Saka hver annan um að ætla sér að ráðast á kjarnorkuverið Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2023 15:18 Zaporizhzhia-kjarnorkuverið er það stærsta í Evrópu. Það er á valdi Rússa. AP/Libkos Úkraínumenn og Rússar saka hver annan um að ætla sér að ráðast á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið í suðaustanverðri Úkraínu. Hvorugir þeirra hafa þó lagt fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. Zaporizhzhia er stærsta kjarnorkuver Evrópu. Það hefur verið á valdi Rússa frá því tiltölulega snemma í innrás þeirra í Úkraínu í fyrra. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur ítrekað lýst yfir áhyggju af verinu og hættunni á meiriháttar kjarnorkuslysi þar. Úkraínsk stjórnvöld hafa varað við því að Rússar ætluðu sér að vinna skemmdarverk á verinu til þess að hefta framgang gagnsóknar þeirra undanfarnar vikur. Orðrómi um að Úkraínumenn ætluðu sér að ráðast á kjarnorkuverið var dreift á rússneskum samskiptamiðlum í gær. Dmitríj Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, hélt því fram að úkraínski herinn ætlaði sér að vinna skemmdarverk á verinu sem hefðu hörmulegar afleiðingar. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, fullyrti í gærkvöldi að Úkraínumenn hefðu njósnir af því að rússneskir hermenn hefðu komið fyrir torkennilegum hlutum á þaki kjarnorkuversins, mögulega sprengjum. Ætlun Rússa væri að sviðsetja árás og kenna Úkraínumönnum um hana. „Sprenging myndi ekki skemma ofnana en gæti skapað þá mynd að Úraínumenn hefðu skotið sprengikúlum á þá,“ sagði Selenskíj. Aldrei skyldi ráðast á kjarnorkuver Slökkt er á sex kjarnaofnum Zaporizhzhia-versins en það þarf engu að síður á rafmagni að halda til þess að halda kælikerfum sem tryggja öryggi þess gangandi. Kjarnorkuverið er talið mun öruggara en Tsjernobyl-kjarnorkuverið þar sem versta kjarnorkuslys sögunnar átti sér stað árið 1986. Ólíklegt sé að geislavirkt efni bærist víða þrátt fyrir að ráðist væri á það, að sögn AP-fréttastofunnar. Rafael Mariano Grossi, forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, segist vita af ásökunum stríðandi fylkinganna. Ítrekaði hann að ekki ætti að ráðast á kjarnorkuver undir nokkrum kringumstæðum. Viðvaranir Úkraínumanna nú þykja minna nokkuð á varnaðarorð þeirra um að Rússar kynnu að sprengja upp stíflu til þess að stöðva gagnsókn þeirra. Tugir þúsunda manna þurftu svo að flýja heimili sín þegar Rússar skemmdu Kakhovka-stífluna í síðasta mánuði. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Segir Rússa hugsanlega ætla að sprengja kjarnorkuver Úkraínuforseti segir að Rússar gætu verið að undirbúa sig fyrir það að sprengja Zaporizhzhia-kjarnorkuverið, stærsta kjarnorkuver Evrópu. 2. júlí 2023 09:40 Segja Rússa ætla sér „hryðjuverk“ í kjarnorkuverinu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, varaði við því í morgun að Rússar ætluðu sér að fremja skemmdarverk á Saporisjía kjarnorkuverinu. Leyniþjónusta Úkraínu hefði komist á snoðir um að Rússar ætluðu sér að hleypa geislavirkum efnum frá kjarnorkuverinu. 22. júní 2023 14:52 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Sjá meira
Zaporizhzhia er stærsta kjarnorkuver Evrópu. Það hefur verið á valdi Rússa frá því tiltölulega snemma í innrás þeirra í Úkraínu í fyrra. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur ítrekað lýst yfir áhyggju af verinu og hættunni á meiriháttar kjarnorkuslysi þar. Úkraínsk stjórnvöld hafa varað við því að Rússar ætluðu sér að vinna skemmdarverk á verinu til þess að hefta framgang gagnsóknar þeirra undanfarnar vikur. Orðrómi um að Úkraínumenn ætluðu sér að ráðast á kjarnorkuverið var dreift á rússneskum samskiptamiðlum í gær. Dmitríj Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, hélt því fram að úkraínski herinn ætlaði sér að vinna skemmdarverk á verinu sem hefðu hörmulegar afleiðingar. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, fullyrti í gærkvöldi að Úkraínumenn hefðu njósnir af því að rússneskir hermenn hefðu komið fyrir torkennilegum hlutum á þaki kjarnorkuversins, mögulega sprengjum. Ætlun Rússa væri að sviðsetja árás og kenna Úkraínumönnum um hana. „Sprenging myndi ekki skemma ofnana en gæti skapað þá mynd að Úraínumenn hefðu skotið sprengikúlum á þá,“ sagði Selenskíj. Aldrei skyldi ráðast á kjarnorkuver Slökkt er á sex kjarnaofnum Zaporizhzhia-versins en það þarf engu að síður á rafmagni að halda til þess að halda kælikerfum sem tryggja öryggi þess gangandi. Kjarnorkuverið er talið mun öruggara en Tsjernobyl-kjarnorkuverið þar sem versta kjarnorkuslys sögunnar átti sér stað árið 1986. Ólíklegt sé að geislavirkt efni bærist víða þrátt fyrir að ráðist væri á það, að sögn AP-fréttastofunnar. Rafael Mariano Grossi, forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, segist vita af ásökunum stríðandi fylkinganna. Ítrekaði hann að ekki ætti að ráðast á kjarnorkuver undir nokkrum kringumstæðum. Viðvaranir Úkraínumanna nú þykja minna nokkuð á varnaðarorð þeirra um að Rússar kynnu að sprengja upp stíflu til þess að stöðva gagnsókn þeirra. Tugir þúsunda manna þurftu svo að flýja heimili sín þegar Rússar skemmdu Kakhovka-stífluna í síðasta mánuði.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Segir Rússa hugsanlega ætla að sprengja kjarnorkuver Úkraínuforseti segir að Rússar gætu verið að undirbúa sig fyrir það að sprengja Zaporizhzhia-kjarnorkuverið, stærsta kjarnorkuver Evrópu. 2. júlí 2023 09:40 Segja Rússa ætla sér „hryðjuverk“ í kjarnorkuverinu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, varaði við því í morgun að Rússar ætluðu sér að fremja skemmdarverk á Saporisjía kjarnorkuverinu. Leyniþjónusta Úkraínu hefði komist á snoðir um að Rússar ætluðu sér að hleypa geislavirkum efnum frá kjarnorkuverinu. 22. júní 2023 14:52 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Sjá meira
Segir Rússa hugsanlega ætla að sprengja kjarnorkuver Úkraínuforseti segir að Rússar gætu verið að undirbúa sig fyrir það að sprengja Zaporizhzhia-kjarnorkuverið, stærsta kjarnorkuver Evrópu. 2. júlí 2023 09:40
Segja Rússa ætla sér „hryðjuverk“ í kjarnorkuverinu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, varaði við því í morgun að Rússar ætluðu sér að fremja skemmdarverk á Saporisjía kjarnorkuverinu. Leyniþjónusta Úkraínu hefði komist á snoðir um að Rússar ætluðu sér að hleypa geislavirkum efnum frá kjarnorkuverinu. 22. júní 2023 14:52