Síðustu dagar verið skrýtnir: „Þetta er náttúrulega þokkalega alvarlegt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2023 08:00 Janus Daði er Noregsmeistari í handknattleik ásamt Sigvalda Birni Guðjónssyni og samherjum þeirra í Kolstad. Kolstad Janus Daði Smárason, landsliðsmaður Íslands í handbolta, samdi í dag við Meistaradeildarmeistara Madgeburg í Þýskalandi. Hann kveðst spenntur fyrir nýju verkefni eftir furðulega undanfarna daga. Janus Daði var leikmaður Kolstad í Noregi og var í liði tímabilsins í fyrra er liðið vann þrefalt heimafyrir. Félagið er í miklum fjárhagsvandræðum og ákvað Janus í samráði við klúbbinn að mæta ekki á fyrstu æfingu liðsins fyrir komandi tímabil vegna viðræðna sem áttu sér stað. „Ég var búinn að eiga samræður við klúbbinn um að ég myndi ekki mæta á meðan við værum að afgreiða málin. En norska pressan hefur gert þetta svolítið dramatískt,“ segir Janus Daði en mikið var ritað um ákvörðun hans að mæta ekki til æfinga þar ytra. Vegna fjárhagsörðugleika Kolstad þurfti að endursemja við alla leikmenn liðsins og þeir beðnir um að taka á sig um 30 prósentu launalækkun. Enn hafa samningsmál leikmanna ekki verið leyst, nema hjá Janusi sem er laus allra mála og kominn með samning við Magdeburg. „Ég vil nú ekki tjá mig mikið um hvernig þessi samningsmál hafa verið en það var ekkert í hendi í rauninni. Þó þetta kannski gangi upp hjá þeim á endanum þá fannst mér ég ekki geta tekið með inn í reikninginn að hlutirnir færu eins og við vonuðumst eftir og ákvað því bara að taka slaginn með Magdeburg þegar þeir heyrðu í mér,“ segir Janus Daði. Furðulegar aðstæður Hann segir síðustu daga og aðstæðurnar hafa verið skrýtnar. „Þetta er náttúrulega þokkalega alvarlegt. Staðan sem kom upp hérna úti og verið mjög sérstakar aðstæður í rauninni. Fyrir fjórum vikum hélt ég að ég myndi vera hérna til allavega 2025, og hef haldið það í tvö ár eiginlega,“ „Stólar maður á þetta? Er maður að fara að taka einhverja sénsa? Gengur þetta eða ekki?“ er á meðal þess sem fór í gegnum höfuðið á Janusi síðustu daga. „En svo kom þetta upp og mér fannst það svona helvíti spennandi og fann þegar ég lagðist á koddann á kvöldin að mér leið best með þessa ákvörðun.“ segir Janus. Tilbúinn að sýna sig í bestu deild heims Janus er þá afar spenntur fyrir tækifærinu að spila fyrir eitt sterkasta lið Evrópu. Hann sé staðráðinn í að nýta þetta tækifæri í þýsku úrvalsdeildinni þar sem hann lék áður með Göppingen frá 2020 til 2022. „Þetta er forréttindastaða fyrir mig að standa í. Að geta haft þennan möguleika að fara í Evrópulið sem eru Evrópumeistarar með bæði Gísla og Ómar sem eru þarna. Ég hef náttúrulega spilað áður með Ómari og svona,“ segir Janus en þeir Ómar voru liðsfélagar í Danmörku. „Svo þarna ertu bara koma í alvöru dæmi þar sem er barist um hvert stig og kemst í stressið sem fylgir því að spila í þýsku deildinni og þú mátt aldrei misstíga þig,“ „Mér finnst ég hafa undirbúið mig vel síðustu tvö til þrjú ár með líkamann og öxlina á mér sérstaklega, til að vera tilbúinn í alvöru slag aftur. Svo ég er bara spenntur og núna er mitt tækifæri til að sýna að ég á heima þarna,“ segir Janus Daði. Viðtalið við Janus má sjá í spilaranum að ofan. Tengdar fréttir Janus Daði til Magdeburg Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, er genginn í raðir Evrópumeistara Magdeburg frá Kolstad í Noregi. Hann skrifaði undir eins árs samning við þýska félagið. 18. júlí 2023 11:02 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Fleiri fréttir Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Sjá meira
Janus Daði var leikmaður Kolstad í Noregi og var í liði tímabilsins í fyrra er liðið vann þrefalt heimafyrir. Félagið er í miklum fjárhagsvandræðum og ákvað Janus í samráði við klúbbinn að mæta ekki á fyrstu æfingu liðsins fyrir komandi tímabil vegna viðræðna sem áttu sér stað. „Ég var búinn að eiga samræður við klúbbinn um að ég myndi ekki mæta á meðan við værum að afgreiða málin. En norska pressan hefur gert þetta svolítið dramatískt,“ segir Janus Daði en mikið var ritað um ákvörðun hans að mæta ekki til æfinga þar ytra. Vegna fjárhagsörðugleika Kolstad þurfti að endursemja við alla leikmenn liðsins og þeir beðnir um að taka á sig um 30 prósentu launalækkun. Enn hafa samningsmál leikmanna ekki verið leyst, nema hjá Janusi sem er laus allra mála og kominn með samning við Magdeburg. „Ég vil nú ekki tjá mig mikið um hvernig þessi samningsmál hafa verið en það var ekkert í hendi í rauninni. Þó þetta kannski gangi upp hjá þeim á endanum þá fannst mér ég ekki geta tekið með inn í reikninginn að hlutirnir færu eins og við vonuðumst eftir og ákvað því bara að taka slaginn með Magdeburg þegar þeir heyrðu í mér,“ segir Janus Daði. Furðulegar aðstæður Hann segir síðustu daga og aðstæðurnar hafa verið skrýtnar. „Þetta er náttúrulega þokkalega alvarlegt. Staðan sem kom upp hérna úti og verið mjög sérstakar aðstæður í rauninni. Fyrir fjórum vikum hélt ég að ég myndi vera hérna til allavega 2025, og hef haldið það í tvö ár eiginlega,“ „Stólar maður á þetta? Er maður að fara að taka einhverja sénsa? Gengur þetta eða ekki?“ er á meðal þess sem fór í gegnum höfuðið á Janusi síðustu daga. „En svo kom þetta upp og mér fannst það svona helvíti spennandi og fann þegar ég lagðist á koddann á kvöldin að mér leið best með þessa ákvörðun.“ segir Janus. Tilbúinn að sýna sig í bestu deild heims Janus er þá afar spenntur fyrir tækifærinu að spila fyrir eitt sterkasta lið Evrópu. Hann sé staðráðinn í að nýta þetta tækifæri í þýsku úrvalsdeildinni þar sem hann lék áður með Göppingen frá 2020 til 2022. „Þetta er forréttindastaða fyrir mig að standa í. Að geta haft þennan möguleika að fara í Evrópulið sem eru Evrópumeistarar með bæði Gísla og Ómar sem eru þarna. Ég hef náttúrulega spilað áður með Ómari og svona,“ segir Janus en þeir Ómar voru liðsfélagar í Danmörku. „Svo þarna ertu bara koma í alvöru dæmi þar sem er barist um hvert stig og kemst í stressið sem fylgir því að spila í þýsku deildinni og þú mátt aldrei misstíga þig,“ „Mér finnst ég hafa undirbúið mig vel síðustu tvö til þrjú ár með líkamann og öxlina á mér sérstaklega, til að vera tilbúinn í alvöru slag aftur. Svo ég er bara spenntur og núna er mitt tækifæri til að sýna að ég á heima þarna,“ segir Janus Daði. Viðtalið við Janus má sjá í spilaranum að ofan.
Tengdar fréttir Janus Daði til Magdeburg Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, er genginn í raðir Evrópumeistara Magdeburg frá Kolstad í Noregi. Hann skrifaði undir eins árs samning við þýska félagið. 18. júlí 2023 11:02 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Fleiri fréttir Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Sjá meira
Janus Daði til Magdeburg Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, er genginn í raðir Evrópumeistara Magdeburg frá Kolstad í Noregi. Hann skrifaði undir eins árs samning við þýska félagið. 18. júlí 2023 11:02