Sumarbústaðaeigendur unnu þrekvirki við að slökkva gróðureld í Svínadal Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júlí 2023 14:00 Slökkvilið Akraness er á leið í Svínadal þar sem gróðureldur á að hafa kviknað. Vísir/Vilhelm Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar hefur ráðið niðurlögum gróðurelds sem kviknaði við sumarbústað í Svarfhólsskógi í Svínadal í Hvalfirði. Að sögn slökkviliðsmanns unnu sumarbústaðaeigendur þrekvirki við að slökkva eldinn. Jens Ragnarsson, fulltrúi Slökkviliðsins Akraness og Hvalfjarðarsveitar, sagði slökkviliðið nýbúið að slökkva alveg í eldinum þegar blaðamaður náði tali af honum rúmlega tvö. „Við erum hérna að leggja froðu yfir sárið,“ sagði hann. Að sögn Jens kviknaði eldurinn nálægt bústaði í Svarfhólsskógi í Svínadal og var hann um hundrað fermetrar að umfangi. Hins vegar þurfti slökkviliðið ekki að berjast eitt við eldinn. Eigendur sumarbústaðar sem var um tuttugu til þrjátíu metra frá eldinum „unnu þrekvirki“ við að slökkva í honum með vatni og vatnsslöngu að sögn Jens. Birkiskógurinn á staðnum er mjög þykkur og er jarðbotninn frekar þurr. Jens segir því gott að ekki fór verr. Þá er mikill vindur á svæðinu sem þýðir að eldurinn er fljótur að dreifa úr sér. Fréttin hefur verið uppfærð. Slökkvilið Hvalfjarðarsveit Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Jens Ragnarsson, fulltrúi Slökkviliðsins Akraness og Hvalfjarðarsveitar, sagði slökkviliðið nýbúið að slökkva alveg í eldinum þegar blaðamaður náði tali af honum rúmlega tvö. „Við erum hérna að leggja froðu yfir sárið,“ sagði hann. Að sögn Jens kviknaði eldurinn nálægt bústaði í Svarfhólsskógi í Svínadal og var hann um hundrað fermetrar að umfangi. Hins vegar þurfti slökkviliðið ekki að berjast eitt við eldinn. Eigendur sumarbústaðar sem var um tuttugu til þrjátíu metra frá eldinum „unnu þrekvirki“ við að slökkva í honum með vatni og vatnsslöngu að sögn Jens. Birkiskógurinn á staðnum er mjög þykkur og er jarðbotninn frekar þurr. Jens segir því gott að ekki fór verr. Þá er mikill vindur á svæðinu sem þýðir að eldurinn er fljótur að dreifa úr sér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Slökkvilið Hvalfjarðarsveit Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira