„Auðveldasta leiðin og eina leiðin er til suðurs“ Oddur Ævar Gunnarsson og Kristján Már Unnarsson skrifa 13. júlí 2023 15:14 Magnús Tumi Guðmundsson er viss um að ekki verði breytingar á rennsli hraunsins við Litla Hrút. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir virkni eldgossins við Litla-Hrút vera svipaða í dag eins og í gær. Hann segir það afar ólíklegt að kvikugangurinn lengist eða að sprungur opnist á nýjum stöðum, til að mynda norðar við Keili. Hraunið muni renna áfram til suðurs. „Það virðist nú bara vera mjög svipað í dag eins og í gær. Við sjáum það bara á vefmyndavélunum. Það eru engar mælingar komnar í dag en jú, þetta er svipað.“ Myndast ekki nýtt gat þegar blaðra springur Einn möguleiki sem hefur verið í umræðunni er sá hvort að kvikugangurinn geti lengst og opnast nýjar sprungur, jafnvel undir Keili eða norðan við Keili, hvernig meturðu þær líkur? „Ja, það er nú nokkuð samdóma álit þeirra sem eru að skoða þessi mál að þetta sé nú bara mjög ólíklegt úr því sem komið er. Það er engin hreyfing, engin aflögun sem mælist á þessu svæði og svo er náttúrulega bara þetta að þegar blaðra springur þá myndast ekki nýtt gat vegna þess að þrýstingurinn hefur lækkað. Það fer bara út um það gatið þar sem það opnaðist og það er lang líklegast að það haldi áfram á þessum sama stað.“ Þannig segir Magnús Tumi að langmestar líkur séu á því að sami gígur verði virkur á meðan þetta gos vari. Ekki sé þó hægt að útiloka hitt en Magnús segir að það væri óvenjulegt úr því sem komið er. Nú mun þessi gígur stækka og stækka landið þarna í kring. Eru líkur á því að það geti hraun farið að renna norður í átt að Reykjanesbraut? „Til þess að það gerist þarf þetta að vera mjög langvinnt. Ef þetta verður eitthvað miklu miklu lengra en kannski flest gos, þá er ekki hægt að útiloka þann möguleika. En til þess þarf þetta að fara í gegnum ýmsa fasa, byggja sig upp áður en það fer að renna þarna og fylla upp í heilmikið. Auðveldasta leiðin og eina leiðin er til suðurs. Það þarf mikið að breytast áður en það fer að fara í hina áttina. Þannig að við eigum alveg að sofa á nóttinni yfir þeim möguleika.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
„Það virðist nú bara vera mjög svipað í dag eins og í gær. Við sjáum það bara á vefmyndavélunum. Það eru engar mælingar komnar í dag en jú, þetta er svipað.“ Myndast ekki nýtt gat þegar blaðra springur Einn möguleiki sem hefur verið í umræðunni er sá hvort að kvikugangurinn geti lengst og opnast nýjar sprungur, jafnvel undir Keili eða norðan við Keili, hvernig meturðu þær líkur? „Ja, það er nú nokkuð samdóma álit þeirra sem eru að skoða þessi mál að þetta sé nú bara mjög ólíklegt úr því sem komið er. Það er engin hreyfing, engin aflögun sem mælist á þessu svæði og svo er náttúrulega bara þetta að þegar blaðra springur þá myndast ekki nýtt gat vegna þess að þrýstingurinn hefur lækkað. Það fer bara út um það gatið þar sem það opnaðist og það er lang líklegast að það haldi áfram á þessum sama stað.“ Þannig segir Magnús Tumi að langmestar líkur séu á því að sami gígur verði virkur á meðan þetta gos vari. Ekki sé þó hægt að útiloka hitt en Magnús segir að það væri óvenjulegt úr því sem komið er. Nú mun þessi gígur stækka og stækka landið þarna í kring. Eru líkur á því að það geti hraun farið að renna norður í átt að Reykjanesbraut? „Til þess að það gerist þarf þetta að vera mjög langvinnt. Ef þetta verður eitthvað miklu miklu lengra en kannski flest gos, þá er ekki hægt að útiloka þann möguleika. En til þess þarf þetta að fara í gegnum ýmsa fasa, byggja sig upp áður en það fer að renna þarna og fylla upp í heilmikið. Auðveldasta leiðin og eina leiðin er til suðurs. Það þarf mikið að breytast áður en það fer að fara í hina áttina. Þannig að við eigum alveg að sofa á nóttinni yfir þeim möguleika.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira