„Auðveldasta leiðin og eina leiðin er til suðurs“ Oddur Ævar Gunnarsson og Kristján Már Unnarsson skrifa 13. júlí 2023 15:14 Magnús Tumi Guðmundsson er viss um að ekki verði breytingar á rennsli hraunsins við Litla Hrút. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir virkni eldgossins við Litla-Hrút vera svipaða í dag eins og í gær. Hann segir það afar ólíklegt að kvikugangurinn lengist eða að sprungur opnist á nýjum stöðum, til að mynda norðar við Keili. Hraunið muni renna áfram til suðurs. „Það virðist nú bara vera mjög svipað í dag eins og í gær. Við sjáum það bara á vefmyndavélunum. Það eru engar mælingar komnar í dag en jú, þetta er svipað.“ Myndast ekki nýtt gat þegar blaðra springur Einn möguleiki sem hefur verið í umræðunni er sá hvort að kvikugangurinn geti lengst og opnast nýjar sprungur, jafnvel undir Keili eða norðan við Keili, hvernig meturðu þær líkur? „Ja, það er nú nokkuð samdóma álit þeirra sem eru að skoða þessi mál að þetta sé nú bara mjög ólíklegt úr því sem komið er. Það er engin hreyfing, engin aflögun sem mælist á þessu svæði og svo er náttúrulega bara þetta að þegar blaðra springur þá myndast ekki nýtt gat vegna þess að þrýstingurinn hefur lækkað. Það fer bara út um það gatið þar sem það opnaðist og það er lang líklegast að það haldi áfram á þessum sama stað.“ Þannig segir Magnús Tumi að langmestar líkur séu á því að sami gígur verði virkur á meðan þetta gos vari. Ekki sé þó hægt að útiloka hitt en Magnús segir að það væri óvenjulegt úr því sem komið er. Nú mun þessi gígur stækka og stækka landið þarna í kring. Eru líkur á því að það geti hraun farið að renna norður í átt að Reykjanesbraut? „Til þess að það gerist þarf þetta að vera mjög langvinnt. Ef þetta verður eitthvað miklu miklu lengra en kannski flest gos, þá er ekki hægt að útiloka þann möguleika. En til þess þarf þetta að fara í gegnum ýmsa fasa, byggja sig upp áður en það fer að renna þarna og fylla upp í heilmikið. Auðveldasta leiðin og eina leiðin er til suðurs. Það þarf mikið að breytast áður en það fer að fara í hina áttina. Þannig að við eigum alveg að sofa á nóttinni yfir þeim möguleika.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
„Það virðist nú bara vera mjög svipað í dag eins og í gær. Við sjáum það bara á vefmyndavélunum. Það eru engar mælingar komnar í dag en jú, þetta er svipað.“ Myndast ekki nýtt gat þegar blaðra springur Einn möguleiki sem hefur verið í umræðunni er sá hvort að kvikugangurinn geti lengst og opnast nýjar sprungur, jafnvel undir Keili eða norðan við Keili, hvernig meturðu þær líkur? „Ja, það er nú nokkuð samdóma álit þeirra sem eru að skoða þessi mál að þetta sé nú bara mjög ólíklegt úr því sem komið er. Það er engin hreyfing, engin aflögun sem mælist á þessu svæði og svo er náttúrulega bara þetta að þegar blaðra springur þá myndast ekki nýtt gat vegna þess að þrýstingurinn hefur lækkað. Það fer bara út um það gatið þar sem það opnaðist og það er lang líklegast að það haldi áfram á þessum sama stað.“ Þannig segir Magnús Tumi að langmestar líkur séu á því að sami gígur verði virkur á meðan þetta gos vari. Ekki sé þó hægt að útiloka hitt en Magnús segir að það væri óvenjulegt úr því sem komið er. Nú mun þessi gígur stækka og stækka landið þarna í kring. Eru líkur á því að það geti hraun farið að renna norður í átt að Reykjanesbraut? „Til þess að það gerist þarf þetta að vera mjög langvinnt. Ef þetta verður eitthvað miklu miklu lengra en kannski flest gos, þá er ekki hægt að útiloka þann möguleika. En til þess þarf þetta að fara í gegnum ýmsa fasa, byggja sig upp áður en það fer að renna þarna og fylla upp í heilmikið. Auðveldasta leiðin og eina leiðin er til suðurs. Það þarf mikið að breytast áður en það fer að fara í hina áttina. Þannig að við eigum alveg að sofa á nóttinni yfir þeim möguleika.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira