Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Heimir Már Pétursson skrifar 11. júlí 2023 11:59 Gitanas Nauseda forseti Litháen bauð Joe Biden forseta Bandaríkjanna velkominn til Vilnius í morgun og átti með honum stuttan fund fyrir leiðtogafundinn. AP/Susan Walsh Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO sagði leiðtogafundinn í Vilníus sögulegan áður en hann hófst í morgun vegna þeirra viðfangsefna sem lægju fyrir fundinum. Þetta væri einnig fyrsti leiðtogafundurinn eftir að Finnar urðu að fullu meðlimir. Þá verður Svíum formlega boðin aðild áfundinum eftir að Tyrkir létu af andstöðu sinni í gær. Stoltenberg segir mikinn einhug í stuðningi aðildarríkja NATO við Úkraínu. Það yrði ekki aðeins harmleikur fyrir Úkraínu ef hún tapaði stríðinu, það yrði hættulegt fyrir alla. Gitanas Nauseda forseti Litháen með Joe Biden forseta Bandaríkjanna og Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóra NATO.AP/Susan Walsh „Það yrði hættulegt fyrir okkur vegna þess að þá yrðu skilaboðin til allra leiðtoga valdstjórna að þeir komist upp með að beita hervaldi, brjóta alþjóðalög og gera innrás í önnur ríki. Það myndi auka hættuna íheiminum enn frekar og veikja stöðu okkar," sagði Stoltenberg í morgun. Hann væri einnig sannfærður um að Svíar yrðu 32. aðildarríkið að NATO eftir að Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands samþykkti aðildina í gær. Svíar verði því boðnir velkomnir í NATO í dag og yrðu síðan fullgildir meðlimir að lokinni atkvæðagreiðslu í tyrkneska þinginu. Leiðtogar þrjátíu og eins aðildarríkis NATO við upphaf fundarins í morgun. Katrín Jakobsdóttir sést fyrir aftan forsætisráðherra Spánar hægra meginn á myndinni.AP/Pavel Golovkin Jake Sullivan talsmaður Hvíta hússins segir að leiðtogarnir muni ræða helstu áskoranir og uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO með auknum framlögum og viðbragðsgetu hersveita bandalagsins. Þá verði vegvísir að aðild Úkraínu að NATO ræddur. „Eins og Joe Biden forseti hefur sagt, þá myndi aðild Úkraínu aðbandalaginu á þessum fundi í dag draga NATO inn í stríðið við Rússland. Úkraína þarf einnig að vinna að frekari úrbótum hjá sér áður en til aðildar kemur. En bandalagsþjóðirnar munu senda frá sér skýr og jákvæð merki um aðilda Úkraínu að NATO í framtíðinni," sagði Sullivan talsmaður Hvíta hússins. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu mun sitja hluta leiðtogafundarins. Í tísti í morgun lýsti hann óánægju sinni með að enginn tímarammi væri settur fram um hvenær Úkraínu verði boðin aðild að NATO. Þetta gæti þýtt að aðild Úkraínu réðist ísamningaviðræðum við Rússa sem muni auka vilja þeirra til áframhaldandi hryðjuverka. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra sækja leiðtogafundinn fyrir Íslands hönd. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Erdogan samþykkir NATO-aðild Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur samþykkt aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu í kvöld. 10. júlí 2023 19:47 Ungverjar einnig hlynntir aðild Svía að NATO Yfirvöld í Ungverjalandi ætla að styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið en utanríkisráðherra landsins sagði í morgun að samþykkt innngöngu Svía væri nú eingöngu tæknilegs eðlis. Tyrkir og Ungverjar voru þeir einu sem settu sig á móti inngöngu Svía en Peter Szijjarto, áðurnefndur utanríkisráðherra, sagði í síðustu viku að Ungverjar myndu fylgja Tyrkjum, skiptu þeir síðarnefndu um skoðun. 11. júlí 2023 10:27 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Sjá meira
Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO sagði leiðtogafundinn í Vilníus sögulegan áður en hann hófst í morgun vegna þeirra viðfangsefna sem lægju fyrir fundinum. Þetta væri einnig fyrsti leiðtogafundurinn eftir að Finnar urðu að fullu meðlimir. Þá verður Svíum formlega boðin aðild áfundinum eftir að Tyrkir létu af andstöðu sinni í gær. Stoltenberg segir mikinn einhug í stuðningi aðildarríkja NATO við Úkraínu. Það yrði ekki aðeins harmleikur fyrir Úkraínu ef hún tapaði stríðinu, það yrði hættulegt fyrir alla. Gitanas Nauseda forseti Litháen með Joe Biden forseta Bandaríkjanna og Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóra NATO.AP/Susan Walsh „Það yrði hættulegt fyrir okkur vegna þess að þá yrðu skilaboðin til allra leiðtoga valdstjórna að þeir komist upp með að beita hervaldi, brjóta alþjóðalög og gera innrás í önnur ríki. Það myndi auka hættuna íheiminum enn frekar og veikja stöðu okkar," sagði Stoltenberg í morgun. Hann væri einnig sannfærður um að Svíar yrðu 32. aðildarríkið að NATO eftir að Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands samþykkti aðildina í gær. Svíar verði því boðnir velkomnir í NATO í dag og yrðu síðan fullgildir meðlimir að lokinni atkvæðagreiðslu í tyrkneska þinginu. Leiðtogar þrjátíu og eins aðildarríkis NATO við upphaf fundarins í morgun. Katrín Jakobsdóttir sést fyrir aftan forsætisráðherra Spánar hægra meginn á myndinni.AP/Pavel Golovkin Jake Sullivan talsmaður Hvíta hússins segir að leiðtogarnir muni ræða helstu áskoranir og uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO með auknum framlögum og viðbragðsgetu hersveita bandalagsins. Þá verði vegvísir að aðild Úkraínu að NATO ræddur. „Eins og Joe Biden forseti hefur sagt, þá myndi aðild Úkraínu aðbandalaginu á þessum fundi í dag draga NATO inn í stríðið við Rússland. Úkraína þarf einnig að vinna að frekari úrbótum hjá sér áður en til aðildar kemur. En bandalagsþjóðirnar munu senda frá sér skýr og jákvæð merki um aðilda Úkraínu að NATO í framtíðinni," sagði Sullivan talsmaður Hvíta hússins. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu mun sitja hluta leiðtogafundarins. Í tísti í morgun lýsti hann óánægju sinni með að enginn tímarammi væri settur fram um hvenær Úkraínu verði boðin aðild að NATO. Þetta gæti þýtt að aðild Úkraínu réðist ísamningaviðræðum við Rússa sem muni auka vilja þeirra til áframhaldandi hryðjuverka. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra sækja leiðtogafundinn fyrir Íslands hönd.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Erdogan samþykkir NATO-aðild Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur samþykkt aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu í kvöld. 10. júlí 2023 19:47 Ungverjar einnig hlynntir aðild Svía að NATO Yfirvöld í Ungverjalandi ætla að styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið en utanríkisráðherra landsins sagði í morgun að samþykkt innngöngu Svía væri nú eingöngu tæknilegs eðlis. Tyrkir og Ungverjar voru þeir einu sem settu sig á móti inngöngu Svía en Peter Szijjarto, áðurnefndur utanríkisráðherra, sagði í síðustu viku að Ungverjar myndu fylgja Tyrkjum, skiptu þeir síðarnefndu um skoðun. 11. júlí 2023 10:27 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Sjá meira
Erdogan samþykkir NATO-aðild Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur samþykkt aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu í kvöld. 10. júlí 2023 19:47
Ungverjar einnig hlynntir aðild Svía að NATO Yfirvöld í Ungverjalandi ætla að styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið en utanríkisráðherra landsins sagði í morgun að samþykkt innngöngu Svía væri nú eingöngu tæknilegs eðlis. Tyrkir og Ungverjar voru þeir einu sem settu sig á móti inngöngu Svía en Peter Szijjarto, áðurnefndur utanríkisráðherra, sagði í síðustu viku að Ungverjar myndu fylgja Tyrkjum, skiptu þeir síðarnefndu um skoðun. 11. júlí 2023 10:27