Hörður kvartar undan ÍBV og vill milljónir fyrir Carlos: „Segjum svo nei og þá erum við vondi maðurinn“ Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2023 12:56 Carlos Martin Santos hefur náð sögulegum árangri sem þjálfari Harðar en liðið lék í efstu deild í vetur, í fyrsta sinn í sögunni. vísir/Diego Forráðamenn handknattleiksliðs Harðar á Ísafirði telja ÍBV og þjálfarann Carlos Martin Santos hafa brotið reglur með samskiptum sínum varðandi mögulegt brotthvarf Carlosar frá Herði til ÍBV til að gerast aðstoðarþjálfari Íslandsmeistaranna. Samskipti sem Hörður gaf þó upphaflega leyfi fyrir. Harðverjar hafa sent inn kvörtun vegna málsins til HSÍ og óskað eftir því að sambandið beiti sér af festu gegn ÍBV, og refsi félaginu. Engu að síður er ljóst að Hörður gaf ÍBV og Carlos leyfi í síðasta mánuði til þess að ræða saman. Það leyfi var svo dregið til baka eftir að í ljós kom að ÍBV vildi ekki greiða Herði fyrir þjálfarann. Kvörtun Harðar byggir á því að samskipti á milli Carlosar og ÍBV hafi þó haldið áfram. Carlos á eitt ár eftir af samningi sínum við Hörð og vildi félagið fá 3,5 milljónir króna fyrir hann, enda ljóst að erfitt og kostnaðarsamt yrði að fylla í skarð hans. Því fer fjarri að ÍBV sé reiðubúið að greiða slíka upphæð að sögn formanns handknattleiksdeildar félagsins. Vill fara frítt en er samningsbundinn Carlos kom til Ísafjarðar fyrir fjórum árum og stýrði liðinu úr 2. deild upp í sjálfa Olís-deildina, þar sem Hörður spilaði í fyrsta sinn síðastliðinn vetur. Liðið féll niður í Grill 66-deildina en árangur Carlosar hefur greinilega vakið athygli Eyjamanna og átti nýr aðalþjálfari ÍBV, Magnús Stefánsson, frumkvæði að því að kanna möguleikann á að fá Spánverjann honum til aðstoðar. „Carlos hefur tilkynnt okkur það að hann vilji fara frítt til ÍBV og við sögðumst ekki vera til í það. Hann væri samningsbundinn út næsta tímabil,“ segir Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður Harðar. „Upphaflega fékk ÍBV leyfi til að tala við Carlos. Fyrir mér var það kristaltært að ef þeir næðu saman þá fylgdi því greiðsla til okkar. Að við værum ekki að senda hann frítt héðan og sitja eftir þjálfaralaus, fimm mínútum fyrir tímabil,“ segir Vigdís Pála. Íslandsmeistarar gera eitt minnsta lið landsins þjálfaralaust korter í undirbúnings tímabil, flottir — Vigdís Pála Halldórsdóttir (@vigdispala) July 4, 2023 Garðar Sigurjónsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, segir Magnús þjálfara hafa leitað til Harðar og spurt hvort ræða mætti við Carlos. Leyfi hafi verið veitt, eins og Vigdís Pála staðfestir. „Svo allt í einu fáum við þær upplýsingar að hann kosti 3,5 milljón króna. Þá sagði ég bara ekkert mál, við skulum þá sleppa þessu,“ segir Garðar. Segir ÍBV aldrei hafa boðið samning Hann þvertekur fyrir það að Eyjamenn hafi haldið áfram að ræða við Carlos um að koma til ÍBV, eftir að Harðverjar bönnuðu það, og segir að þó að Carlos hafi komið til greina sem aðstoðarþjálfari liðsins þá hafi það mál aldrei farið langt. „Ég hef aldrei boðið honum samning, eða beðið hann um að segja upp sínum samningi, og við erum ekki að fara að bjóða honum samning. Hann hringdi í okkur og vildi fara. Við vorum búnir að fá leyfi til að tala við hann en svo breyttist það,“ segir Garðar. Carlos Martin Santos hefur verið þjálfari Harðar frá 2019 en vill fara til ÍBV.vísir/Diego „Til hvers eru þessir samningar þá?“ Vigdís Pála segir að samkvæmt upplýsingum Harðverja hafi þó viðræður haldið áfram á milli ÍBV og Carlosar, og á því byggir kvörtunin til HSÍ. „Við erum náttúrulega búin að leita til HSÍ en höfum ekkert fengið að heyra þaðan um hvað eigi að gera. Þetta kemur manni bara í opna skjöldu, að það sé hægt að bjóða þjálfara eitthvað og ætlast til þess að fá hann frítt. Þegar við segjum svo nei þá erum við vondi maðurinn. Til hvers eru þessir samningar þá? Þetta var ekki eitthvað sem við vorum neitt að pæla í – að við þyrftum að finna nýjan þjálfara. Þetta setur spurningamerki við allt starfið hjá okkur. Það er flókið að finna þjálfara svona seint. Fyrstu leikmenn áttu að vera að koma hingað eftir tíu daga á undirbúningstímabil. Svörin hjá HSÍ eru að það eigi að reyna að finna tíma til að ræða þetta einhvern tímann. Það er ekki alveg nógu gott fyrir okkur, þegar von er á leikmönnum á næstu dögum og við ekki einu sinni viss um að það verði starf hérna hjá okkur næsta vetur,“ segir Vigdís Pála. Hún segir ljóst að Carlos sé mjög ósáttur með að honum hafi ekki verði hleypt til ÍBV án greiðslu. Það komi hins vegar ekki til greina. Carlos vildi sjálfur ekki ræða við Vísi þegar eftir því var leitað í dag. Handbolti Hörður Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Harðverjar hafa sent inn kvörtun vegna málsins til HSÍ og óskað eftir því að sambandið beiti sér af festu gegn ÍBV, og refsi félaginu. Engu að síður er ljóst að Hörður gaf ÍBV og Carlos leyfi í síðasta mánuði til þess að ræða saman. Það leyfi var svo dregið til baka eftir að í ljós kom að ÍBV vildi ekki greiða Herði fyrir þjálfarann. Kvörtun Harðar byggir á því að samskipti á milli Carlosar og ÍBV hafi þó haldið áfram. Carlos á eitt ár eftir af samningi sínum við Hörð og vildi félagið fá 3,5 milljónir króna fyrir hann, enda ljóst að erfitt og kostnaðarsamt yrði að fylla í skarð hans. Því fer fjarri að ÍBV sé reiðubúið að greiða slíka upphæð að sögn formanns handknattleiksdeildar félagsins. Vill fara frítt en er samningsbundinn Carlos kom til Ísafjarðar fyrir fjórum árum og stýrði liðinu úr 2. deild upp í sjálfa Olís-deildina, þar sem Hörður spilaði í fyrsta sinn síðastliðinn vetur. Liðið féll niður í Grill 66-deildina en árangur Carlosar hefur greinilega vakið athygli Eyjamanna og átti nýr aðalþjálfari ÍBV, Magnús Stefánsson, frumkvæði að því að kanna möguleikann á að fá Spánverjann honum til aðstoðar. „Carlos hefur tilkynnt okkur það að hann vilji fara frítt til ÍBV og við sögðumst ekki vera til í það. Hann væri samningsbundinn út næsta tímabil,“ segir Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður Harðar. „Upphaflega fékk ÍBV leyfi til að tala við Carlos. Fyrir mér var það kristaltært að ef þeir næðu saman þá fylgdi því greiðsla til okkar. Að við værum ekki að senda hann frítt héðan og sitja eftir þjálfaralaus, fimm mínútum fyrir tímabil,“ segir Vigdís Pála. Íslandsmeistarar gera eitt minnsta lið landsins þjálfaralaust korter í undirbúnings tímabil, flottir — Vigdís Pála Halldórsdóttir (@vigdispala) July 4, 2023 Garðar Sigurjónsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, segir Magnús þjálfara hafa leitað til Harðar og spurt hvort ræða mætti við Carlos. Leyfi hafi verið veitt, eins og Vigdís Pála staðfestir. „Svo allt í einu fáum við þær upplýsingar að hann kosti 3,5 milljón króna. Þá sagði ég bara ekkert mál, við skulum þá sleppa þessu,“ segir Garðar. Segir ÍBV aldrei hafa boðið samning Hann þvertekur fyrir það að Eyjamenn hafi haldið áfram að ræða við Carlos um að koma til ÍBV, eftir að Harðverjar bönnuðu það, og segir að þó að Carlos hafi komið til greina sem aðstoðarþjálfari liðsins þá hafi það mál aldrei farið langt. „Ég hef aldrei boðið honum samning, eða beðið hann um að segja upp sínum samningi, og við erum ekki að fara að bjóða honum samning. Hann hringdi í okkur og vildi fara. Við vorum búnir að fá leyfi til að tala við hann en svo breyttist það,“ segir Garðar. Carlos Martin Santos hefur verið þjálfari Harðar frá 2019 en vill fara til ÍBV.vísir/Diego „Til hvers eru þessir samningar þá?“ Vigdís Pála segir að samkvæmt upplýsingum Harðverja hafi þó viðræður haldið áfram á milli ÍBV og Carlosar, og á því byggir kvörtunin til HSÍ. „Við erum náttúrulega búin að leita til HSÍ en höfum ekkert fengið að heyra þaðan um hvað eigi að gera. Þetta kemur manni bara í opna skjöldu, að það sé hægt að bjóða þjálfara eitthvað og ætlast til þess að fá hann frítt. Þegar við segjum svo nei þá erum við vondi maðurinn. Til hvers eru þessir samningar þá? Þetta var ekki eitthvað sem við vorum neitt að pæla í – að við þyrftum að finna nýjan þjálfara. Þetta setur spurningamerki við allt starfið hjá okkur. Það er flókið að finna þjálfara svona seint. Fyrstu leikmenn áttu að vera að koma hingað eftir tíu daga á undirbúningstímabil. Svörin hjá HSÍ eru að það eigi að reyna að finna tíma til að ræða þetta einhvern tímann. Það er ekki alveg nógu gott fyrir okkur, þegar von er á leikmönnum á næstu dögum og við ekki einu sinni viss um að það verði starf hérna hjá okkur næsta vetur,“ segir Vigdís Pála. Hún segir ljóst að Carlos sé mjög ósáttur með að honum hafi ekki verði hleypt til ÍBV án greiðslu. Það komi hins vegar ekki til greina. Carlos vildi sjálfur ekki ræða við Vísi þegar eftir því var leitað í dag.
Handbolti Hörður Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira