Gerendameðvirkni og normalíseríng grasseri enn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. júlí 2023 16:01 Druslugangan verður haldin í ellefta sinn um helgina. Druslugangan Á laugardaginn verður Druslugangan haldin í ellefta sinn enn gengið verður bæði í Reykjavík og á Sauðárkróki. Einn skipuleggjenda göngunnar segir þolendur kynferðisofbeldis finna samstöðu og styrk í krafti hvers annars með því að ganga öskrandi niður Skólavörðustíginn. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar, segir áherslu göngunnar í ár vera rót vandans, hvers vegna Druslugangan er haldin. „Það er mikið af ungu fólki sem veit ekki hvað druslugangan er, hefur ekki áhuga á að tala um jafnréttismál og finnst þetta jafnvel bara smá fyndið, þannig að við höfum verið að einblína á upprunalega tilganginn með Druslugöngunni,“ segir Lísa. Hún segir frá atburðinum sem velti af stað hreyfingum víðast hvar um heiminn og þar með talið Druslugöngunni á Íslandi. Að árið 2011 í Toronto í Kanada hafi kona orðið fyrir kynferðisofbeldi og í kjölfarið sætt skömmum frá lögregluþjóni og henni sagt að sökum klæðaburðar hennar hafi hún orðið fyrir ofbeldinu. Sama ár var Druslugangan haldin í fyrsta skipti. Reykjavíkurdætur voru meðal þeirra sem fram komu á Druslugöngunni í fyrra.Druslugangan Þá segir Lísa skipuleggjendur göngunnar leggja áherslu á það í ár að upphefja raddir þolenda og halda umræðunni um kynbundið ofbeldi á lofti. „Nú erum við á þeim stað þar sem við erum búin að vera að tala um þetta svolítið lengi og Ísland er einhver jafnréttisparadís en staðan er samt ennþá þannig að þetta grasserar, gerendameðvirkni og normalíseríng á kynferðisofbeldi grasserar enn í samfélaginu,“ segir Lísa. Þolendur oftast kynsegin fólk og konur „Við erum að taka orðið „drusla“ til baka. Það er það sem druslugangan snerist um þegar þetta byrjaði og snýst enn þá um núna,“ segir Lísa. „Við erum, í senn, samstöðufundur með fólki sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi, öllum kynjum. Og auðvitað eru kynsegin fólk og konur þau sem lenda hvað mest í þessu kerfislega misrétti og kynferðisofbeldi og þessari normalíseringu á að þetta sé allt hluti af samfélaginu.“ Lísa segir að með því að taka þátt í göngunni finni þolendur samstöðu og styrk í krafti hvers annars. „Það getur verið gott að losa út trauma, sem þolandi, með því að labba niður Skólavörðustíginn öskrandi, og finna að þú sért umkringdur fólki sem trúir þér.“ Frá Druslugöngunni í fyrra.Druslugangan Þá segir hún stundum bera á því að bæði unga og elsta kynslóðin veiti málefninu minni stuðning en annars. „Við finnum svolítið fyrir því að ungu fólki finnist þetta fyndið. Við finnum fyrir því hjá eldra fólki, sextíu, sjötíu ára, að þetta orð, drusla, stuðar þau. Þeim finnst þetta ekki fyndið, þeim finnst þetta bara fáránlegt,“ segir Lísa. Hún segir skipuleggjendur þó finna fyrir miklum meðbyr frá fólki þar á milli. Druslugangan fer fram á laugardaginn. Gengið verður frá Hallgrímskirkju klukkan tvö og frá Árskóla á Sauðárkróki klukkan eitt. View this post on Instagram A post shared by Druslugangan // Slutwalk // Iceland (@druslugangan) Druslugangan Reykjavík Skagafjörður Kynferðisofbeldi Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Lísa Margrét Gunnarsdóttir, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar, segir áherslu göngunnar í ár vera rót vandans, hvers vegna Druslugangan er haldin. „Það er mikið af ungu fólki sem veit ekki hvað druslugangan er, hefur ekki áhuga á að tala um jafnréttismál og finnst þetta jafnvel bara smá fyndið, þannig að við höfum verið að einblína á upprunalega tilganginn með Druslugöngunni,“ segir Lísa. Hún segir frá atburðinum sem velti af stað hreyfingum víðast hvar um heiminn og þar með talið Druslugöngunni á Íslandi. Að árið 2011 í Toronto í Kanada hafi kona orðið fyrir kynferðisofbeldi og í kjölfarið sætt skömmum frá lögregluþjóni og henni sagt að sökum klæðaburðar hennar hafi hún orðið fyrir ofbeldinu. Sama ár var Druslugangan haldin í fyrsta skipti. Reykjavíkurdætur voru meðal þeirra sem fram komu á Druslugöngunni í fyrra.Druslugangan Þá segir Lísa skipuleggjendur göngunnar leggja áherslu á það í ár að upphefja raddir þolenda og halda umræðunni um kynbundið ofbeldi á lofti. „Nú erum við á þeim stað þar sem við erum búin að vera að tala um þetta svolítið lengi og Ísland er einhver jafnréttisparadís en staðan er samt ennþá þannig að þetta grasserar, gerendameðvirkni og normalíseríng á kynferðisofbeldi grasserar enn í samfélaginu,“ segir Lísa. Þolendur oftast kynsegin fólk og konur „Við erum að taka orðið „drusla“ til baka. Það er það sem druslugangan snerist um þegar þetta byrjaði og snýst enn þá um núna,“ segir Lísa. „Við erum, í senn, samstöðufundur með fólki sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi, öllum kynjum. Og auðvitað eru kynsegin fólk og konur þau sem lenda hvað mest í þessu kerfislega misrétti og kynferðisofbeldi og þessari normalíseringu á að þetta sé allt hluti af samfélaginu.“ Lísa segir að með því að taka þátt í göngunni finni þolendur samstöðu og styrk í krafti hvers annars. „Það getur verið gott að losa út trauma, sem þolandi, með því að labba niður Skólavörðustíginn öskrandi, og finna að þú sért umkringdur fólki sem trúir þér.“ Frá Druslugöngunni í fyrra.Druslugangan Þá segir hún stundum bera á því að bæði unga og elsta kynslóðin veiti málefninu minni stuðning en annars. „Við finnum svolítið fyrir því að ungu fólki finnist þetta fyndið. Við finnum fyrir því hjá eldra fólki, sextíu, sjötíu ára, að þetta orð, drusla, stuðar þau. Þeim finnst þetta ekki fyndið, þeim finnst þetta bara fáránlegt,“ segir Lísa. Hún segir skipuleggjendur þó finna fyrir miklum meðbyr frá fólki þar á milli. Druslugangan fer fram á laugardaginn. Gengið verður frá Hallgrímskirkju klukkan tvö og frá Árskóla á Sauðárkróki klukkan eitt. View this post on Instagram A post shared by Druslugangan // Slutwalk // Iceland (@druslugangan)
Druslugangan Reykjavík Skagafjörður Kynferðisofbeldi Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira