Sterkasta lausafjárstaða í sögu Icelandair Máni Snær Þorláksson skrifar 20. júlí 2023 17:49 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair group. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Icelandair hagnaðist um 1,9 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2023. Um er að ræða bestu afkomu félagsins á þeim ársfjörðungi síðan 2016. Forstjóri Icelandair segist stoltur af rekstrarniðurstöðunni. Fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu að hreinar rekstrartekjur félagsins voru 2,9 milljarðar króna og jukust þær um 2,7 milljarða króna á milli ára. Þá var hagnaður eftir skatta 1,9 milljarðar króna samanborið við 520 milljóna hagnaði á öðrum ársfjórðungi síðasta árs. Góð arðsemi hafi verið af leiguflugstarfsemi en tekjur hennar jukust um 41 prósent milli ára. Fraktstarfsemi félagsins hafi hins vegar verið krefjandi og haft neikvæð áhrif á afkomu ársfjórðungsins. Þá leiddi seinkun á innkomu flugvéla fyrir háannatímabilið til 1,1 milljarðs króna einskiptiskostnaðar. Flugframboð í farþegaleiðakerfinu jókst um 17 prósent á milli ára. Farþegar voru 1,2 milljónir en það er 19 prósent meira en á sama fjórðungi á síðasta ári. Sætanýting var 83,96 prósent en fram kemur í tilkynningunni að mikil eftirspurn hafi verið frá Norður-Ameríku. Einnig segir að stjóðstreymi sé öflugt og að lausafjárstaða hafi aldrei verið sterkari í sögu félagsins, 71,3 milljarðar króna. Bókunarstaða næstu sex mánuði sé sterk og töluvert betri en á sama tíma í fyrra. Vefstreymi á kynningu á uppgjörinu verður föstudaginn 21. júlí næstkomandi kl. 8:30 og verður aðgengilegt á heimasíðu Icelandair Group. Horfurnar fyrir seinni hluta árs séu góðar Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vera stoltur af niðurstöðunni sem sé árangur þrotlausrar vinnu starfsfólks félagsins. Það sé ljóst að uppgjörið sýni ótvírætt mjög sterkan undirliggjandi rekstrarárangur sem gefi ástæðu til bjartsýni fyrir komandi misserum. „Það má með sanni segja að fyrstu sex mánuðir ársins hafi verið viðburðarríkir við undirbúning stærstu flugáætlunar í sögu félagsins í sumar þegar kemur að fjölda áfangastaða og tíðni. Við kynntum fimm nýja áfangastaði, bættum sex flugvélum við flotann, fluttum 1,8 milljónir farþega og tókum á móti hátt í 1.200 nýjum starfsmönnum.“ Þá segir Bogi að horfurnar fyrir seinni hluta ársins séu góðar. Eftirspurn eftir flugi til og frá Íslandi hafi verið mikil undanfarna mánuði. Flugframboð um Keflavíkurflugvöll hafi aukist hratt og í sumar sé það 20 prósent umfram framboðið á sama tíma árið 2019. „Gert er ráð fyrir enn meiri aukningu í vetur miðað við 2019. Búist er við að þessi þróun muni hafa áhrif á fargjöld og tekjuvöxt á einhverjum mörkuðum seinni hluta ársins. Við erum hins vegar í sterkri stöðu, nú sem fyrr, til að laga okkur að markaðsaðstæðum hverju sinni með öflugum innviðum, mjög sterkri lausafjárstöðu og framúrskarandi starfsfólki.“ Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu að hreinar rekstrartekjur félagsins voru 2,9 milljarðar króna og jukust þær um 2,7 milljarða króna á milli ára. Þá var hagnaður eftir skatta 1,9 milljarðar króna samanborið við 520 milljóna hagnaði á öðrum ársfjórðungi síðasta árs. Góð arðsemi hafi verið af leiguflugstarfsemi en tekjur hennar jukust um 41 prósent milli ára. Fraktstarfsemi félagsins hafi hins vegar verið krefjandi og haft neikvæð áhrif á afkomu ársfjórðungsins. Þá leiddi seinkun á innkomu flugvéla fyrir háannatímabilið til 1,1 milljarðs króna einskiptiskostnaðar. Flugframboð í farþegaleiðakerfinu jókst um 17 prósent á milli ára. Farþegar voru 1,2 milljónir en það er 19 prósent meira en á sama fjórðungi á síðasta ári. Sætanýting var 83,96 prósent en fram kemur í tilkynningunni að mikil eftirspurn hafi verið frá Norður-Ameríku. Einnig segir að stjóðstreymi sé öflugt og að lausafjárstaða hafi aldrei verið sterkari í sögu félagsins, 71,3 milljarðar króna. Bókunarstaða næstu sex mánuði sé sterk og töluvert betri en á sama tíma í fyrra. Vefstreymi á kynningu á uppgjörinu verður föstudaginn 21. júlí næstkomandi kl. 8:30 og verður aðgengilegt á heimasíðu Icelandair Group. Horfurnar fyrir seinni hluta árs séu góðar Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vera stoltur af niðurstöðunni sem sé árangur þrotlausrar vinnu starfsfólks félagsins. Það sé ljóst að uppgjörið sýni ótvírætt mjög sterkan undirliggjandi rekstrarárangur sem gefi ástæðu til bjartsýni fyrir komandi misserum. „Það má með sanni segja að fyrstu sex mánuðir ársins hafi verið viðburðarríkir við undirbúning stærstu flugáætlunar í sögu félagsins í sumar þegar kemur að fjölda áfangastaða og tíðni. Við kynntum fimm nýja áfangastaði, bættum sex flugvélum við flotann, fluttum 1,8 milljónir farþega og tókum á móti hátt í 1.200 nýjum starfsmönnum.“ Þá segir Bogi að horfurnar fyrir seinni hluta ársins séu góðar. Eftirspurn eftir flugi til og frá Íslandi hafi verið mikil undanfarna mánuði. Flugframboð um Keflavíkurflugvöll hafi aukist hratt og í sumar sé það 20 prósent umfram framboðið á sama tíma árið 2019. „Gert er ráð fyrir enn meiri aukningu í vetur miðað við 2019. Búist er við að þessi þróun muni hafa áhrif á fargjöld og tekjuvöxt á einhverjum mörkuðum seinni hluta ársins. Við erum hins vegar í sterkri stöðu, nú sem fyrr, til að laga okkur að markaðsaðstæðum hverju sinni með öflugum innviðum, mjög sterkri lausafjárstöðu og framúrskarandi starfsfólki.“
Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira