Kyrrsett og réttindalaus á Íslandi Eva Hauksdóttir skrifar 13. júlí 2023 09:02 Íslenska ríkið hefur nú í vörslum sínum vegabréf afganskrar konu og barns hennar, sem eru kyrrsett á Íslandi án þess að ríkið telji sig bera ábyrgð á þeim. Þau vilja komast burt og njóta ekki lengur réttinda hælisleitenda en mega samt ekki yfirgefa landið. Þau sjá fram á að lenda á götunni í dag, þann 13. júlí 2023. Samkvæmt upplýsingum frá stoðdeild ríkislögreglustjóra eru fleiri útlendingar kyrrsettir hér, þrátt fyrir að sæta brottvísun eða hafa dregið umsókn um alþjóðleg vernd til baka. Þetta fólk fær ekki aðrar upplýsingar um stöðuna en þá að það sé hvergi í veröldinni velkomið. Markmiðin með Dyflinnarreglugerðinni Samkvæmt flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna eru nú um 5,4 milljónir manns í heiminum sem bíða svars við umsóknum um alþjóðlega vernd. Þá eru ótaldir þeir tugir milljóna sem þegar hafa fengið stöðu flóttafólks, hefur verið synjað um vernd eða eru á flótta í eigin ríki. Til að ráða örlögum þess mikla fjölda fólks sem ferðast til Evrópu, í von um alþjóðlega vernd, hafa Evrópuríkin komið sér saman um fyrirkomulag við afgreiðslu umsókna, sem oftast er kallað Dyflinnarreglugerðin. Í því felst að aðeins eitt þeirra ríkja sem tekur þátt í samstarfinu er ábyrgt fyrir afgreiðslu hverrar umsóknar. Markmiðin með þessari ráðstöfun eru einkum tvö. Annarsvegar er ætlunin að koma í veg fyrir að sami maður geti sótt um vernd í mörgum ríkjum og valið sér það land sem honum líst best á. Hitt meginmarkmiðið er að koma í veg fyrir að fólk lendi á vergangi í Evrópu, án þess að neinn beri ábyrgð á velferð þess. Venjulega er það fyrsta viðkomuríki umsækjandans innan Evrópu sem ber ábyrgð á umsókn um alþjóðlega vernd. Vegna landfræðilegrar legu kemur það í hlut Grikklands og Ítalíu að afgreiða langstærstan hluta umsókna. Fjöldi umsækjenda er slíkur að þessi ríki ráða ekki við að sinna þjónustu við hælisleitendur og flóttafólk með mannsæmandi hætti. Þetta eru engar fréttir heldur staðreynd sem hefur legið fyrir í meira en tvo áratugi. Frá árinu 2014 hefur ríkt skelfilegt ástand í flóttamannamálum á Ítalíu og Grikklandi og er svo komið að þeir sem fá alþjóðlega vernd í þessum ríkjum eru oft í lítið skárri stöðu þar en í heimaríkinu. Margir flóttamenn eru heimilislausir og eiga engan kost á atvinnu þótt þeir hafi atvinnuleyfi. Hælisleitendur kyrrsettir á Íslandi Á Íslandi eru nú stödd móðir og barn á grunnskólaaldri, sem flúðu Afghanistan í byrjun þessa árs. Fyrsti viðkomustaður þeirra í Evrópu var Ítalía. Förinni var þó heitið til Íslands og hingað kom konan með barnið í janúar og óskaði eftir vernd. Afgreiðslutími Útlendingastofnunar er langur í huga barns sem á ekki heimili, nýtur ekki skólagöngu, á ekki kost á tómstundastarfi og þekkir engan í framandi landi. Þegar ekkert var að frétta af afgreiðslu umsóknarinnar fjórum mánuðum eftir komuna til landsins, ákvað móðirin að snúa aftur til Ítalíu en ítalska ríkið hefur viðurkennt ábyrgð sína á umsókn hennar. Umsókn um vernd á Íslandi dró hún til baka þann 12. júní sl. Hún hafði þá beðið eftir tíma til undirrita yfirlýsingu um afturköllun umsóknar, frá því að hún tilkynnti um þá fyrirætlan sína þann 23. maí. Konunni var sagt að þeim yrði fylgt úr landi fljótlega og að haft yrði samband við