Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulagi fordæmt um allan heim Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2023 19:41 Úkraína hefur verið kölluð brauðkarfa heimsins vegna þess mikla magns af korni sem þar er ræktað og alla jafna flutt út til ríkja í Afríku og Asíu. AP//Efrem Lukatsky Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna auk leiðtoga fjölmargra ríkja hafa í dag fordæmt ákvörðun Rússa um að segja sig frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu. Ákvörðun Rússa felur í sér óbeina hótun um að þeir muni ráðast á skip sem flytja korn og áburð frá Úkraínu um Svartahaf. Rússar vilja með þessu þrýsta á Vesturlönd að láta af ýmsum refsiaðgerðum gegn þeim. Með samkomulagi Sameinuðu þjóðanna fyrir tilstuðlan forseta Tyrklands í fyrra tókst að semja við Rússa um að ógna ekki skipum sem sigla með korn um Svartahaf frá Úkraínu. Nú hóta þeir óbeint að ráðast á skipin.AP/Andrew Kravchenko Þótt þeir segi Vesturlönd hindra þeirra kornútflutning, hafa Rússar slegið met í sínum útflutningi á korni og áburði í sumar. Stjórnvöld í Úkraínu leggja áherslu á að allra leiða verði leitað til að tryggja útflutning þeirra bæði á sjó og á landi. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu segir að stöðva þurfi skollaleik Rússa með líf allra þeirra sem þurfi á korni frá Úkraínu að halda.AP/Mary Altaffer Dmytro Kulebautanríkisráðherra Úkraínu fundaði með Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og fleirum í New York í dag. Ef pólitískur vilji væri fyrir hendi væri hægt að finna lausn á málinu. „Rússar auka líkurnar á hungursneyð í ríkjum Asíu og Afríku og að verð á matvælum hækki.,“ segir Kuleba. Nú hefðu Rússar gefið umheiminum enn einn hausverkinn. Þessum skollaleik Rússa verði að ljúka. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að á meðan Rússar eru á Krím og að á meðan þeir komast upp með að kúga og þröngva vilja sínum upp á alla aðra verður þessi vandi viðvarandi. Þótt við leysum þennan vanda stöndum við frammi fyrir öðrum vanda eftir einn eða tvo mánuði. Besta lausnin væri því að sigra Rússa og þvinga þá til að draga herlið sitt til baka,“ sagði Dmytro Kuleba í New York í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tyrkland Sameinuðu þjóðirnar Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. 18. júlí 2023 13:00 Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27 Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. 17. júlí 2023 11:08 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Sjá meira
Ákvörðun Rússa felur í sér óbeina hótun um að þeir muni ráðast á skip sem flytja korn og áburð frá Úkraínu um Svartahaf. Rússar vilja með þessu þrýsta á Vesturlönd að láta af ýmsum refsiaðgerðum gegn þeim. Með samkomulagi Sameinuðu þjóðanna fyrir tilstuðlan forseta Tyrklands í fyrra tókst að semja við Rússa um að ógna ekki skipum sem sigla með korn um Svartahaf frá Úkraínu. Nú hóta þeir óbeint að ráðast á skipin.AP/Andrew Kravchenko Þótt þeir segi Vesturlönd hindra þeirra kornútflutning, hafa Rússar slegið met í sínum útflutningi á korni og áburði í sumar. Stjórnvöld í Úkraínu leggja áherslu á að allra leiða verði leitað til að tryggja útflutning þeirra bæði á sjó og á landi. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu segir að stöðva þurfi skollaleik Rússa með líf allra þeirra sem þurfi á korni frá Úkraínu að halda.AP/Mary Altaffer Dmytro Kulebautanríkisráðherra Úkraínu fundaði með Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og fleirum í New York í dag. Ef pólitískur vilji væri fyrir hendi væri hægt að finna lausn á málinu. „Rússar auka líkurnar á hungursneyð í ríkjum Asíu og Afríku og að verð á matvælum hækki.,“ segir Kuleba. Nú hefðu Rússar gefið umheiminum enn einn hausverkinn. Þessum skollaleik Rússa verði að ljúka. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að á meðan Rússar eru á Krím og að á meðan þeir komast upp með að kúga og þröngva vilja sínum upp á alla aðra verður þessi vandi viðvarandi. Þótt við leysum þennan vanda stöndum við frammi fyrir öðrum vanda eftir einn eða tvo mánuði. Besta lausnin væri því að sigra Rússa og þvinga þá til að draga herlið sitt til baka,“ sagði Dmytro Kuleba í New York í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tyrkland Sameinuðu þjóðirnar Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. 18. júlí 2023 13:00 Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27 Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. 17. júlí 2023 11:08 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. 18. júlí 2023 13:00
Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27
Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. 17. júlí 2023 11:08