Caster Semenya vann mál fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu Smári Jökull Jónsson skrifar 11. júlí 2023 15:00 Caster Semenya vann áfangasigur í baráttu sinni í dag. Vísir/Getty Suðurafríska hlaupakonan Caster Semenya vann mál fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu sem varðar reglur um magn testósteróns hjá frjálsíþróttafólki. Þó lítur ekki út fyrir að hún keppi á Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Hin þrjátíu og tveggja ára gamla Caster Semenya hefur í mörg ár barist gegn reglum Alþjóða frjálsíþróttasambandsins sem gerir það að verkum að hún og fleiri íþróttakonur hafa þurft að taka lyf til að minnka magn testósteróns í blóðinu ætli þær að keppa í ákveðnum greinum. Á þetta við um íþróttakonur sem af náttúrulegum ástæðum eru með hærra magn testósteróns í blóðinu en konur almennt, á ensku kallað DSD (Differences in sexual development). Semenya hafði áður tapað málaferlum fyrir Alþjóða íþróttadómstólnum (CAS) sem og hæstarétti í Sviss en þegar málið var tekið fyrir hjá Mannréttindadómstólnum vann hún áfrýjunarmál og úrskurðaði dómurinn að brotið hefði verið á réttindum Semenya. Samkvæmt AP fréttastofunni höfðaði Semenya málið fyrir Mannréttindadómstólnum gegn stjórnvöldum í Sviss. Það kemur til vegna þess að þegar Semenya tapaði máli fyrir CAS árið 2019 áfrýjaði hún málinu til hæstaréttar í Sviss. Eftir ákvörðun Mannréttinadómstólsins er framtíð reglanna í óvissu, en þó svaraði Alþjóða frjálsíþróttasambandið því strax í kjölfar birtingu dómsins að reglurnar yrðu áfram í gildi. „Við erum enn á þeirri skoðun að DSD-reglurnar séu nauðsynlegt og sanngjarnt verkfæri til að vernda heiðarleika í keppni kvenna, líkt og CAS og hæstiréttur Sviss hafa áður úrskurðað um eftir ítarlegt mat á sönnunargögnum,“ segir í yfirlýsingu Alþjóða frjálsíþróttasambandsins en þar sagði jafnframt að reglurnar yrði áfram í gildi og að sambandið myndi hvetja yfirvöld í Sviss til að áfrýja niðurstöðunni. Tóku ekki nægjanlegt tillit til mikilvægra þátta Eins og áður segir hefur Semenya barist gegn reglunum í mörg ár. Semenya fæddist sem kvenmaður og hefur skilgreint sig sem konu allt sitt líf. Í frétt AP kemur fram að hún sé með svipað magn testósteróns í blóðinu og karlmaður og Alþjóða frjálsíþróttasambandið segir að það gefi henni ósanngjarnt forskot í kvennaflokki frjálsra íþrótta. Semenya varð Ólympíumeistari í 800 metra hlaupi bæði í London árið 2012 sem og í Ríó árið 2016. Síðan reglurnar tóku gildi hefur hún keppt í 200, 5000 og 10.000 metra hlaupi án sama árangurs en DSD-reglurnar eru ekki eins strangar í öllum hlaupagreinum. Dómurinn sem féll í dag er gagnrýninn á ákvörðun CAS frá árinu 2019. Þá festi dómurinn reglurnar í gildi en þær þvinga Semenya og fleiri íþróttakonur til að taka getnaðarvarnarpillur, hormónablokkerandi lyf eða gangast undir aðgerð til að geta keppt í kvennaflokki á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum. Olympic champion Caster Semenya won an appeal against track and field's rules when a human rights court ruled she had been discriminated against by regulations that force female athletes to artificially reduce high testosterone levels in order to compete. https://t.co/aIxIYZjB54— The Associated Press (@AP) July 11, 2023 Samkvæmt Mannréttindadómstólnum tók CAS ekki nægilega til greina mikilvæga þætti eins og aukaverkanir af völdum lyfjagjafar, erfiðleika íþróttakvenna að fylgja reglunum og skort á sönnunargögnum að hærra magn testósteróns gæfi íþróttakonunum í raun forskot. Þá segir dómstóllinn enn fremur að áfrýjun Semenya fyrir hæstarétti Sviss hefði átt að þýða að reglurnar