hana vegna þess, líklega innan viku. Hver umsækjandi um alþjóðlega vernd á rétt á aðstoð löglærðs talsmanns, þar til tekin er endanleg ákvörðun stjórnvalda í málinu. Um leið og fyrir liggur ákvörðun um að útlendingur skuli fluttur úr landi lýkur hlutverki talsmanns. Jafnframt er máli umsækjandans talið lokið hjá Útlendingastofnun. Einnig fellur niður réttur umsækjanda til húsaskjóls, framfærslu og annarrar þjónustu sem er á ábyrgð Vinnumálastofnunar. Vinnumálastofnun er heimilt að fresta því að svipta útlendinginn þjónustu ef hann fer ekki úr landi vegna atvika sem ekki eru á hans ábyrgð. Lög mæla ekki fyrir um að Vinnumálastofnun sé það skylt. Í apríl s.l. lýsti Ítalía yfir sex mánaða neyðarástandi vegna streymis útlendinga til landsins. Á grundvelli þeirrar yfirlýsingar neitar Ítalía nú að taka aftur við hælisleitendum sem hafa yfirgefið Ítalíu og sem önnur ríki vilja senda til baka á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Stoðdeild ríkislögreglustjóra, sem átti að fylgja konunni og barni hennar úr landi, getur ekki sent þau til Ítalíu á meðan enginn vill taka við þeim. Ekki benda á mig Þrjár vikur líða frá því að konan dregur umsókn sína til baka, án þess að nokkur hafi samband við hana. Hún snýr sér að lokum til lögreglu og spyr hvenær hún megi vænta þess að verða send úr landi — ef hún fái vegabréf sitt og barnsins afhent geti hún komið sér burt sjálf. Lögreglan telur sig ekki bera ábyrgð á því að upplýsa hana um stöðuna og segir henni að tala við Útlendingastofnun. Útlendingastofnun segir konunni að hún sé ekki lengur inni í kerfinu og að stofnunin beri enga ábyrgð á henni lengur. Konan ræðir svo við ráðgjafa á vegum Vinnumálastofnunar, sem segir henni að hún muni missa gistipláss og framfærslufé þann 13. júlí. Konan verður að vonum örvæntingarfull og hringir í fyrrum talsmann sinn og spyr ráða. Fyrrum talsmaður hefur samband við stoðdeild, sem hefur enga hugmynd um hvenær hægt verði að koma fólkinu úr landi. Talsmaður krefst þess að Útlendingastofnun komi málinu í farveg og sjái til þess að konunni verði veittar upplýsingar um framhaldið, að öðrum kosti verði fjölmiðlar látnir vita af málinu. Þann 11. júlí vísar Útlendingastofnun á stoðdeild og neyðarþjónustu sveitarfélaganna, sem bera heldur ekki ábyrgð á kyrrsettum hælisleitendum. Tölvupósti með spurningu um það hver beri ábyrgð á því að upplýsa konuna um möguleika í stöðunni er ekki svarað. Laust eftir hádegi þann 12. júlí 2023, kemur starfsmaður Vinnumálastofnunar til konunnar og tilkynnir henni að hún verði borin út næsta dag, fari hún ekki af sjálfsdáðum. Svo ekki fari milli mála á hvaða forsendum henni sé vísað á dyr, er henni afhent þetta blað. Yfirstrikaðar upplýsingar eru nafn, fæðingardagur, símanúmer og dvalarstaður konunnar Fyrrum talsmaður hringir í Útlendingastofnun og biður um samband við lögfræðisvið. Svarið er að það sé „ekki hægt“ að fá að tala við lögfræðinga stofnunarinnar en það sé hægt að senda tölvupóst. Talsmaður bendir á að tölvupósti hafi ekki verið svarað, að kona með barn sé kyrrsett á landinu og viti ekki betur en að hún sé að missa húsaskjól og framfærslu næsta dag, hún þurfi að fá upplýsingar um það hvernig farið verði með mál hennar og það strax. Starfsmaður Útlendingastofnunar segist ekki hafa neinar upplýsingar um málið. Talsmaður hringir í Vinnumálastofnun. Þar er enginn við sem getur svarað en starfsmaður býðst til að koma skilaboðum til þeirra sem svörin hafi, um að símtals sé óskað. Enginn hringir. Ábyrgð ríkisins Dyflinnarreglugerðin virkar prýðilega til að losna við fólk sem Útlendingastofnun vill ekki sinna. En reglugerðin er ekki bara hugsuð stjórnvöldum til hagræðingar, hún á líka að tryggja fólki sem flýr heimaríki sín lágmarks öryggi. Reglugerðin á að koma í veg fyrir að fólk sem leitar verndar í Evrópu standi uppi réttindalaust. Hún á að tryggja að fólk sem á rétt á vernd fái vernd og að þeim sem ekki eiga rétt á vernd verði vísað til síns heima. Reglugerðin felur ekki í sér heimild til að svipta fólk bæði vegabréfi og mannréttindum án málsmeðferðar eða einu sinni skýringa. Aðild Íslands að alþjóðlegu samstarfi felur ekki aðeins í sér skyldu til að setja lög sem samræmast ákvæðum mannréttindasáttmála og framfylgja þeim. Slík aðild felur einnig í sér skyldu til að tryggja að mannréttindi fólks sem statt er innan lögsögu ríkisins séu virt, jafnvel þegar upp kemur staða sem lög og verkferlar gera ekki ráð fyrir. Hættan á því að ríkisvaldið bregðist skyldum sínum er mest gagnvart fólki sem er ekki í neinni aðstöðu til að sækja rétt sinn. Þegar það gerist reynir á vilja fjölmiðla og almennings í landinu til að veita valdinu aðhald. Ætlum við, þú og ég, að sætta okkur við að fólk sem má hvorki fara né vera fái engar upplýsingar um fyrirætlan ríkisins, aðrar en þær að frá og með tilteknum degi geti það étið það sem úti frýs? Eða ætlum við að gera eitthvað í því? Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Innflytjendamál Vegabréf Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Íslenska ríkið hefur nú í vörslum sínum vegabréf afganskrar konu og barns hennar, sem eru kyrrsett á Íslandi án þess að ríkið telji sig bera ábyrgð á þeim. Þau vilja komast burt og njóta ekki lengur réttinda hælisleitenda en mega samt ekki yfirgefa landið. Þau sjá fram á að lenda á götunni í dag, þann 13. júlí 2023. Samkvæmt upplýsingum frá stoðdeild ríkislögreglustjóra eru fleiri útlendingar kyrrsettir hér, þrátt fyrir að sæta brottvísun eða hafa dregið umsókn um alþjóðleg vernd til baka. Þetta fólk fær ekki aðrar upplýsingar um stöðuna en þá að það sé hvergi í veröldinni velkomið. Markmiðin með Dyflinnarreglugerðinni Samkvæmt flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna eru nú um 5,4 milljónir manns í heiminum sem bíða svars við umsóknum um alþjóðlega vernd. Þá eru ótaldir þeir tugir milljóna sem þegar hafa fengið stöðu flóttafólks, hefur verið synjað um vernd eða eru á flótta í eigin ríki. Til að ráða örlögum þess mikla fjölda fólks sem ferðast til Evrópu, í von um alþjóðlega vernd, hafa Evrópuríkin komið sér saman um fyrirkomulag við afgreiðslu umsókna, sem oftast er kallað Dyflinnarreglugerðin. Í því felst að aðeins eitt þeirra ríkja sem tekur þátt í samstarfinu er ábyrgt fyrir afgreiðslu hverrar umsóknar. Markmiðin með þessari ráðstöfun eru einkum tvö. Annarsvegar er ætlunin að koma í veg fyrir að sami maður geti sótt um vernd í mörgum ríkjum og valið sér það land sem honum líst best á. Hitt meginmarkmiðið er að koma í veg fyrir að fólk lendi á vergangi í Evrópu, án þess að neinn beri ábyrgð á velferð þess. Venjulega er það fyrsta viðkomuríki umsækjandans innan Evrópu sem ber ábyrgð á umsókn um alþjóðlega vernd. Vegna landfræðilegrar legu kemur það í hlut Grikklands og Ítalíu að afgreiða langstærstan hluta umsókna. Fjöldi umsækjenda er slíkur að þessi ríki ráða ekki við að sinna þjónustu við hælisleitendur og flóttafólk með mannsæmandi hætti. Þetta eru engar fréttir heldur staðreynd sem hefur legið fyrir í meira en tvo áratugi. Frá árinu 2014 hefur ríkt skelfilegt ástand í flóttamannamálum á Ítalíu og Grikklandi og er svo komið að þeir sem fá alþjóðlega vernd í þessum ríkjum eru oft í lítið skárri stöðu þar en í heimaríkinu. Margir flóttamenn eru heimilislausir og eiga engan kost á atvinnu þótt þeir hafi atvinnuleyfi. Hælisleitendur kyrrsettir á Íslandi Á Íslandi eru nú stödd móðir og barn á grunnskólaaldri, sem flúðu Afghanistan í byrjun þessa árs. Fyrsti viðkomustaður þeirra í Evrópu var Ítalía. Förinni var þó heitið til Íslands og hingað kom konan með barnið í janúar og óskaði eftir vernd. Afgreiðslutími Útlendingastofnunar er langur í huga barns sem á ekki heimili, nýtur ekki skólagöngu, á ekki kost á tómstundastarfi og þekkir engan í framandi landi. Þegar ekkert var að frétta af afgreiðslu umsóknarinnar fjórum mánuðum eftir komuna til landsins, ákvað móðirin að snúa aftur til Ítalíu en ítalska ríkið hefur viðurkennt ábyrgð sína á umsókn hennar. Umsókn um vernd á Íslandi dró hún til baka þann 12. júní sl. Hún hafði þá beðið eftir tíma til undirrita yfirlýsingu um afturköllun umsóknar, frá því að hún tilkynnti um þá fyrirætlan sína þann 23. maí. Konunni var sagt að þeim yrði fylgt úr landi fljótlega og að haft yrði samband við hana vegna þess, líklega innan viku. Hver umsækjandi um alþjóðlega vernd á rétt á aðstoð löglærðs talsmanns, þar til tekin er endanleg ákvörðun stjórnvalda í málinu. Um leið og fyrir liggur ákvörðun um að útlendingur skuli fluttur úr landi lýkur hlutverki talsmanns. Jafnframt er máli umsækjandans talið lokið hjá Útlendingastofnun. Einnig fellur niður réttur umsækjanda til húsaskjóls, framfærslu og annarrar þjónustu sem er á ábyrgð Vinnumálastofnunar. Vinnumálastofnun er heimilt að fresta því að svipta útlendinginn þjónustu ef hann fer ekki úr landi vegna atvika sem ekki eru á hans ábyrgð. Lög mæla ekki fyrir um að Vinnumálastofnun sé það skylt. Í apríl s.l. lýsti Ítalía yfir sex mánaða neyðarástandi vegna streymis útlendinga til landsins. Á grundvelli þeirrar yfirlýsingar neitar Ítalía nú að taka aftur við hælisleitendum sem hafa yfirgefið Ítalíu og sem önnur ríki vilja senda til baka á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Stoðdeild ríkislögreglustjóra, sem átti að fylgja konunni og barni hennar úr landi, getur ekki sent þau til Ítalíu á meðan enginn vill taka við þeim. Ekki benda á mig Þrjár vikur líða frá því að konan dregur umsókn sína til baka, án þess að nokkur hafi samband við hana. Hún snýr sér að lokum til lögreglu og spyr hvenær hún megi vænta þess að verða send úr landi — ef hún fái vegabréf sitt og barnsins afhent geti hún komið sér burt sjálf. Lögreglan telur sig ekki bera ábyrgð á því að upplýsa hana um stöðuna og segir henni að tala við Útlendingastofnun. Útlendingastofnun segir konunni að hún sé ekki lengur inni í kerfinu og að stofnunin beri enga ábyrgð á henni lengur. Konan ræðir svo við ráðgjafa á vegum Vinnumálastofnunar, sem segir henni að hún muni missa gistipláss og framfærslufé þann 13. júlí. Konan verður að vonum örvæntingarfull og hringir í fyrrum talsmann sinn og spyr ráða. Fyrrum talsmaður hefur samband við stoðdeild, sem hefur enga hugmynd um hvenær hægt verði að koma fólkinu úr landi. Talsmaður krefst þess að Útlendingastofnun komi málinu í farveg og sjái til þess að konunni verði veittar upplýsingar um framhaldið, að öðrum kosti verði fjölmiðlar látnir vita af málinu. Þann 11. júlí vísar Útlendingastofnun á stoðdeild og neyðarþjónustu sveitarfélaganna, sem bera heldur ekki ábyrgð á kyrrsettum hælisleitendum. Tölvupósti með spurningu um það hver beri ábyrgð á því að upplýsa konuna um möguleika í stöðunni er ekki svarað. Laust eftir hádegi þann 12. júlí 2023, kemur starfsmaður Vinnumálastofnunar til konunnar og tilkynnir henni að hún verði borin út næsta dag, fari hún ekki af sjálfsdáðum. Svo ekki fari milli mála á hvaða forsendum henni sé vísað á dyr, er henni afhent þetta blað. Yfirstrikaðar upplýsingar eru nafn, fæðingardagur, símanúmer og dvalarstaður konunnar Fyrrum talsmaður hringir í Útlendingastofnun og biður um samband við lögfræðisvið. Svarið er að það sé „ekki hægt“ að fá að tala við lögfræðinga stofnunarinnar en það sé hægt að senda tölvupóst. Talsmaður bendir á að tölvupósti hafi ekki verið svarað, að kona með barn sé kyrrsett á landinu og viti ekki betur en að hún sé að missa húsaskjól og framfærslu næsta dag, hún þurfi að fá upplýsingar um það hvernig farið verði með mál hennar og það strax. Starfsmaður Útlendingastofnunar segist ekki hafa neinar upplýsingar um málið. Talsmaður hringir í Vinnumálastofnun. Þar er enginn við sem getur svarað en starfsmaður býðst til að koma skilaboðum til þeirra sem svörin hafi, um að símtals sé óskað. Enginn hringir. Ábyrgð ríkisins Dyflinnarreglugerðin virkar prýðilega til að losna við fólk sem Útlendingastofnun vill ekki sinna. En reglugerðin er ekki bara hugsuð stjórnvöldum til hagræðingar, hún á líka að tryggja fólki sem flýr heimaríki sín lágmarks öryggi. Reglugerðin á að koma í veg fyrir að fólk sem leitar verndar í Evrópu standi uppi réttindalaust. Hún á að tryggja að fólk sem á rétt á vernd fái vernd og að þeim sem ekki eiga rétt á vernd verði vísað til síns heima. Reglugerðin felur ekki í sér heimild til að svipta fólk bæði vegabréfi og mannréttindum án málsmeðferðar eða einu sinni skýringa. Aðild Íslands að alþjóðlegu samstarfi felur ekki aðeins í sér skyldu til að setja lög sem samræmast ákvæðum mannréttindasáttmála og framfylgja þeim. Slík aðild felur einnig í sér skyldu til að tryggja að mannréttindi fólks sem statt er innan lögsögu ríkisins séu virt, jafnvel þegar upp kemur staða sem lög og verkferlar gera ekki ráð fyrir. Hættan á því að ríkisvaldið bregðist skyldum sínum er mest gagnvart fólki sem er ekki í neinni aðstöðu til að sækja rétt sinn. Þegar það gerist reynir á vilja fjölmiðla og almennings í landinu til að veita valdinu aðhald. Ætlum við, þú og ég, að sætta okkur við að fólk sem má hvorki fara né vera fái engar upplýsingar um fyrirætlan ríkisins, aðrar en þær að frá og með tilteknum degi geti það étið það sem úti frýs? Eða ætlum við að gera eitthvað í því? Höfundur er lögmaður
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun