Meintar mútur komi ekki á óvart: „Fá alltaf greitt með peningum í umslagi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. júlí 2023 18:46 Halldór Jóhann segir meint mútumál ekki koma á óvart. Vísir/Sigurjón Heimildaþættir dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 hafa undið ofan af meintri spillingu innan handboltaheimsins. Íslenskur þjálfari í dönsku deildinni segir spillingarsögur hafa loðað við ákveðna aðila um hríð og að Handknattleikssamband Evrópu, EHF, bjóði hættunni heim með því að greiða dómurum laun í reiðufé. Danska sjónvarpsstöðin TV 2 birti í gær síðari hluta heimildarseríu um meinta spillingu innan EHF. Dragan Nachevski, sem var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí, er sakaður um að hafa stuðlað að hagræðingu úrslita. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Nordsjælland í Danmörku, segir kurr hafa verið um spillingu innan sambandsins um hríð. „Þetta er auðvitað bara stóralvarlegt mál en þetta kemur samt í sjálfu sér ekki á óvart. Það er alveg ljóst að í gegnum tíðina hafa verið sögusagnir um það að austur-evrópskir dómarar hafi verið að þiggja mútur,“ „Það hefur svo sem aldrei verið nein sönnunarbyrði í því. Það sem kannski gerir þetta erfitt er að dómarar og eftirlitsmenn fá alltaf greitt fyrir leikina með peningum í umslagi. Því er mjög auðvelt að lauma einhverjum hundruðum eða þúsundum evra aukalega með í umslagið og hafa áhrif,“ segir Halldór Jóhann. Mikil aukning í veðmálum Aukning á veðmálastarfsemi í kringum handboltann geti þá haft mikil áhrif á stöðuna. „Það sem slær mann alveg gríðarlega í þessu er að veðmálastarfsemi er farin að hafa gríðarleg áhrif líka. Hvort að lið vinni með þremur eða tapi með þremur mörkum eða slíkt. Það er að koma í ljós núna að það er greinilegt að slíkt hefur haft áhrif á dómara. Sem er auðvitað grafalvarlegt mál og maður óttast hvert framhaldið af því verður í framtíðinni,“ segir Halldór Jóhann. Dómarar úr austrinu fái betri tækifæri En má kalla þetta skipulagða glæpastarfsemi hjá Nachevski og hans mönnum? „Það er auðvitað erfitt að segja til um það. En það hefur verið þannig á síðastliðnum árum hafa dómarar frá Austur-Evrópu fengið mikil tækifæri á stórmótum og í stóru leikjunum í Meistaradeildarinni og slíkt. Á meðan dómarapör frá til að mynda Skandinavíu hafa átt meira erfitt uppdráttar með að komast að og inn á mótin,“ segir Halldór Jóhann. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Sjá meira
Danska sjónvarpsstöðin TV 2 birti í gær síðari hluta heimildarseríu um meinta spillingu innan EHF. Dragan Nachevski, sem var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí, er sakaður um að hafa stuðlað að hagræðingu úrslita. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Nordsjælland í Danmörku, segir kurr hafa verið um spillingu innan sambandsins um hríð. „Þetta er auðvitað bara stóralvarlegt mál en þetta kemur samt í sjálfu sér ekki á óvart. Það er alveg ljóst að í gegnum tíðina hafa verið sögusagnir um það að austur-evrópskir dómarar hafi verið að þiggja mútur,“ „Það hefur svo sem aldrei verið nein sönnunarbyrði í því. Það sem kannski gerir þetta erfitt er að dómarar og eftirlitsmenn fá alltaf greitt fyrir leikina með peningum í umslagi. Því er mjög auðvelt að lauma einhverjum hundruðum eða þúsundum evra aukalega með í umslagið og hafa áhrif,“ segir Halldór Jóhann. Mikil aukning í veðmálum Aukning á veðmálastarfsemi í kringum handboltann geti þá haft mikil áhrif á stöðuna. „Það sem slær mann alveg gríðarlega í þessu er að veðmálastarfsemi er farin að hafa gríðarleg áhrif líka. Hvort að lið vinni með þremur eða tapi með þremur mörkum eða slíkt. Það er að koma í ljós núna að það er greinilegt að slíkt hefur haft áhrif á dómara. Sem er auðvitað grafalvarlegt mál og maður óttast hvert framhaldið af því verður í framtíðinni,“ segir Halldór Jóhann. Dómarar úr austrinu fái betri tækifæri En má kalla þetta skipulagða glæpastarfsemi hjá Nachevski og hans mönnum? „Það er auðvitað erfitt að segja til um það. En það hefur verið þannig á síðastliðnum árum hafa dómarar frá Austur-Evrópu fengið mikil tækifæri á stórmótum og í stóru leikjunum í Meistaradeildarinni og slíkt. Á meðan dómarapör frá til að mynda Skandinavíu hafa átt meira erfitt uppdráttar með að komast að og inn á mótin,“ segir Halldór Jóhann. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Sjá meira