„Ljóðrænt“ að Bergþór og Þórhildur Sunna séu sammála Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. júlí 2023 13:10 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það ljóðrænt að þingmennirnir Bergþór Ólason og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir séu sammála um að kalla þing saman vegna stórra mála. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman vegna birtingar Lindarhvolsskýrslunnar, Íslandsbankamálsins og frestunar hvalveiða. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins neitun stjórnarflokkanna, um að kalla saman þing, til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. Þórhildur Sunna sagði nauðsynlegt að þing verði kallað saman til þess að nefndir þingsins geti farið almennilega í sauma á Lindarhvoldsmálinu. Bjarni Benediktsson hefur nú brugðist við þessu viðtali með færslu á Facebook. „Það er fallegt, næstum ljóðrænt, að sjá hvernig það gerist stundum að fólk sem maður hélt að væri ekki sammála um neitt getur skyndilega orðið alveg samhljóma og nánast eins og einn maður, sama hversu vitlaust málið er,“ skrifar Bjarni og heldur áfram: „Svona geta stjórnmálin verið uppbyggileg og sameinandi. Njótið blíðunnar.“ Við færslu sína birtir hann, ásamt skjáskoti af fyrrnefndri frétt, skjáskot af vef Alþingis þar sem Þórhildur Sunna stillti sér upp við hlið Bergþórs í ræðupúlti með „Fokk ofbeldi“ húfu UN Women. Gerði hún það í mótælaskyni í kjölfar Klaustursmálsins svokallaða þar sem nokkrir þingmenn, þar á meðal Bergþór, voru staðnir að því að tala ósæmilega um samstarfskonur á þingi og fatlað fólk, svo eitthvað sé nefnt. Uppfært kl 14:45: Bergþór hefur nú svarað færslu Bjarna þar sem hann segir að það sé skiljanlega „ákveðin brekka að vera formaður Sjálfstæðisflokksins,“ þessa dagana. „Stórkostleg innanmein Íslandsbanka komin upp á yfirborðið sem veldur því að sala ríkisins á eftirstæðum eignarhluta í Íslandsbanka situr stopp í huga Vinstri grænna, samstarfsflokks hans í ríkisstjórn,“ skrifar Bergþór á Facebook síðu sinni og heldur áfram: „Lögbrot matvælaráðherra við töku ákvörðunar um bann við veiðum á langreyðum við Ísland – þar sem hún gekk þvert gegn samkomulagi við hann sjálfan sem gert var við upphaf ríkisstjórnarinnar og braut reyndar líka stjórnarskrá Íslands í leiðinni. Og loks Lindarhvolsmálið, þar sem allt kapp var lagt í að leyna greinargerð setts ríkisendurskoðanda sem birt var nú fyrir helgi og sýnir misbresti á því ferli öllu saman. Fylgið hrynur og ríkisstjórnarsamstarfið bindur hendur hans og fætur þegar kemur að öllum stefnumálum flokksins, öllum.“ „Þá er kannski best að þyrla upp ryki og hlæja með vinum sínum. Við hin höldum hins vegar áfram að berjast fyrir hag þessarar þjóðar – samhent stjórnarandstaða – þegar kemur að mikilvægi þess að löggjafinn komi saman til að ræða þessi þrjú mál. Til þess er Alþingi,“ skrifar Bergþór að lokum. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Starfsemi Lindarhvols Salan á Íslandsbanka Hvalveiðar Tengdar fréttir „Það þýðir bara að ríkisstjórnin er sprungin“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman. Þingflokksformaður Miðflokksins segir neitun stjórnarflokkanna þess efnis til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. 10. júlí 2023 11:00 Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Fleiri fréttir Reyna að ráða niðurlögum sinuelds við Apavatn Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman vegna birtingar Lindarhvolsskýrslunnar, Íslandsbankamálsins og frestunar hvalveiða. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins neitun stjórnarflokkanna, um að kalla saman þing, til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. Þórhildur Sunna sagði nauðsynlegt að þing verði kallað saman til þess að nefndir þingsins geti farið almennilega í sauma á Lindarhvoldsmálinu. Bjarni Benediktsson hefur nú brugðist við þessu viðtali með færslu á Facebook. „Það er fallegt, næstum ljóðrænt, að sjá hvernig það gerist stundum að fólk sem maður hélt að væri ekki sammála um neitt getur skyndilega orðið alveg samhljóma og nánast eins og einn maður, sama hversu vitlaust málið er,“ skrifar Bjarni og heldur áfram: „Svona geta stjórnmálin verið uppbyggileg og sameinandi. Njótið blíðunnar.“ Við færslu sína birtir hann, ásamt skjáskoti af fyrrnefndri frétt, skjáskot af vef Alþingis þar sem Þórhildur Sunna stillti sér upp við hlið Bergþórs í ræðupúlti með „Fokk ofbeldi“ húfu UN Women. Gerði hún það í mótælaskyni í kjölfar Klaustursmálsins svokallaða þar sem nokkrir þingmenn, þar á meðal Bergþór, voru staðnir að því að tala ósæmilega um samstarfskonur á þingi og fatlað fólk, svo eitthvað sé nefnt. Uppfært kl 14:45: Bergþór hefur nú svarað færslu Bjarna þar sem hann segir að það sé skiljanlega „ákveðin brekka að vera formaður Sjálfstæðisflokksins,“ þessa dagana. „Stórkostleg innanmein Íslandsbanka komin upp á yfirborðið sem veldur því að sala ríkisins á eftirstæðum eignarhluta í Íslandsbanka situr stopp í huga Vinstri grænna, samstarfsflokks hans í ríkisstjórn,“ skrifar Bergþór á Facebook síðu sinni og heldur áfram: „Lögbrot matvælaráðherra við töku ákvörðunar um bann við veiðum á langreyðum við Ísland – þar sem hún gekk þvert gegn samkomulagi við hann sjálfan sem gert var við upphaf ríkisstjórnarinnar og braut reyndar líka stjórnarskrá Íslands í leiðinni. Og loks Lindarhvolsmálið, þar sem allt kapp var lagt í að leyna greinargerð setts ríkisendurskoðanda sem birt var nú fyrir helgi og sýnir misbresti á því ferli öllu saman. Fylgið hrynur og ríkisstjórnarsamstarfið bindur hendur hans og fætur þegar kemur að öllum stefnumálum flokksins, öllum.“ „Þá er kannski best að þyrla upp ryki og hlæja með vinum sínum. Við hin höldum hins vegar áfram að berjast fyrir hag þessarar þjóðar – samhent stjórnarandstaða – þegar kemur að mikilvægi þess að löggjafinn komi saman til að ræða þessi þrjú mál. Til þess er Alþingi,“ skrifar Bergþór að lokum.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Starfsemi Lindarhvols Salan á Íslandsbanka Hvalveiðar Tengdar fréttir „Það þýðir bara að ríkisstjórnin er sprungin“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman. Þingflokksformaður Miðflokksins segir neitun stjórnarflokkanna þess efnis til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. 10. júlí 2023 11:00 Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Fleiri fréttir Reyna að ráða niðurlögum sinuelds við Apavatn Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira
„Það þýðir bara að ríkisstjórnin er sprungin“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman. Þingflokksformaður Miðflokksins segir neitun stjórnarflokkanna þess efnis til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. 10. júlí 2023 11:00
Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18