Þriðjungur laxa í Breiðdalsá blandaður eldislaxi Árni Sæberg skrifar 10. júlí 2023 10:51 Töluverður fjöldi laxaseiða reyndist blandaður norskum eldislaxi. Hafrannsóknastofnun Niðurstöður rannsóknar Hafrannsóknastofnunar benda til þess að villtur íslenskur lax og eldislax af norskum uppruna hafi blandast saman í nokkrum mæli. Eldri erfðablöndun greindist til að mynda í 32 prósent seiða í Breiðdalsá. Hafrannsóknastofnun gaf á dögunum út rannsóknarskýrslu um erfðablöndun íslensks lax (Salmo salar) og eldislax af norskum uppruna. Í skýrslunni er greint frá erfðarannsóknum á sýnum af laxi úr 89 ám hringinn í kringum landið. Lögð var áhersla á ár í nálægð við sjókvíaeldissvæði. Fjöldi sýna var alls 6.348 laxaseiði, að því er segir í tilkynningu á vef Hafró. Um tvö prósent laxa blendingar Í rannsókninni greindust 133 fyrstu kynslóðar blendingar, afkvæmi eldislaxa og villtra laxa, í sautján ám. Það gerir 2,1 prósent sýna, innan 18 prósent áa. Eldri blöndun, önnur kynslóð eða eldri, greindist í 141 seiðum í 26 ám, 2,2 prósent sýna, innan 29 prósent áa. Í tilkynningu segir að fyrstu kynslóðar blendingar hafi verið algengari á Vestfjörðum en Austfjörðum, sem sé í samræmi við að eldið á Austfjörðum hófst síðar og hefur verið umfangsminna. Eldri erfðablöndun hafi verið tíðari á Austfjörðum en Vestfjörðum og tengist líklegast eldinu sem þar var starfrækt í byrjun þessarar aldar. Eldri erfðablöndun hafi verið mest áberandi í Breiðdalsá og greindist í 32 prósent seiðanna. Frekari rannsókna þörf Þá segir að erfðablöndun hafi yfirleitt greinst í minna en fimmtíu kílómetra fjarlægð frá eldissvæðum en nokkrir blendingar hafi fundist í allt að 250 kílómetra fjarlægð. „Þessi viðamikla rannsókn staðfestir mikilvægi frekari rannsókna. Við þurfum að skoða kynslóðaskiptingu blendinganna ásamt umfangi þeirra og orsökum dreifinga eldri blöndunar,“ er haft eftir Guðna Guðbergssyni, sviðsstjóra ferskvatns- og eldissvið Hafrannsóknarstofnunar, í tilkynningu. Fiskeldi Lax Sjókvíaeldi Stangveiði Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hafrannsóknastofnun gaf á dögunum út rannsóknarskýrslu um erfðablöndun íslensks lax (Salmo salar) og eldislax af norskum uppruna. Í skýrslunni er greint frá erfðarannsóknum á sýnum af laxi úr 89 ám hringinn í kringum landið. Lögð var áhersla á ár í nálægð við sjókvíaeldissvæði. Fjöldi sýna var alls 6.348 laxaseiði, að því er segir í tilkynningu á vef Hafró. Um tvö prósent laxa blendingar Í rannsókninni greindust 133 fyrstu kynslóðar blendingar, afkvæmi eldislaxa og villtra laxa, í sautján ám. Það gerir 2,1 prósent sýna, innan 18 prósent áa. Eldri blöndun, önnur kynslóð eða eldri, greindist í 141 seiðum í 26 ám, 2,2 prósent sýna, innan 29 prósent áa. Í tilkynningu segir að fyrstu kynslóðar blendingar hafi verið algengari á Vestfjörðum en Austfjörðum, sem sé í samræmi við að eldið á Austfjörðum hófst síðar og hefur verið umfangsminna. Eldri erfðablöndun hafi verið tíðari á Austfjörðum en Vestfjörðum og tengist líklegast eldinu sem þar var starfrækt í byrjun þessarar aldar. Eldri erfðablöndun hafi verið mest áberandi í Breiðdalsá og greindist í 32 prósent seiðanna. Frekari rannsókna þörf Þá segir að erfðablöndun hafi yfirleitt greinst í minna en fimmtíu kílómetra fjarlægð frá eldissvæðum en nokkrir blendingar hafi fundist í allt að 250 kílómetra fjarlægð. „Þessi viðamikla rannsókn staðfestir mikilvægi frekari rannsókna. Við þurfum að skoða kynslóðaskiptingu blendinganna ásamt umfangi þeirra og orsökum dreifinga eldri blöndunar,“ er haft eftir Guðna Guðbergssyni, sviðsstjóra ferskvatns- og eldissvið Hafrannsóknarstofnunar, í tilkynningu.
Fiskeldi Lax Sjókvíaeldi Stangveiði Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira