Fer ekki til Suður-Afríku vegna handtökuskipunar Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2023 11:29 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. EPA/ALEXANDER KAZAKOV Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlar ekki til Suður-Afríku á fund BRICS-ríkjanna svokölluðu. Ef Pútín færi ætti hann á hættu að vera handtekinn fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Í yfirlýsingu frá ríkisstjórn Suður-Afríku segir að samkomulag hafi náðst um að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra myndi fara í stað Pútíns til Johannesburg. BRICS hét upprunalega BRIC og var nokkurs konar efnahagsbandalag Braislíu, Rússlands, Indlands og Kína. Suður Afríka bættist svo í hópinn árið 2010 og nafnið varð BRICS. Leiðtogar ríkjanna funda árlega og verður fundur í Suður-Afríku í næsta mánuði. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu í mars út handtökuskipun á hendur Pútíns fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Hann er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt til Rússlands en handtökuskipun var einnig gefin á hendur Maríu Alekseyevna Lvova-Belova, nokkurskonar umboðskonu barna í Rússlandi. Fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt og þau ættleidd til rússneskra fjölskyldna eða komið fyrir á rússneskum stofnunum. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðernishreinsunar. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Pútín hefur opinberlega lýst því yfir að hann styðji þessar ættleiðingar. Suður-Afríka er eitt þeirra 123 ríkja sem hefur skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins og því ætti Pútín að vera handtekinn við komuna þangað, lögum samkvæmt. Yfirvöld Suður-Afríku hafa þó litið undan í sambærilegu máli þegar Omar al-Bashir, þáverandi forseti Súdans, heimsótti landið árið 2015. Hann var einnig eftirlýstur fyrir stríðsglæpi. „Stríðsyfirlýsing“ að handtaka Pútín Lýðræðisbandalagið, stærsti stjórnarflokkur Suður-Afríku, höfðaði nýverið mál til að þvinga ríkisstjórn landsins til að handtaka Pútín ef hann myndi stíga þar niður fæti. BBC sagði frá því í gær að Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, væri alfarið andvígur því, samkvæmt dómsskjölum. Forsetinn lýsti því yfir að erfitt yrði fyrir Suður-Afríku að handtaka Pútín, þar sem yfirvöld í Rússlandi hefðu gert ljóst að slík handtaka væri í raun stríðsyfirlýsing gegn Rússlandi. Þá sagði hann að þar sem Suður-Afríka væri eitt þeirra Afríkuríkja sem væri að reyna að koma á friði milli Rússlands og Úkraínu og það að handtaka Pútín myndi koma niður á þeirri viðleitni. Rússland Suður-Afríka Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vildarvinir Pútín og Kadyrov settir yfir Danone og Baltika Stjórnvöld í Rússlandi settu í gær Yakub Zakriev, landbúnaðarráðherra Téténíu, yfir Danone Russia og Taimuraz Bolloev, vin Vladimir Pútín Rússlandsforseta, yfir Baltika Breweries. 19. júlí 2023 10:13 Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20 „Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. 19. júlí 2023 08:21 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Í yfirlýsingu frá ríkisstjórn Suður-Afríku segir að samkomulag hafi náðst um að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra myndi fara í stað Pútíns til Johannesburg. BRICS hét upprunalega BRIC og var nokkurs konar efnahagsbandalag Braislíu, Rússlands, Indlands og Kína. Suður Afríka bættist svo í hópinn árið 2010 og nafnið varð BRICS. Leiðtogar ríkjanna funda árlega og verður fundur í Suður-Afríku í næsta mánuði. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu í mars út handtökuskipun á hendur Pútíns fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Hann er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt til Rússlands en handtökuskipun var einnig gefin á hendur Maríu Alekseyevna Lvova-Belova, nokkurskonar umboðskonu barna í Rússlandi. Fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt og þau ættleidd til rússneskra fjölskyldna eða komið fyrir á rússneskum stofnunum. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðernishreinsunar. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Pútín hefur opinberlega lýst því yfir að hann styðji þessar ættleiðingar. Suður-Afríka er eitt þeirra 123 ríkja sem hefur skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins og því ætti Pútín að vera handtekinn við komuna þangað, lögum samkvæmt. Yfirvöld Suður-Afríku hafa þó litið undan í sambærilegu máli þegar Omar al-Bashir, þáverandi forseti Súdans, heimsótti landið árið 2015. Hann var einnig eftirlýstur fyrir stríðsglæpi. „Stríðsyfirlýsing“ að handtaka Pútín Lýðræðisbandalagið, stærsti stjórnarflokkur Suður-Afríku, höfðaði nýverið mál til að þvinga ríkisstjórn landsins til að handtaka Pútín ef hann myndi stíga þar niður fæti. BBC sagði frá því í gær að Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, væri alfarið andvígur því, samkvæmt dómsskjölum. Forsetinn lýsti því yfir að erfitt yrði fyrir Suður-Afríku að handtaka Pútín, þar sem yfirvöld í Rússlandi hefðu gert ljóst að slík handtaka væri í raun stríðsyfirlýsing gegn Rússlandi. Þá sagði hann að þar sem Suður-Afríka væri eitt þeirra Afríkuríkja sem væri að reyna að koma á friði milli Rússlands og Úkraínu og það að handtaka Pútín myndi koma niður á þeirri viðleitni.
Rússland Suður-Afríka Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vildarvinir Pútín og Kadyrov settir yfir Danone og Baltika Stjórnvöld í Rússlandi settu í gær Yakub Zakriev, landbúnaðarráðherra Téténíu, yfir Danone Russia og Taimuraz Bolloev, vin Vladimir Pútín Rússlandsforseta, yfir Baltika Breweries. 19. júlí 2023 10:13 Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20 „Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. 19. júlí 2023 08:21 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Vildarvinir Pútín og Kadyrov settir yfir Danone og Baltika Stjórnvöld í Rússlandi settu í gær Yakub Zakriev, landbúnaðarráðherra Téténíu, yfir Danone Russia og Taimuraz Bolloev, vin Vladimir Pútín Rússlandsforseta, yfir Baltika Breweries. 19. júlí 2023 10:13
Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20
„Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. 19. júlí 2023 08:21