Fox enn í vanda vegna samsæriskenninga Carlson Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. júlí 2023 07:57 Carlson var látinn fara frá Fox í apríl. AP/Richard Drew Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum. Samsæriskenningin gengur út á að maður að nafni Ray Epps, sem tók þátt í árásinni á þinghúsið í Washington en fór ekki inn í bygginguna, sé í raun útsendari innan stjórnkerfisins sem hafi hvatt fólk til óeirða til að koma óorði á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Vitað er að Epps, sem hefur sjálfur sagst vera stuðningsmaður Trump, tók þátt í mótmælum í aðdraganda innrásarinnar í þinghúsið og hvatti fólk til að ganga með sér að þinghúsinu. Síðar sést hann hins vegar á myndskeiðum hvetja til friðar þegar ástandið var að fara úr böndunum. Epps hefur ekki verið ákærður í tengslum við árásina en yfirvöld segja það aðallega vegna þess að áherslan hefur hingað til verið á þá einstalinga sem fóru inn í þinghúsið og/eða frömdu ofbeldisverk. Rannsókn málsins stendur enn yfir og ekki útilokað að hann verði ákærður síðar. Carlson gerði hins vegar mikið úr þessu í þætti sínum á Fox og sagði að það að Epps hefði ekki verið ákærður þýddi aðeins eitt; að hann væri útsendari innan stjórnkerfisins. Carlson endurtók nafn Epps í nærri 20 þáttum og Epps og eiginkona hans neyddust í kjölfarið til að selja fyrirtækið sitt og flýja heimili sitt í Arizona vegna hótana frá áhorfendum sjónvarpsmannsins. Þau eru nú í felum. Lögmenn Epps segja að þeir hafi sett sig í samband við Fox í mars síðastliðnum og óskað eftir formlegri og opinberri afsökunarbeiðni. Þar sem ekki hafi verið orðið við því hyggist þeir nú höfða mál á hendur fjölmiðlinum. Hvorki Fox né Epps vildu tjá sig um málið við New York Times þegar eftir því var leitað. Þá neitaði Carlson að tjá sig. Hann hefur hins vegar haldið áfram, í nýju hlaðvarpi sínu, að fullyrða að meðal mótmælenda við þinghúsið hafi verið fjöldi útsendara stjórnvalda. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Fjölmiðlar Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Samsæriskenningin gengur út á að maður að nafni Ray Epps, sem tók þátt í árásinni á þinghúsið í Washington en fór ekki inn í bygginguna, sé í raun útsendari innan stjórnkerfisins sem hafi hvatt fólk til óeirða til að koma óorði á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Vitað er að Epps, sem hefur sjálfur sagst vera stuðningsmaður Trump, tók þátt í mótmælum í aðdraganda innrásarinnar í þinghúsið og hvatti fólk til að ganga með sér að þinghúsinu. Síðar sést hann hins vegar á myndskeiðum hvetja til friðar þegar ástandið var að fara úr böndunum. Epps hefur ekki verið ákærður í tengslum við árásina en yfirvöld segja það aðallega vegna þess að áherslan hefur hingað til verið á þá einstalinga sem fóru inn í þinghúsið og/eða frömdu ofbeldisverk. Rannsókn málsins stendur enn yfir og ekki útilokað að hann verði ákærður síðar. Carlson gerði hins vegar mikið úr þessu í þætti sínum á Fox og sagði að það að Epps hefði ekki verið ákærður þýddi aðeins eitt; að hann væri útsendari innan stjórnkerfisins. Carlson endurtók nafn Epps í nærri 20 þáttum og Epps og eiginkona hans neyddust í kjölfarið til að selja fyrirtækið sitt og flýja heimili sitt í Arizona vegna hótana frá áhorfendum sjónvarpsmannsins. Þau eru nú í felum. Lögmenn Epps segja að þeir hafi sett sig í samband við Fox í mars síðastliðnum og óskað eftir formlegri og opinberri afsökunarbeiðni. Þar sem ekki hafi verið orðið við því hyggist þeir nú höfða mál á hendur fjölmiðlinum. Hvorki Fox né Epps vildu tjá sig um málið við New York Times þegar eftir því var leitað. Þá neitaði Carlson að tjá sig. Hann hefur hins vegar haldið áfram, í nýju hlaðvarpi sínu, að fullyrða að meðal mótmælenda við þinghúsið hafi verið fjöldi útsendara stjórnvalda.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Fjölmiðlar Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira