Patreksfjörður í efsta sæti strandveiðanna Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2023 12:00 Frá Patreksfirði. Höfnin var grafin inn í Vatneyri. Vísir/Vilhelm Strandveiðunum þetta sumar lýkur að öllu óbreyttu í næstu viku en þá stefnir í að útgefinn kvóti klárist. Eftir fyrstu tvo mánuði er búið að landa afla í alls 49 höfnum og er Patreksfjörður í efsta sæti með mestan landaðan afla og fjölda báta. Búið er að veiða 85 prósent strandveiðikvótans, eða 8.527 tonn. Aðeins 15 prósent eru eftir, eða 1.473 tonn, samkvæmt samantekt Landssambands smábátaeigenda eftir gærdaginn. Miðað við meðalafla á dag til þessa, sem er ríflega 250 tonn, mun potturinn verða uppurinn í næstu viku, en það þýðir að veiðarnar verða þá stöðvaðar. Strandveiðisjómenn þrýsta á Svandísi Svavarsdóttur, ráðherra sjávarútvegsmála, að auka kvótann enda stefnir núna í stystu vertíð til þessa í sögu strandveiðanna. Óánægjan er sérstaklega mikil meðal smábátaeigenda á norðan- og austanverðu landinu, en þar er aðalveiðitímabilið síðari hluta sumars, í júlí og ágúst. Frá Breiðdalsvík.Vísir/Vilhelm Þegar listinn yfir aflahæstu hafnir er skoðaður hér fyrir neðan sést að aðeins ein þeirra er á austurhluta landsins, Hornafjörður. Hinar allar eru á vesturhelmingi landsins. Patreksfjörður er í efsta sæti fiskihafna landsins yfir mestan landaðan afla á strandveiðum sumarsins, með samtals 846,6 tonn eftir fyrstu tvo mánuðina, maí og júní. Patreksfjörður er einnig efstur þegar talinn er fjöldi báta en alls höfðu 72 bátar landað þar afla fyrir helgi. Sandgerði fylgir fast á eftir í öðru sæti, með 843 tonn, sem 69 bátar höfðu landað. Ólafsvík er í þriðja sæti, með 738 tonn frá 60 bátum, og Bolungarvík er í fjórða sæti með 732 tonn frá 58 bátum. Þessar fjórar hafnir skera sig nokkuð úr. Frá höfninni á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Fimmtíu bátar hafa landað þar afla á strandveiðunum í sumar.Vísir/Vilhelm Athygli vekur að tvær löndunarhafnir, sem ekki teljast til þéttbýlisstaða, ná inn á topplistann. Þannig er Arnarstapi á Snæfellsnesi í fimmta sæti, með 554 tonn frá 50 bátum, og Norðurfjörður í Árneshreppi á Ströndum er í áttunda sæti með 373 tonn frá 31 bát. Það má því vel ímynda sér að talsverð þrengsli hafi verið í þessum litlum höfnum það sem af er sumri. Hér er listinn yfir tíu aflahæstu hafnir strandveiðanna í maí og júní, samkvæmt yfirliti sem Landssamband smábátaeigenda tók saman úr tölum Fiskistofu.Grafík/Kristján Jónsson Sjávarútvegur Byggðamál Vesturbyggð Suðurnesjabær Snæfellsbær Sveitarfélagið Hornafjörður Árneshreppur Bolungarvík Tálknafjörður Ísafjarðarbær Tengdar fréttir „Við viljum samtal um þetta en það virðist ekki vera í boði“ Formaður Strandveiðifélags Íslands segir framkomu yfirvalda í garð strandveiðimanna óásættanlega. Auka þurfi kvótann sem sé algjör hungurlús og gera breytingar á kerfinu til framtíðar. Hann furðar sig á því að matvælaráðherra setji sig upp á móti umhverfisvænum veiðum. 2. júlí 2023 22:39 Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44 Strandveiðitímabilið stefnir í að verða það stysta frá upphafi Strandveiðitímabilið í ár stefnir í að verða það stysta í fimmtán ára sögu veiðanna. Frá byrjun maímánaðar er búið að veiða áttatíu prósent strandveiðikvótans í þorski, aðeins tuttugu prósent eru eftir, samkvæmt nýrri samantekt Landssambands smábátaeigenda í morgun. 28. júní 2023 12:00 Patreksfjörður aflahæsta höfnin á strandveiðunum Patreksfjörður er aflahæsta höfnin eftir fyrsta mánuð strandveiða sumarsins og jafnframt sú höfn þar sem flestir bátar hafa landað. Alls hafa 370 tonn borist þar á land frá 61 báti, samkvæmt yfirliti frá Landssambandi smábátaeigenda. 2. júní 2022 17:25 Patreksfjörður fengið mestan afla á land úr strandveiðunum Strandveiðibátar hafi aldrei veitt eins vel í maímánuði og nú. Patreksfjörður trónir á toppnum með mestan afla á land eftir fyrstu þrjár vikur. 20. maí 2017 20:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Búið er að veiða 85 prósent strandveiðikvótans, eða 8.527 tonn. Aðeins 15 prósent eru eftir, eða 1.473 tonn, samkvæmt samantekt Landssambands smábátaeigenda eftir gærdaginn. Miðað við meðalafla á dag til þessa, sem er ríflega 250 tonn, mun potturinn verða uppurinn í næstu viku, en það þýðir að veiðarnar verða þá stöðvaðar. Strandveiðisjómenn þrýsta á Svandísi Svavarsdóttur, ráðherra sjávarútvegsmála, að auka kvótann enda stefnir núna í stystu vertíð til þessa í sögu strandveiðanna. Óánægjan er sérstaklega mikil meðal smábátaeigenda á norðan- og austanverðu landinu, en þar er aðalveiðitímabilið síðari hluta sumars, í júlí og ágúst. Frá Breiðdalsvík.Vísir/Vilhelm Þegar listinn yfir aflahæstu hafnir er skoðaður hér fyrir neðan sést að aðeins ein þeirra er á austurhluta landsins, Hornafjörður. Hinar allar eru á vesturhelmingi landsins. Patreksfjörður er í efsta sæti fiskihafna landsins yfir mestan landaðan afla á strandveiðum sumarsins, með samtals 846,6 tonn eftir fyrstu tvo mánuðina, maí og júní. Patreksfjörður er einnig efstur þegar talinn er fjöldi báta en alls höfðu 72 bátar landað þar afla fyrir helgi. Sandgerði fylgir fast á eftir í öðru sæti, með 843 tonn, sem 69 bátar höfðu landað. Ólafsvík er í þriðja sæti, með 738 tonn frá 60 bátum, og Bolungarvík er í fjórða sæti með 732 tonn frá 58 bátum. Þessar fjórar hafnir skera sig nokkuð úr. Frá höfninni á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Fimmtíu bátar hafa landað þar afla á strandveiðunum í sumar.Vísir/Vilhelm Athygli vekur að tvær löndunarhafnir, sem ekki teljast til þéttbýlisstaða, ná inn á topplistann. Þannig er Arnarstapi á Snæfellsnesi í fimmta sæti, með 554 tonn frá 50 bátum, og Norðurfjörður í Árneshreppi á Ströndum er í áttunda sæti með 373 tonn frá 31 bát. Það má því vel ímynda sér að talsverð þrengsli hafi verið í þessum litlum höfnum það sem af er sumri. Hér er listinn yfir tíu aflahæstu hafnir strandveiðanna í maí og júní, samkvæmt yfirliti sem Landssamband smábátaeigenda tók saman úr tölum Fiskistofu.Grafík/Kristján Jónsson
Sjávarútvegur Byggðamál Vesturbyggð Suðurnesjabær Snæfellsbær Sveitarfélagið Hornafjörður Árneshreppur Bolungarvík Tálknafjörður Ísafjarðarbær Tengdar fréttir „Við viljum samtal um þetta en það virðist ekki vera í boði“ Formaður Strandveiðifélags Íslands segir framkomu yfirvalda í garð strandveiðimanna óásættanlega. Auka þurfi kvótann sem sé algjör hungurlús og gera breytingar á kerfinu til framtíðar. Hann furðar sig á því að matvælaráðherra setji sig upp á móti umhverfisvænum veiðum. 2. júlí 2023 22:39 Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44 Strandveiðitímabilið stefnir í að verða það stysta frá upphafi Strandveiðitímabilið í ár stefnir í að verða það stysta í fimmtán ára sögu veiðanna. Frá byrjun maímánaðar er búið að veiða áttatíu prósent strandveiðikvótans í þorski, aðeins tuttugu prósent eru eftir, samkvæmt nýrri samantekt Landssambands smábátaeigenda í morgun. 28. júní 2023 12:00 Patreksfjörður aflahæsta höfnin á strandveiðunum Patreksfjörður er aflahæsta höfnin eftir fyrsta mánuð strandveiða sumarsins og jafnframt sú höfn þar sem flestir bátar hafa landað. Alls hafa 370 tonn borist þar á land frá 61 báti, samkvæmt yfirliti frá Landssambandi smábátaeigenda. 2. júní 2022 17:25 Patreksfjörður fengið mestan afla á land úr strandveiðunum Strandveiðibátar hafi aldrei veitt eins vel í maímánuði og nú. Patreksfjörður trónir á toppnum með mestan afla á land eftir fyrstu þrjár vikur. 20. maí 2017 20:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
„Við viljum samtal um þetta en það virðist ekki vera í boði“ Formaður Strandveiðifélags Íslands segir framkomu yfirvalda í garð strandveiðimanna óásættanlega. Auka þurfi kvótann sem sé algjör hungurlús og gera breytingar á kerfinu til framtíðar. Hann furðar sig á því að matvælaráðherra setji sig upp á móti umhverfisvænum veiðum. 2. júlí 2023 22:39
Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44
Strandveiðitímabilið stefnir í að verða það stysta frá upphafi Strandveiðitímabilið í ár stefnir í að verða það stysta í fimmtán ára sögu veiðanna. Frá byrjun maímánaðar er búið að veiða áttatíu prósent strandveiðikvótans í þorski, aðeins tuttugu prósent eru eftir, samkvæmt nýrri samantekt Landssambands smábátaeigenda í morgun. 28. júní 2023 12:00
Patreksfjörður aflahæsta höfnin á strandveiðunum Patreksfjörður er aflahæsta höfnin eftir fyrsta mánuð strandveiða sumarsins og jafnframt sú höfn þar sem flestir bátar hafa landað. Alls hafa 370 tonn borist þar á land frá 61 báti, samkvæmt yfirliti frá Landssambandi smábátaeigenda. 2. júní 2022 17:25
Patreksfjörður fengið mestan afla á land úr strandveiðunum Strandveiðibátar hafi aldrei veitt eins vel í maímánuði og nú. Patreksfjörður trónir á toppnum með mestan afla á land eftir fyrstu þrjár vikur. 20. maí 2017 20:45