hefðu verið endurskoðaðar í þaula sem ekki var gert. Samkvæmt dómnum fær Semenya 60.000 evrur í bætur frá svissneska ríkinu vegna kostnaðar við málsóknina. Frjálsar íþróttir Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Hin þrjátíu og tveggja ára gamla Caster Semenya hefur í mörg ár barist gegn reglum Alþjóða frjálsíþróttasambandsins sem gerir það að verkum að hún og fleiri íþróttakonur hafa þurft að taka lyf til að minnka magn testósteróns í blóðinu ætli þær að keppa í ákveðnum greinum. Á þetta við um íþróttakonur sem af náttúrulegum ástæðum eru með hærra magn testósteróns í blóðinu en konur almennt, á ensku kallað DSD (Differences in sexual development). Semenya hafði áður tapað málaferlum fyrir Alþjóða íþróttadómstólnum (CAS) sem og hæstarétti í Sviss en þegar málið var tekið fyrir hjá Mannréttindadómstólnum vann hún áfrýjunarmál og úrskurðaði dómurinn að brotið hefði verið á réttindum Semenya. Samkvæmt AP fréttastofunni höfðaði Semenya málið fyrir Mannréttindadómstólnum gegn stjórnvöldum í Sviss. Það kemur til vegna þess að þegar Semenya tapaði máli fyrir CAS árið 2019 áfrýjaði hún málinu til hæstaréttar í Sviss. Eftir ákvörðun Mannréttinadómstólsins er framtíð reglanna í óvissu, en þó svaraði Alþjóða frjálsíþróttasambandið því strax í kjölfar birtingu dómsins að reglurnar yrðu áfram í gildi. „Við erum enn á þeirri skoðun að DSD-reglurnar séu nauðsynlegt og sanngjarnt verkfæri til að vernda heiðarleika í keppni kvenna, líkt og CAS og hæstiréttur Sviss hafa áður úrskurðað um eftir ítarlegt mat á sönnunargögnum,“ segir í yfirlýsingu Alþjóða frjálsíþróttasambandsins en þar sagði jafnframt að reglurnar yrði áfram í gildi og að sambandið myndi hvetja yfirvöld í Sviss til að áfrýja niðurstöðunni. Tóku ekki nægjanlegt tillit til mikilvægra þátta Eins og áður segir hefur Semenya barist gegn reglunum í mörg ár. Semenya fæddist sem kvenmaður og hefur skilgreint sig sem konu allt sitt líf. Í frétt AP kemur fram að hún sé með svipað magn testósteróns í blóðinu og karlmaður og Alþjóða frjálsíþróttasambandið segir að það gefi henni ósanngjarnt forskot í kvennaflokki frjálsra íþrótta. Semenya varð Ólympíumeistari í 800 metra hlaupi bæði í London árið 2012 sem og í Ríó árið 2016. Síðan reglurnar tóku gildi hefur hún keppt í 200, 5000 og 10.000 metra hlaupi án sama árangurs en DSD-reglurnar eru ekki eins strangar í öllum hlaupagreinum. Dómurinn sem féll í dag er gagnrýninn á ákvörðun CAS frá árinu 2019. Þá festi dómurinn reglurnar í gildi en þær þvinga Semenya og fleiri íþróttakonur til að taka getnaðarvarnarpillur, hormónablokkerandi lyf eða gangast undir aðgerð til að geta keppt í kvennaflokki á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum. Olympic champion Caster Semenya won an appeal against track and field's rules when a human rights court ruled she had been discriminated against by regulations that force female athletes to artificially reduce high testosterone levels in order to compete. https://t.co/aIxIYZjB54— The Associated Press (@AP) July 11, 2023 Samkvæmt Mannréttindadómstólnum tók CAS ekki nægilega til greina mikilvæga þætti eins og aukaverkanir af völdum lyfjagjafar, erfiðleika íþróttakvenna að fylgja reglunum og skort á sönnunargögnum að hærra magn testósteróns gæfi íþróttakonunum í raun forskot. Þá segir dómstóllinn enn fremur að áfrýjun Semenya fyrir hæstarétti Sviss hefði átt að þýða að reglurnar hefðu verið endurskoðaðar í þaula sem ekki var gert. Samkvæmt dómnum fær Semenya 60.000 evrur í bætur frá svissneska ríkinu vegna kostnaðar við málsóknina.
Frjálsar íþróttir Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira