„Það er allt heimskulegt við þetta“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. júlí 2023 21:22 Karen Kjartansdóttir furðar sig á því að klefarnir hafi verið reistir án þess að menn hafi spurt sig spurninga um tilgang þeirra og staðsetningu. Karen Kjartansdóttir Nýir búningsklefar sem verið er að smíða í Landmannalaugum hafa vakið töluverða athygli. Karen Kjartansdóttir almannatengill segir klefana gera fátt annað en að skyggja á útsýnið til fjalla og þar að auki veita spéhræddum lítið skjól. „Það kemur mér rosalega á óvart hvað það er klaufalega staðið að þessu,“ segir Karen í samtali við Vísi. Hún vekur athygli á nýjum búningsklefum á samfélagsmiðlinum Facebook og hefur færsla hennar vakið mikla athygli. „Enginn sem ég hitti þarna (flestir Frakkar og Þjóðverjar) taldi þetta í anda upplifunar náttúrulauga. Hvers vegna er verið að dekstra spéhrædda þarna? Fari fólk annað ef Landmannalaugar henta því ekki,“ skrifar Karen. Ýmsir leggja orð í belg, meðal annars Soffía Sigurgeirsdóttir, kollegi Karenar. Hún segir framkvæmdina óskiljanlega. Skilveggirnir eyðileggi útsýni þeirra sem eru í sundlauginni. „Eina vitið er að setja upp svipaða veggi og gert var í Reykjadalnum. Þetta þarf ekki að vera flókið!“ Karen segist vera hjartanlega sammála Soffíu. Að skipuleggja slíka framkvæmd í Landmannalaugum sé nær ógerningur. „Því þú þarft að hafa svo brjálæðislega mikið samráð við alla. Ég ætlaði að taka mynd úr lauginni, sem hefði verið best af því að þetta skyggir á allt,“ segir Karen. Inngangar klefanna snúi auk þess að lauginni og segist Karen því ekki átta sig á því hvernig það eigi að henta spéhræddum. Þar að auki sé fólk almennt ekki nakið í Landmannalaugum. Ekki einkennismerki Íslendinga að vera spéhræddir „Ég hef aldrei séð neinn nakinn þarna, maður er bara með handklæði utan um sig. Þetta fór svo í taugarnar á mér að ég tók alveg nett mótþróakast,“ segir Karen hlæjandi. Það sé ekki þekkt einkennismerki Íslendinga að vera spéhrædd. „Ég hef mikið velt þessu fyrir mér. Það eru ekkert margar þjóðir sem eru viðkvæmar fyrir nekt. Langflestir í Landmannalaugum eru Frakkar og við vitum að þeir eru frjálslyndastir af öllum, svo er mikið af Þjóðverjum þarna og Finnum sem hafa ekki miklar áhyggjur af þessu.“ Líklega séu fáar þjóðir spéhræddar. „Nema kannski Bandaríkjamenn, sem eru gjarnan þekktari fyrir einhverskonar þannig tepruskap,“ segir Karen á léttum nótum. Þá kveðst Karen aldrei hafa séð í Landmannalaugum. „Ég hef aldrei séð Bandaríkjamenn í Landmannalaugum. Þar að auki er baðaðstaða á klósettunum. Það er allt heimskulegt við þetta.“ Unnið er að því að smíða klefana. Karen Kjartansdóttir Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Rangárþing ytra Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
„Það kemur mér rosalega á óvart hvað það er klaufalega staðið að þessu,“ segir Karen í samtali við Vísi. Hún vekur athygli á nýjum búningsklefum á samfélagsmiðlinum Facebook og hefur færsla hennar vakið mikla athygli. „Enginn sem ég hitti þarna (flestir Frakkar og Þjóðverjar) taldi þetta í anda upplifunar náttúrulauga. Hvers vegna er verið að dekstra spéhrædda þarna? Fari fólk annað ef Landmannalaugar henta því ekki,“ skrifar Karen. Ýmsir leggja orð í belg, meðal annars Soffía Sigurgeirsdóttir, kollegi Karenar. Hún segir framkvæmdina óskiljanlega. Skilveggirnir eyðileggi útsýni þeirra sem eru í sundlauginni. „Eina vitið er að setja upp svipaða veggi og gert var í Reykjadalnum. Þetta þarf ekki að vera flókið!“ Karen segist vera hjartanlega sammála Soffíu. Að skipuleggja slíka framkvæmd í Landmannalaugum sé nær ógerningur. „Því þú þarft að hafa svo brjálæðislega mikið samráð við alla. Ég ætlaði að taka mynd úr lauginni, sem hefði verið best af því að þetta skyggir á allt,“ segir Karen. Inngangar klefanna snúi auk þess að lauginni og segist Karen því ekki átta sig á því hvernig það eigi að henta spéhræddum. Þar að auki sé fólk almennt ekki nakið í Landmannalaugum. Ekki einkennismerki Íslendinga að vera spéhræddir „Ég hef aldrei séð neinn nakinn þarna, maður er bara með handklæði utan um sig. Þetta fór svo í taugarnar á mér að ég tók alveg nett mótþróakast,“ segir Karen hlæjandi. Það sé ekki þekkt einkennismerki Íslendinga að vera spéhrædd. „Ég hef mikið velt þessu fyrir mér. Það eru ekkert margar þjóðir sem eru viðkvæmar fyrir nekt. Langflestir í Landmannalaugum eru Frakkar og við vitum að þeir eru frjálslyndastir af öllum, svo er mikið af Þjóðverjum þarna og Finnum sem hafa ekki miklar áhyggjur af þessu.“ Líklega séu fáar þjóðir spéhræddar. „Nema kannski Bandaríkjamenn, sem eru gjarnan þekktari fyrir einhverskonar þannig tepruskap,“ segir Karen á léttum nótum. Þá kveðst Karen aldrei hafa séð í Landmannalaugum. „Ég hef aldrei séð Bandaríkjamenn í Landmannalaugum. Þar að auki er baðaðstaða á klósettunum. Það er allt heimskulegt við þetta.“ Unnið er að því að smíða klefana. Karen Kjartansdóttir
Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Rangárþing ytra Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira