað að auka á nýsköpun og þróun á leigubílamarkaði hérlendis. Haraldur Axel Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, segir í skriflegu svari til Vísis að hann muni ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Hann hyggst fara yfir úrskurð Samkeppniseftirlitsins með stjórn Hreyfils og lögmönnum fyrirtækisins. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla.Vísir/Vilhelm Segist engan veginn anna eftirspurn Sæunn segir að Hopp appið, þar sem hægt hefur verið að panta sér leigubíla í rúman mánuð, sé farveita en ekki leigubílastöð. Hún megi vera starfandi og ekkert í nýjum lögum sem bindi leigubílstjóra við eitt fyrirtæki. „Þau voru sett fram til að auka tekjur og auka möguleika leigubílstjóra. Við erum ekki að gera neitt annað en það. Við erum að bjóða upp á tækni sem á að gera þessa þjónustu enn betri. Því að þetta er almenningsþjónusta sem skiptir okkur öll máli og er gríðarlega mikilvæg.“ Sæunn segir ljóst að Hopp Leigubílar hafi orðið fyrir tekjumissi vegna ákvörðunar Hreyfils. „Ekki bara það heldur hafa bílstjórarnir sjálfir orðið fyrir tekjumissi. Við erum engan veginn að anna eftirspurn, okkur vantar fleiri bílstjóra,“ segir Sæunn. „Það er bara gríðarlegt ójafnvægi á þessum markaði og við því miður náum ekki að koma markaðnum á jafnvægi á einni nóttu. En það tekur okkur enn lengri tíma þegar markaðurinn sjálfur hamlar þróun og nýsköpun. Það er ekkert annað en það.“ Leigubílar Neytendur Samgöngur Tækni Samkeppnismál Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
„Þessi niðurstaða styrkir það sem við trúum á og sýnir að við höfum túlkað löggjöfina rétt frá upphafi,“ segir Sæunn Ósk Unnsteindóttir, framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla, í samtali við Vísi. Hún segir ljóst að nýrri löggjöf hafi verið ætlað að auka á nýsköpun og þróun á leigubílamarkaði hérlendis. Haraldur Axel Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, segir í skriflegu svari til Vísis að hann muni ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Hann hyggst fara yfir úrskurð Samkeppniseftirlitsins með stjórn Hreyfils og lögmönnum fyrirtækisins. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla.Vísir/Vilhelm Segist engan veginn anna eftirspurn Sæunn segir að Hopp appið, þar sem hægt hefur verið að panta sér leigubíla í rúman mánuð, sé farveita en ekki leigubílastöð. Hún megi vera starfandi og ekkert í nýjum lögum sem bindi leigubílstjóra við eitt fyrirtæki. „Þau voru sett fram til að auka tekjur og auka möguleika leigubílstjóra. Við erum ekki að gera neitt annað en það. Við erum að bjóða upp á tækni sem á að gera þessa þjónustu enn betri. Því að þetta er almenningsþjónusta sem skiptir okkur öll máli og er gríðarlega mikilvæg.“ Sæunn segir ljóst að Hopp Leigubílar hafi orðið fyrir tekjumissi vegna ákvörðunar Hreyfils. „Ekki bara það heldur hafa bílstjórarnir sjálfir orðið fyrir tekjumissi. Við erum engan veginn að anna eftirspurn, okkur vantar fleiri bílstjóra,“ segir Sæunn. „Það er bara gríðarlegt ójafnvægi á þessum markaði og við því miður náum ekki að koma markaðnum á jafnvægi á einni nóttu. En það tekur okkur enn lengri tíma þegar markaðurinn sjálfur hamlar þróun og nýsköpun. Það er ekkert annað en það.“
Leigubílar Neytendur Samgöngur Tækni Samkeppnismál Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira