Neuer varði kvöldinu á Hvolsvelli Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. júlí 2023 22:27 Manuel Neuer heilsaði upp á starfsfólkið og fékk mynd af sér með þeim inni í eldhúsi. Aðsent Þýska knattspyrnugoðsögnin Manuel Neuer borðaði kvöldmat á veitingastaðnum Hygge í Fljótshlíðinni í gær. Hann fékk sér lax, salat, spænskar kartöflur og kaloríusnauðan Gull Light og var í heila þrjá tíma á staðnum. Vísir ræddi við Jorge Muñoz, kólumbískan eiganda Hygge, um þennan óvænta þýska gest. Hann segir markmanninn hafa verið ótrúlega vinalegan og kurteis. Þá kom Jorge mest á óvart að markmaðurinn sem væri gjarnan talinn með þeim bestu í sögunni gæti verið svona venjulegur í fasi Myndarlegur hávaxinn maður í lopapeysu Jorge sagðist hafa fengið nafnlausa borðapöntun fyrir þrjá í gærkvöldi. Þegar gestirnir mættu kom í ljós að einn þeirra var Manuel Neuer. Sjálfur þekkti hann Neuer þó ekki í fyrstu enda væri hann ekki gríðarlegur fótboltaáhugamaður. Hinn íslenski Marri Rafn fékk mynd af sér með markmanninum.Skjáskot/Instagram Þegar markmaðurinn kom í dyrnar hafi hann hins vegar séð að þetta væri ekki alveg venjulegur gaur. „Ég sé að hann er 1,93 að stærð, mjög myndarlegur og í lopapeysu.“ Aftur á móti hafi einn þjónninn séð um leið hver þetta væri og sagt við hina „Voruði búin að sjá hver þetta er?“ „Hann fékk sér Gull Light, hann bað um bjór án kaloría. Síðan pantaði hann hygge-salat og „patatas bravas“. Í aðalrétt fékk hann sér síðan nýveiddan grillaðan lax,“ sagði Jorge aðspurður um það sem Neuer fékk sér. Hygge er staðsettur á Hellishólum í Fljótshlíðinni og leggur að sögn Jorge mikið upp úr því að nota afurðir úr nærumhverfinu í fusion-eldamennsku úr uppskriftum sem koma frá öllum heimshornum. Neuer fékk sér íslenskan nýveiddan lax í aðalrétt enda er fiskur hollur og góður.Aðsent Stöðugar augngotur frá þrjátíu manna þýskum hópi Á einum tímapunkti komu tveir ungir íslenskir menn, sem höfðu verið að spila golf á golfvellinum við staðinn, inn í salinn og fóru til Neuer að spjalla við hann. Jorge segir Neuer hafa talað smá spænsku við starfsfólkið. Hann hefur kannski lært hana af spænskum liðsfélögum sínum.Aðsent Þá varð öllum í matsalnum ljóst að það væri einhver þekktur á meðal þeirra. Neuer fékk stöðugar augngotur frá þrjátíu manna hópi Þjóðverja en þeir þorðu hins vegar ekki að ræða við hann. Þá vildi Neuer sjálfur ekki vekja mikla athygli á sér, sérstaklega vegna stóra þýska hópsins. Þess vegna vildi hann frekar láta taka mynd af sér með starfsfólki veitingastaðarins inni í eldhúsinu. „Hann kom síðan í eldhúsið að segja hæ við kokkana. Hann hrósaði þeim og þakkaði fyrir matinn,“ sagði Jorge. Eftir að hann kom aftur út úr eldhúsinu hafi Þjóðverjarnir hins vegar beðið eftir honum til að biðja um myndir. Hann hafi orðið við öllum þeim beiðnum. Markmaðurinn var heila þrjá tíma á staðnum. Eftir að hann var búinn að borða segir Jorge að hópur hans hafi verið áfram á staðnum í um korter að skoða landakort af Íslandi til að ákveða hvert skyldi halda næst á ferðalaginu. Rangárþing eystra Matur Þýski boltinn Fótbolti Íslandsvinir Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Vísir ræddi við Jorge Muñoz, kólumbískan eiganda Hygge, um þennan óvænta þýska gest. Hann segir markmanninn hafa verið ótrúlega vinalegan og kurteis. Þá kom Jorge mest á óvart að markmaðurinn sem væri gjarnan talinn með þeim bestu í sögunni gæti verið svona venjulegur í fasi Myndarlegur hávaxinn maður í lopapeysu Jorge sagðist hafa fengið nafnlausa borðapöntun fyrir þrjá í gærkvöldi. Þegar gestirnir mættu kom í ljós að einn þeirra var Manuel Neuer. Sjálfur þekkti hann Neuer þó ekki í fyrstu enda væri hann ekki gríðarlegur fótboltaáhugamaður. Hinn íslenski Marri Rafn fékk mynd af sér með markmanninum.Skjáskot/Instagram Þegar markmaðurinn kom í dyrnar hafi hann hins vegar séð að þetta væri ekki alveg venjulegur gaur. „Ég sé að hann er 1,93 að stærð, mjög myndarlegur og í lopapeysu.“ Aftur á móti hafi einn þjónninn séð um leið hver þetta væri og sagt við hina „Voruði búin að sjá hver þetta er?“ „Hann fékk sér Gull Light, hann bað um bjór án kaloría. Síðan pantaði hann hygge-salat og „patatas bravas“. Í aðalrétt fékk hann sér síðan nýveiddan grillaðan lax,“ sagði Jorge aðspurður um það sem Neuer fékk sér. Hygge er staðsettur á Hellishólum í Fljótshlíðinni og leggur að sögn Jorge mikið upp úr því að nota afurðir úr nærumhverfinu í fusion-eldamennsku úr uppskriftum sem koma frá öllum heimshornum. Neuer fékk sér íslenskan nýveiddan lax í aðalrétt enda er fiskur hollur og góður.Aðsent Stöðugar augngotur frá þrjátíu manna þýskum hópi Á einum tímapunkti komu tveir ungir íslenskir menn, sem höfðu verið að spila golf á golfvellinum við staðinn, inn í salinn og fóru til Neuer að spjalla við hann. Jorge segir Neuer hafa talað smá spænsku við starfsfólkið. Hann hefur kannski lært hana af spænskum liðsfélögum sínum.Aðsent Þá varð öllum í matsalnum ljóst að það væri einhver þekktur á meðal þeirra. Neuer fékk stöðugar augngotur frá þrjátíu manna hópi Þjóðverja en þeir þorðu hins vegar ekki að ræða við hann. Þá vildi Neuer sjálfur ekki vekja mikla athygli á sér, sérstaklega vegna stóra þýska hópsins. Þess vegna vildi hann frekar láta taka mynd af sér með starfsfólki veitingastaðarins inni í eldhúsinu. „Hann kom síðan í eldhúsið að segja hæ við kokkana. Hann hrósaði þeim og þakkaði fyrir matinn,“ sagði Jorge. Eftir að hann kom aftur út úr eldhúsinu hafi Þjóðverjarnir hins vegar beðið eftir honum til að biðja um myndir. Hann hafi orðið við öllum þeim beiðnum. Markmaðurinn var heila þrjá tíma á staðnum. Eftir að hann var búinn að borða segir Jorge að hópur hans hafi verið áfram á staðnum í um korter að skoða landakort af Íslandi til að ákveða hvert skyldi halda næst á ferðalaginu.
Rangárþing eystra Matur Þýski boltinn Fótbolti Íslandsvinir Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira