Stelpurnar okkar gætu lent í riðli með Grænlandi á HM í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2023 11:00 Sandra Erlingsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu bíða örugglega spenntar eftir niðurstöðunnni í dag. Vísir/Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í handbolta kemst að því í dag hvaða liðum stelpurnar okkar munu mæta á heimsmeistaramótinu í desember. Ísland fékk óvænt þátttökurétt í mótinu á dögunum sem annað af tveimur boðsliðum IHF en keppnin fer að þessu fram á Norðurlöndunum eða í Danmörku, Í Svíþjóð og í Noregi. Riðill íslensku stelpnanna mun innihalda þrjú önnur lið og hann gæti verið spilaður í öllum þessum þremur löndum. IHF tilkynnti í morgun hvaða tvö lið fengju boðssæti á HM 2023 sem spilað verður í Noregi, Svíþjóð og Danmörk í desember. Stelpurnar okkar fengu úthlutað sæti á HM ásamt Austurríki og eru þær því á leið á sitt fyrsta stórmót síðan 2012.https://t.co/8QFHS0FEw7— HSÍ (@HSI_Iceland) July 3, 2023 Mestar líkur eru á að Ísland spili í Danmörku því fjórir af átta riðlum verða spilaðir þar. Tveir fara síðan fram í Svíþjóð og tveir í Noregi. Íslenska liðið er í fjórða og síðasta styrkleikaflokki þegar dregið verður í dag og því þegar ljóst að landslið Kongó, Senegal, Paragvæ, Íran, Kasakstans, Síle og Austurríki verða ekki í riðli Íslands. Ísland fær hins vegar eitt lið úr hverjum af hinum styrkleikaflokkunum þremur og þar geta stelpurnar okkar bæði verið mjög heppnar og mjög óheppnar. The pots are set for the 2023 IHF Women's World Championship draw on Thursday 6 July Austria and Iceland are awarded the Wild Cards and join an incredible line-up that #aimtoexcite Read more https://t.co/IuliS2Au4b#DENNORSWE2023 pic.twitter.com/O8sfT5YUm4— International Handball Federation (@ihf_info) July 3, 2023 Íslenska liðið gæti þannig fengið nýliða Grænlands úr þriðja styrkleikaflokki en líka Afríkuþjóðirnar Kamerún og Angóla eða Asíuþjóðirnar Japan og Kína. Evrópuþjóðirnar Serbía og Úkraína eru einnig í þriðja styrkleikaflokknum ásamt Argentínu. Íslensku stelpurnar munu síðan alltaf lenda í riðli með mjög öflugum liðum úr efstu tveimur styrkleikaflokkunum en það er munur á því að lenda í riðli með Noregi og Spáni eða í riðli með Þýskalandi og Tékklandi. Leikstaðirnir í boði í riðlakeppninni eru Herning og Frederikshavn í Danmörku, Stavanger í Noregi og Gautaborg og Helsingborg í Svíþjóð. Hér fyrir neðan má sjá styrkleikariðlana. Drátturinn hefst klukkan 13.30 að íslenskum tíma. IHF Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Handbolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Ísland fékk óvænt þátttökurétt í mótinu á dögunum sem annað af tveimur boðsliðum IHF en keppnin fer að þessu fram á Norðurlöndunum eða í Danmörku, Í Svíþjóð og í Noregi. Riðill íslensku stelpnanna mun innihalda þrjú önnur lið og hann gæti verið spilaður í öllum þessum þremur löndum. IHF tilkynnti í morgun hvaða tvö lið fengju boðssæti á HM 2023 sem spilað verður í Noregi, Svíþjóð og Danmörk í desember. Stelpurnar okkar fengu úthlutað sæti á HM ásamt Austurríki og eru þær því á leið á sitt fyrsta stórmót síðan 2012.https://t.co/8QFHS0FEw7— HSÍ (@HSI_Iceland) July 3, 2023 Mestar líkur eru á að Ísland spili í Danmörku því fjórir af átta riðlum verða spilaðir þar. Tveir fara síðan fram í Svíþjóð og tveir í Noregi. Íslenska liðið er í fjórða og síðasta styrkleikaflokki þegar dregið verður í dag og því þegar ljóst að landslið Kongó, Senegal, Paragvæ, Íran, Kasakstans, Síle og Austurríki verða ekki í riðli Íslands. Ísland fær hins vegar eitt lið úr hverjum af hinum styrkleikaflokkunum þremur og þar geta stelpurnar okkar bæði verið mjög heppnar og mjög óheppnar. The pots are set for the 2023 IHF Women's World Championship draw on Thursday 6 July Austria and Iceland are awarded the Wild Cards and join an incredible line-up that #aimtoexcite Read more https://t.co/IuliS2Au4b#DENNORSWE2023 pic.twitter.com/O8sfT5YUm4— International Handball Federation (@ihf_info) July 3, 2023 Íslenska liðið gæti þannig fengið nýliða Grænlands úr þriðja styrkleikaflokki en líka Afríkuþjóðirnar Kamerún og Angóla eða Asíuþjóðirnar Japan og Kína. Evrópuþjóðirnar Serbía og Úkraína eru einnig í þriðja styrkleikaflokknum ásamt Argentínu. Íslensku stelpurnar munu síðan alltaf lenda í riðli með mjög öflugum liðum úr efstu tveimur styrkleikaflokkunum en það er munur á því að lenda í riðli með Noregi og Spáni eða í riðli með Þýskalandi og Tékklandi. Leikstaðirnir í boði í riðlakeppninni eru Herning og Frederikshavn í Danmörku, Stavanger í Noregi og Gautaborg og Helsingborg í Svíþjóð. Hér fyrir neðan má sjá styrkleikariðlana. Drátturinn hefst klukkan 13.30 að íslenskum tíma. IHF
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Handbolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira