Meintar mútur komi ekki á óvart: „Fá alltaf greitt með peningum í umslagi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. júlí 2023 18:46 Halldór Jóhann segir meint mútumál ekki koma á óvart. Vísir/Sigurjón Heimildaþættir dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 hafa undið ofan af meintri spillingu innan handboltaheimsins. Íslenskur þjálfari í dönsku deildinni segir spillingarsögur hafa loðað við ákveðna aðila um hríð og að Handknattleikssamband Evrópu, EHF, bjóði hættunni heim með því að greiða dómurum laun í reiðufé. Danska sjónvarpsstöðin TV 2 birti í gær síðari hluta heimildarseríu um meinta spillingu innan EHF. Dragan Nachevski, sem var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí, er sakaður um að hafa stuðlað að hagræðingu úrslita. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Nordsjælland í Danmörku, segir kurr hafa verið um spillingu innan sambandsins um hríð. „Þetta er auðvitað bara stóralvarlegt mál en þetta kemur samt í sjálfu sér ekki á óvart. Það er alveg ljóst að í gegnum tíðina hafa verið sögusagnir um það að austur-evrópskir dómarar hafi verið að þiggja mútur,“ „Það hefur svo sem aldrei verið nein sönnunarbyrði í því. Það sem kannski gerir þetta erfitt er að dómarar og eftirlitsmenn fá alltaf greitt fyrir leikina með peningum í umslagi. Því er mjög auðvelt að lauma einhverjum hundruðum eða þúsundum evra aukalega með í umslagið og hafa áhrif,“ segir Halldór Jóhann. Mikil aukning í veðmálum Aukning á veðmálastarfsemi í kringum handboltann geti þá haft mikil áhrif á stöðuna. „Það sem slær mann alveg gríðarlega í þessu er að veðmálastarfsemi er farin að hafa gríðarleg áhrif líka. Hvort að lið vinni með þremur eða tapi með þremur mörkum eða slíkt. Það er að koma í ljós núna að það er greinilegt að slíkt hefur haft áhrif á dómara. Sem er auðvitað grafalvarlegt mál og maður óttast hvert framhaldið af því verður í framtíðinni,“ segir Halldór Jóhann. Dómarar úr austrinu fái betri tækifæri En má kalla þetta skipulagða glæpastarfsemi hjá Nachevski og hans mönnum? „Það er auðvitað erfitt að segja til um það. En það hefur verið þannig á síðastliðnum árum hafa dómarar frá Austur-Evrópu fengið mikil tækifæri á stórmótum og í stóru leikjunum í Meistaradeildarinni og slíkt. Á meðan dómarapör frá til að mynda Skandinavíu hafa átt meira erfitt uppdráttar með að komast að og inn á mótin,“ segir Halldór Jóhann. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira
Danska sjónvarpsstöðin TV 2 birti í gær síðari hluta heimildarseríu um meinta spillingu innan EHF. Dragan Nachevski, sem var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí, er sakaður um að hafa stuðlað að hagræðingu úrslita. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Nordsjælland í Danmörku, segir kurr hafa verið um spillingu innan sambandsins um hríð. „Þetta er auðvitað bara stóralvarlegt mál en þetta kemur samt í sjálfu sér ekki á óvart. Það er alveg ljóst að í gegnum tíðina hafa verið sögusagnir um það að austur-evrópskir dómarar hafi verið að þiggja mútur,“ „Það hefur svo sem aldrei verið nein sönnunarbyrði í því. Það sem kannski gerir þetta erfitt er að dómarar og eftirlitsmenn fá alltaf greitt fyrir leikina með peningum í umslagi. Því er mjög auðvelt að lauma einhverjum hundruðum eða þúsundum evra aukalega með í umslagið og hafa áhrif,“ segir Halldór Jóhann. Mikil aukning í veðmálum Aukning á veðmálastarfsemi í kringum handboltann geti þá haft mikil áhrif á stöðuna. „Það sem slær mann alveg gríðarlega í þessu er að veðmálastarfsemi er farin að hafa gríðarleg áhrif líka. Hvort að lið vinni með þremur eða tapi með þremur mörkum eða slíkt. Það er að koma í ljós núna að það er greinilegt að slíkt hefur haft áhrif á dómara. Sem er auðvitað grafalvarlegt mál og maður óttast hvert framhaldið af því verður í framtíðinni,“ segir Halldór Jóhann. Dómarar úr austrinu fái betri tækifæri En má kalla þetta skipulagða glæpastarfsemi hjá Nachevski og hans mönnum? „Það er auðvitað erfitt að segja til um það. En það hefur verið þannig á síðastliðnum árum hafa dómarar frá Austur-Evrópu fengið mikil tækifæri á stórmótum og í stóru leikjunum í Meistaradeildarinni og slíkt. Á meðan dómarapör frá til að mynda Skandinavíu hafa átt meira erfitt uppdráttar með að komast að og inn á mótin,“ segir Halldór Jóhann. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira