Gos hafið á Reykjanesi: „Mikil hætta á að fólk verði fyrir gaseitrun“ Oddur Ævar Gunnarsson, Vésteinn Örn Pétursson, Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 10. júlí 2023 16:48 Ljósmyndari Vísis, Vilhelm Gunnarsson, náði myndum af gosinu fyrr í dag. Vísir/Vilhelm Eldgos er hafið við fjallið Litla-Hrút á Reykjanesi, skammt frá Meradölum þar sem hraun kom upp á síðasta ári. Mikinn reyk og gas leggur nú upp af Reykjanesi og er talið að sprungan sé um 1.500 metrar að lengd. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar mun fylgjast vel með þróun mála og má sjá allt það nýjasta í vaktinni. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað vegna eldgossins. Fólk er beðið um að fara ekki nærri gosupptökum og fara varlega á svæðinu í kring sökum gasmengunar. Eldsumbrotin koma í kjölfar sex daga jarðskjálftahrinu sem hófst 4. júlí síðastliðinn og er staðsetning hraunsins í samræmi við fyrri spár jarðvísindamanna. Virðist vera öflugra Litlar upplýsingar liggja fyrir um nýja eldgosið að svo stöddu en Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að það virtist vera heldur öflugra en þau sem sáust á svipuðum slóðum árin 2021 og 2022. Hraun rennur nú til suðurs þar sem talið er ólíklegt að það muni ógna mannvirkjum. Eiga vísindamenn von á því að hraunið nái síðar í Meradali þar sem gaus í um átján daga í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð. Hér að neðan má sjá vakt Vísis vegna eldgossins. Lesendur gætu þurft að endurhlaða síðuna til að sjá vaktina.
Hættustig almannavarna hefur verið virkjað vegna eldgossins. Fólk er beðið um að fara ekki nærri gosupptökum og fara varlega á svæðinu í kring sökum gasmengunar. Eldsumbrotin koma í kjölfar sex daga jarðskjálftahrinu sem hófst 4. júlí síðastliðinn og er staðsetning hraunsins í samræmi við fyrri spár jarðvísindamanna. Virðist vera öflugra Litlar upplýsingar liggja fyrir um nýja eldgosið að svo stöddu en Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að það virtist vera heldur öflugra en þau sem sáust á svipuðum slóðum árin 2021 og 2022. Hraun rennur nú til suðurs þar sem talið er ólíklegt að það muni ógna mannvirkjum. Eiga vísindamenn von á því að hraunið nái síðar í Meradali þar sem gaus í um átján daga í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð. Hér að neðan má sjá vakt Vísis vegna eldgossins. Lesendur gætu þurft að endurhlaða síðuna til að sjá vaktina.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Beðið eftir eldgosi: Allar vefmyndavélarnar á einum stað Eldgos hófst við Litla-Hrút síðdegis mánudaginn 10. júlí eftir tæplega viku langa skjálftahrinu. 10. júlí 2023 15:47 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Sjá meira
Beðið eftir eldgosi: Allar vefmyndavélarnar á einum stað Eldgos hófst við Litla-Hrút síðdegis mánudaginn 10. júlí eftir tæplega viku langa skjálftahrinu. 10. júlí 2023 15:47