Hringdi 237 sinnum á Neyðarlínu og hafnað um miskabætur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. júlí 2023 10:57 Frá höfuðstöðvum Neyðarlínunnar. vísir/vilhelm Íslenska ríkið hefur verið sýknað af miskabótakröfu manns sem var handtekinn eftir að hafa hringt 237 sinnum að ástæðulausu í neyðarlínu. Hann var sjálfur talinn hafa valdið aðgerðum lögreglu. Að kvöldi 23. desember 2020 hringdi maðurinn, sem er erlendur ríkisborgari, 237 sinnum á sólarhring í símanúmer Neyðarlínunnar 112, án þess að um neyðartilvik eða erindi við viðbragðsaðila væri að ræða. Lögregla hringdi í manninn í þeim tilgangi að fá hann til að láta af hringingunum, en án árangurs. Svo fór að maðurinn var handtekinn aðfararnótt aðfangadags og fluttur á lögreglustöð. Maðurinn kaus að tjá sig ekki í skýrslutöku um erindi sitt við Neyðarlínuna og í maí 2021 var rannsókn lögreglustjóra á málinu hætt. Í ágúst sama ár krafðist maðurinn miskabóta úr hendi ríkisins vegna aðgerða lögreglu í málinu. Ríkislögreglustjóri hafnaði greiðslu miskabóta og taldi að maðurinn hafi sjálfur orðið valdur að aðgerðum lögreglu gegn honum. Fyrirsjáanleg afleiðing Í miskabótamálinu byggði maðurinn á því að hann hafi verið borinn sökum í sakamáli vegna máls sem var fellt niður. Hann ætti því rétt til óskertra bóta úr hendi ríkisins og krafðist einnar milljónar króna. Hann hafi hvorki brotið gegn fjarskiptalögum né öðrum lögum. Ríkið byggði á því að maðurinn hafi valdið þeim aðgerðum sem lögregla réðist í umrætt kvöld með því að hringja 237 sinnum að óþörfu í Neyðarlínu. Hann hafi valdið verulegri truflun á starfsemi Neyðarlínu og ekki upplýst hvert erindi hans væri. Handtakan hafi verið nauðsynleg í þágu allsherjarreglu. Grunur væri uppi um að maðurinn hafi gerst brotlegur gegn fjarskipta- og hegningarlögum með háttsemi sinni. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var talið að háttsemi mannins hafi gefið fullt tilefni til að handtaka manninn, til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot. Maðurinn hafi sjálfur valdið þeim aðgerðum sem hann reisti bótakröfu sína á og væri háttsemi hans orsök og fyrirsjáanleg afleiðing af háttsemi hans. Ríkið var því sýknað af kröfum mannsins. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Að kvöldi 23. desember 2020 hringdi maðurinn, sem er erlendur ríkisborgari, 237 sinnum á sólarhring í símanúmer Neyðarlínunnar 112, án þess að um neyðartilvik eða erindi við viðbragðsaðila væri að ræða. Lögregla hringdi í manninn í þeim tilgangi að fá hann til að láta af hringingunum, en án árangurs. Svo fór að maðurinn var handtekinn aðfararnótt aðfangadags og fluttur á lögreglustöð. Maðurinn kaus að tjá sig ekki í skýrslutöku um erindi sitt við Neyðarlínuna og í maí 2021 var rannsókn lögreglustjóra á málinu hætt. Í ágúst sama ár krafðist maðurinn miskabóta úr hendi ríkisins vegna aðgerða lögreglu í málinu. Ríkislögreglustjóri hafnaði greiðslu miskabóta og taldi að maðurinn hafi sjálfur orðið valdur að aðgerðum lögreglu gegn honum. Fyrirsjáanleg afleiðing Í miskabótamálinu byggði maðurinn á því að hann hafi verið borinn sökum í sakamáli vegna máls sem var fellt niður. Hann ætti því rétt til óskertra bóta úr hendi ríkisins og krafðist einnar milljónar króna. Hann hafi hvorki brotið gegn fjarskiptalögum né öðrum lögum. Ríkið byggði á því að maðurinn hafi valdið þeim aðgerðum sem lögregla réðist í umrætt kvöld með því að hringja 237 sinnum að óþörfu í Neyðarlínu. Hann hafi valdið verulegri truflun á starfsemi Neyðarlínu og ekki upplýst hvert erindi hans væri. Handtakan hafi verið nauðsynleg í þágu allsherjarreglu. Grunur væri uppi um að maðurinn hafi gerst brotlegur gegn fjarskipta- og hegningarlögum með háttsemi sinni. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var talið að háttsemi mannins hafi gefið fullt tilefni til að handtaka manninn, til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot. Maðurinn hafi sjálfur valdið þeim aðgerðum sem hann reisti bótakröfu sína á og væri háttsemi hans orsök og fyrirsjáanleg afleiðing af háttsemi hans. Ríkið var því sýknað af kröfum mannsins.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira