Akureyri og Egilsstaðir vænlegri landnámskostir moskítóflugna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. júlí 2023 07:46 Enn sem komið er moskító ekki mætt í Laugardalinn heldur eru þar allskonar aðrar flugur líkt og forarmýið sem hér er á mynd. „Moskítófluga“ sem fannst í Laugardal í Reykjavík reyndist ekki vera moskítófluga heldur forarmý. Skordýrafræðingur segir tegundina algenga um allt land. Moskító þurfi menn til að komast til landsins og þar eru Akureyri og Egilsstaðir vænlegri landnámskostir en Keflavík. „Ekki er um moskító að ræða heldur tegund af forarmýsætt (Anisopodidae) sem ber heitið forarmý (Sylvicola fenestralis). Þetta er algengt um allt land og við verðum því að bíða aðeins lengur eftir moskítóflugum!“ skrifar Matthías Svavar Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands í svari við fyrirspurn Vísis. Íbúi í Reykjavík bað Matthías um álit á því hvort um væri að ræða moskítóflugu. Íbúinn var þess fullviss um að hér væri á ferðinni moskítóflugur en líkt og flestir vita hefur flugnategundin aldrei lagt land undir fót hér á landi en er til staðar í nágrannalandinu Grænlandi. Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, sagði í Bítinu á Bylgjunni í fyrra að það væri einungis tímaspursmál hvenær tegundin myndi berast til Íslands. Ýmsar kenningar eru uppi um það hvers vegna moskítóflugan hefur enn ekki borist hingað til lands og er ein sú að alþjóðaflugvöllurinn sé á Reykjanesi, á eina stóra landsvæði Íslands þar sem lítið sem ekkert sé um votlendi, sem er kjörlendi moskítóflugunnar. Muni líklega ekki berast hingað með vindum Matthías segir kjörlendi moskítóflugunnar vera votlendi í mjög víðum skilningi. Allar tegundir moskítóflugna þurfi vatn svo eggin klekist út, þar þroskast lirfur og púpa sig en þær þurfi ekki endilega mikið vatn. „Uppeldisstöðvar geta allt eins verið ílát eða dekk sem safna rigningarvatni. Sumar tegundir verpa eggjum í hola trjáboli sem safna vatni og sumar kjósa ísalt vatn svo dæmi séu tekin. Hvar þær verpa eggjum sínum fer eftir tegundum,“ skrifar Matthías. Matthías Svavar að störfum fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands.Erling Ólafsson Hann segir moskítóflugur ekki fljúga hátt upp frá jörðu og því sé ólíklegt að þær geti borist til landsins með vindum. Væri það möguleiki væru þær líklega þegar búnar að nema land. Þær þurfi því að stóla á manninn til að komast hingað. „Þær geta borist með flugvélum til landsins. Það hjálpar vissulega til að alþjóðaflugvöllurinn okkar er á stað þar sem aðstæður eru ekki góðar fyrir moskótóflugur. Spurning hvort að millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaða sé ekki vænlegri kostur. Þær gætu líka borist til landsins með skipum til dæmis í gámum eða fylgt farartækjum ferðamanna.“ Skordýr Akureyri Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
„Ekki er um moskító að ræða heldur tegund af forarmýsætt (Anisopodidae) sem ber heitið forarmý (Sylvicola fenestralis). Þetta er algengt um allt land og við verðum því að bíða aðeins lengur eftir moskítóflugum!“ skrifar Matthías Svavar Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands í svari við fyrirspurn Vísis. Íbúi í Reykjavík bað Matthías um álit á því hvort um væri að ræða moskítóflugu. Íbúinn var þess fullviss um að hér væri á ferðinni moskítóflugur en líkt og flestir vita hefur flugnategundin aldrei lagt land undir fót hér á landi en er til staðar í nágrannalandinu Grænlandi. Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, sagði í Bítinu á Bylgjunni í fyrra að það væri einungis tímaspursmál hvenær tegundin myndi berast til Íslands. Ýmsar kenningar eru uppi um það hvers vegna moskítóflugan hefur enn ekki borist hingað til lands og er ein sú að alþjóðaflugvöllurinn sé á Reykjanesi, á eina stóra landsvæði Íslands þar sem lítið sem ekkert sé um votlendi, sem er kjörlendi moskítóflugunnar. Muni líklega ekki berast hingað með vindum Matthías segir kjörlendi moskítóflugunnar vera votlendi í mjög víðum skilningi. Allar tegundir moskítóflugna þurfi vatn svo eggin klekist út, þar þroskast lirfur og púpa sig en þær þurfi ekki endilega mikið vatn. „Uppeldisstöðvar geta allt eins verið ílát eða dekk sem safna rigningarvatni. Sumar tegundir verpa eggjum í hola trjáboli sem safna vatni og sumar kjósa ísalt vatn svo dæmi séu tekin. Hvar þær verpa eggjum sínum fer eftir tegundum,“ skrifar Matthías. Matthías Svavar að störfum fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands.Erling Ólafsson Hann segir moskítóflugur ekki fljúga hátt upp frá jörðu og því sé ólíklegt að þær geti borist til landsins með vindum. Væri það möguleiki væru þær líklega þegar búnar að nema land. Þær þurfi því að stóla á manninn til að komast hingað. „Þær geta borist með flugvélum til landsins. Það hjálpar vissulega til að alþjóðaflugvöllurinn okkar er á stað þar sem aðstæður eru ekki góðar fyrir moskótóflugur. Spurning hvort að millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaða sé ekki vænlegri kostur. Þær gætu líka borist til landsins með skipum til dæmis í gámum eða fylgt farartækjum ferðamanna.“
Skordýr Akureyri Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira