Fer ekki til Suður-Afríku vegna handtökuskipunar Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2023 11:29 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. EPA/ALEXANDER KAZAKOV Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlar ekki til Suður-Afríku á fund BRICS-ríkjanna svokölluðu. Ef Pútín færi ætti hann á hættu að vera handtekinn fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Í yfirlýsingu frá ríkisstjórn Suður-Afríku segir að samkomulag hafi náðst um að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra myndi fara í stað Pútíns til Johannesburg. BRICS hét upprunalega BRIC og var nokkurs konar efnahagsbandalag Braislíu, Rússlands, Indlands og Kína. Suður Afríka bættist svo í hópinn árið 2010 og nafnið varð BRICS. Leiðtogar ríkjanna funda árlega og verður fundur í Suður-Afríku í næsta mánuði. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu í mars út handtökuskipun á hendur Pútíns fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Hann er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt til Rússlands en handtökuskipun var einnig gefin á hendur Maríu Alekseyevna Lvova-Belova, nokkurskonar umboðskonu barna í Rússlandi. Fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt og þau ættleidd til rússneskra fjölskyldna eða komið fyrir á rússneskum stofnunum. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðernishreinsunar. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Pútín hefur opinberlega lýst því yfir að hann styðji þessar ættleiðingar. Suður-Afríka er eitt þeirra 123 ríkja sem hefur skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins og því ætti Pútín að vera handtekinn við komuna þangað, lögum samkvæmt. Yfirvöld Suður-Afríku hafa þó litið undan í sambærilegu máli þegar Omar al-Bashir, þáverandi forseti Súdans, heimsótti landið árið 2015. Hann var einnig eftirlýstur fyrir stríðsglæpi. „Stríðsyfirlýsing“ að handtaka Pútín Lýðræðisbandalagið, stærsti stjórnarflokkur Suður-Afríku, höfðaði nýverið mál til að þvinga ríkisstjórn landsins til að handtaka Pútín ef hann myndi stíga þar niður fæti. BBC sagði frá því í gær að Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, væri alfarið andvígur því, samkvæmt dómsskjölum. Forsetinn lýsti því yfir að erfitt yrði fyrir Suður-Afríku að handtaka Pútín, þar sem yfirvöld í Rússlandi hefðu gert ljóst að slík handtaka væri í raun stríðsyfirlýsing gegn Rússlandi. Þá sagði hann að þar sem Suður-Afríka væri eitt þeirra Afríkuríkja sem væri að reyna að koma á friði milli Rússlands og Úkraínu og það að handtaka Pútín myndi koma niður á þeirri viðleitni. Rússland Suður-Afríka Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vildarvinir Pútín og Kadyrov settir yfir Danone og Baltika Stjórnvöld í Rússlandi settu í gær Yakub Zakriev, landbúnaðarráðherra Téténíu, yfir Danone Russia og Taimuraz Bolloev, vin Vladimir Pútín Rússlandsforseta, yfir Baltika Breweries. 19. júlí 2023 10:13 Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20 „Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. 19. júlí 2023 08:21 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Í yfirlýsingu frá ríkisstjórn Suður-Afríku segir að samkomulag hafi náðst um að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra myndi fara í stað Pútíns til Johannesburg. BRICS hét upprunalega BRIC og var nokkurs konar efnahagsbandalag Braislíu, Rússlands, Indlands og Kína. Suður Afríka bættist svo í hópinn árið 2010 og nafnið varð BRICS. Leiðtogar ríkjanna funda árlega og verður fundur í Suður-Afríku í næsta mánuði. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu í mars út handtökuskipun á hendur Pútíns fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Hann er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt til Rússlands en handtökuskipun var einnig gefin á hendur Maríu Alekseyevna Lvova-Belova, nokkurskonar umboðskonu barna í Rússlandi. Fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt og þau ættleidd til rússneskra fjölskyldna eða komið fyrir á rússneskum stofnunum. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðernishreinsunar. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Pútín hefur opinberlega lýst því yfir að hann styðji þessar ættleiðingar. Suður-Afríka er eitt þeirra 123 ríkja sem hefur skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins og því ætti Pútín að vera handtekinn við komuna þangað, lögum samkvæmt. Yfirvöld Suður-Afríku hafa þó litið undan í sambærilegu máli þegar Omar al-Bashir, þáverandi forseti Súdans, heimsótti landið árið 2015. Hann var einnig eftirlýstur fyrir stríðsglæpi. „Stríðsyfirlýsing“ að handtaka Pútín Lýðræðisbandalagið, stærsti stjórnarflokkur Suður-Afríku, höfðaði nýverið mál til að þvinga ríkisstjórn landsins til að handtaka Pútín ef hann myndi stíga þar niður fæti. BBC sagði frá því í gær að Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, væri alfarið andvígur því, samkvæmt dómsskjölum. Forsetinn lýsti því yfir að erfitt yrði fyrir Suður-Afríku að handtaka Pútín, þar sem yfirvöld í Rússlandi hefðu gert ljóst að slík handtaka væri í raun stríðsyfirlýsing gegn Rússlandi. Þá sagði hann að þar sem Suður-Afríka væri eitt þeirra Afríkuríkja sem væri að reyna að koma á friði milli Rússlands og Úkraínu og það að handtaka Pútín myndi koma niður á þeirri viðleitni.
Rússland Suður-Afríka Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vildarvinir Pútín og Kadyrov settir yfir Danone og Baltika Stjórnvöld í Rússlandi settu í gær Yakub Zakriev, landbúnaðarráðherra Téténíu, yfir Danone Russia og Taimuraz Bolloev, vin Vladimir Pútín Rússlandsforseta, yfir Baltika Breweries. 19. júlí 2023 10:13 Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20 „Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. 19. júlí 2023 08:21 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Vildarvinir Pútín og Kadyrov settir yfir Danone og Baltika Stjórnvöld í Rússlandi settu í gær Yakub Zakriev, landbúnaðarráðherra Téténíu, yfir Danone Russia og Taimuraz Bolloev, vin Vladimir Pútín Rússlandsforseta, yfir Baltika Breweries. 19. júlí 2023 10:13
Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20
„Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. 19. júlí 2023 08:21