UEFA vill halda umhverfisvænt EM og biður landslið að fljúga ekki Smári Jökull Jónsson skrifar 19. júlí 2023 07:00 Evrópumótið fer fram í Þýskalandi næsta sumar. Vísir/Getty Evrópumótið í knattspyrnu fer fram í Þýskalandi næsta sumar og UEFA er á fullu í undirbúningi fyrir mótið. Sambandið ætlar sér að halda umhverfisvænt mót og hefur biðlað til þátttökuþjóða að hjálpa til. Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) hefur biðlað til þeirra þjóða sem taka þátt í lokakeppni Evrópumótsins á næsta ári að fljúga ekki á milli leikstaða á Evrópumótinu í knattspyrnu á næsta ári. Síðasta Evrópumót var haldið í ellefu löndum og þurftu sum lið að ferðast tæplega 10.000 kílómetra á milli leikstaða með tilheyrandi mengandi flugvélum. Nú er hins vegar annað hljóð komið í skrokkinn hjá UEFA sem vill halda umhverfisvænasta EM í Þýskalandi næsta sumar. UEFA hefur nú biðlað til þeirra þjóða sem vinna sér sæti í lokakeppninni að keyra á milli leikstaða í stað þess að fljúga. Þá verður einnig í boði afsláttur fyrir þá stuðningsmenn sem nýta sér lestir á lengri ferðalögum. „Þetta er okkar tækifæri að sýna gott fordæmi með því að halda mót samkvæmt hæstu umhverfisstöðum,“ sagði Michele Uva, yfirmaður umhverfismála hjá UEFA. Setur pressu á UEFA UEFA hvetur einnig þá stuðningsmenn sem sækja munu leiki á mótinu að vera meðvitaða um kolefnisspor sitt. UEFA og þýsk yfirvöld hafa því ákveðið að hægt verði að nýta aðgangsmiða á leiki keppninnar sem miða í almenningssamgöngur í borgum þar sem leikir eru spilaðir. Miðarnir munu gilda frá því sex um morgun á leikdegi og þar til sex um kvöld daginn eftir leik. Það vakti athygli fyrir heimsmeistaramótið í Katar þegar forráðamenn FIFA sögðu að mótið yrði kolefnisjafnað. Í síðasta mánuði stigu talsmenn svissnesku samtakanna Fossil Free Football fram og sögðu staðhæfingar FIFA rangar og misvísandi. Frank Huisingh, talsmaður samtakanna, er ánægður með frumkvæði UEFA en er samt sem áður efins um raunveruleg heilindi samtakanna í umhverfismálum. „Ég velti því fyrir mér hvort UEFA muni einnig skoða sína styrktaraðila. Meistaradeildin er fjármögnuð af flugfélagi. Það er ekki samræmi í því að ætla sér að takmarka flugferðir í einu móti en auglýsa þær í því næsta.“ EM 2024 í Þýskalandi UEFA Umhverfismál Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) hefur biðlað til þeirra þjóða sem taka þátt í lokakeppni Evrópumótsins á næsta ári að fljúga ekki á milli leikstaða á Evrópumótinu í knattspyrnu á næsta ári. Síðasta Evrópumót var haldið í ellefu löndum og þurftu sum lið að ferðast tæplega 10.000 kílómetra á milli leikstaða með tilheyrandi mengandi flugvélum. Nú er hins vegar annað hljóð komið í skrokkinn hjá UEFA sem vill halda umhverfisvænasta EM í Þýskalandi næsta sumar. UEFA hefur nú biðlað til þeirra þjóða sem vinna sér sæti í lokakeppninni að keyra á milli leikstaða í stað þess að fljúga. Þá verður einnig í boði afsláttur fyrir þá stuðningsmenn sem nýta sér lestir á lengri ferðalögum. „Þetta er okkar tækifæri að sýna gott fordæmi með því að halda mót samkvæmt hæstu umhverfisstöðum,“ sagði Michele Uva, yfirmaður umhverfismála hjá UEFA. Setur pressu á UEFA UEFA hvetur einnig þá stuðningsmenn sem sækja munu leiki á mótinu að vera meðvitaða um kolefnisspor sitt. UEFA og þýsk yfirvöld hafa því ákveðið að hægt verði að nýta aðgangsmiða á leiki keppninnar sem miða í almenningssamgöngur í borgum þar sem leikir eru spilaðir. Miðarnir munu gilda frá því sex um morgun á leikdegi og þar til sex um kvöld daginn eftir leik. Það vakti athygli fyrir heimsmeistaramótið í Katar þegar forráðamenn FIFA sögðu að mótið yrði kolefnisjafnað. Í síðasta mánuði stigu talsmenn svissnesku samtakanna Fossil Free Football fram og sögðu staðhæfingar FIFA rangar og misvísandi. Frank Huisingh, talsmaður samtakanna, er ánægður með frumkvæði UEFA en er samt sem áður efins um raunveruleg heilindi samtakanna í umhverfismálum. „Ég velti því fyrir mér hvort UEFA muni einnig skoða sína styrktaraðila. Meistaradeildin er fjármögnuð af flugfélagi. Það er ekki samræmi í því að ætla sér að takmarka flugferðir í einu móti en auglýsa þær í því næsta.“
EM 2024 í Þýskalandi UEFA Umhverfismál Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Sjá meira