„Með hjartað á 200 og þurfti að taka hlé frá vinnunni“ Sindri Sverrisson skrifar 3. júlí 2023 14:06 Sandra Erlingsdóttir er ein af fáum atvinnumönnum í íslenska landsliðshópnum og hefur þurft að venjast því að meirihluti liðsfélaga hennar sé á stórmóti í nóvember og desember, á meðan hún fer í ræktarsalinn. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Þetta var svo ótrúlega mikið sjokk áðan vegna þess að ég var ekki búin að gera mér neinar vonir,“ segir Sandra Erlingsdóttir, himinlifandi eftir þau tíðindi dagsins að hún sé leiðinni á HM í handbolta í lok nóvember. Sandra og stöllur hennar í íslenska landsliðinu spila á heimsmeistaramótinu eftir að IHF, alþjóða handboltasambandið, ákvað að úthluta Íslandi og Austurríki síðustu tveimur lausu sætunum á mótinu. Í umspilinu í Evrópu um sæti á HM tapaði Austurríki sínu einvígi með minnstum mun en Ísland og Sviss töpuðu sínum einvígum með sama mun. IHF ræður hins vegar alfarið til hvaða þátta er horft varðandi úthlutun sætanna tveggja – hinna sérstöku boðssæta (e. wild card). Var viss um að Sviss fengi sætið „Ég hugsaði bara „nei, þetta verða ekki við“. Ég var viss um að þeir gæfu Sviss miðann. Þess vegna reyndi ég að hugsa ekki um þetta en vissi samt að þetta myndi ráðast um þetta leyti. Svo sat ég bara og var að vinna þegar Addi [Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari] setti inn tilkynningu á Facebook-hópinn okkar: Til hamingju stelpur. Ég var með hjartað á 200 og endaði á að þurfa að taka hlé frá vinnunni og fara í göngutúr áður en ég gat sest aftur,“ segir Sandra, enn í skýjunum eftir fréttirnar frábæru. Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur einu sinni áður komist á HM en það var árið 2011 þegar mótið fór fram í Brasilíu. Sandra var þá 13 ára. Nóvember mun skemmtilegri en síðustu ár „Ég man lítið eftir því en man samt eftir að hafa verið uppi í sófa að horfa á leikina. Það er rugl að það skuli vera komin tólf ár síðan síðast. Þetta er auðvitað búið að vera draumur síðan að maður var lítill og nóvember er aldrei skemmtilegur mánuður þegar maður er ekki með á stórmóti. Þá er maður bara sjálfur á einhverjum þrekæfingum á meðan að 70 prósent af liðsfélögunum eru að keppa á mótinu. Það verður mjög gaman að vera partur af því núna,“ segir Sandra. Gætu fengið dauðariðil eða orðið heppnar Ísland verður í neðsta styrkleikaflokki á fimmtudaginn þegar dregið verður í riðla fyrir HM. Sandra segir íslenska liðið þó alveg geta spjarað sig á HM, sérstaklega ef að drátturinn fer vel. „Maður getur auðvitað endað í algjörum dauðariðli þarna en svo getur maður líka orðið heppinn og endað í riðli þar sem við eigum mikinn séns. Það eru lið þarna í potti 2 sem við gætum alveg átt séns á móti, og mér finnst liðin í potti 3 vera á pari við okkur. Það er helst í efsta flokknum sem stórliðin eru,“ segir Sandra. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari sendi tilkynningu á leikmenn í dag og óskaði þeim til hamingju með HM-sætið.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Góð hvatning fyrir erfiða mánuði HM fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og má því búast við að Íslendingar fjölmenni á mótið og styðji við stelpurnar okkar. „Þetta gæti ekki verið á betri stað. Auðvelt að fljúga og margir Íslendingar sem búa á Norðurlöndunum. Ég veit að fjölskyldumeðlimir eru strax farnir að taka frá þennan tíma,“ segir Sandra sem ætlar að nota fréttirnar góðu sem hvatningu á tveggja mánaða undirbúningstímabili sínu með TuS Metzingen í Þýskalandi: „Ég er að fara á fyrstu æfingu undirbúningstímabilsins í dag og að fá þessar fréttir núna er þvílík hvatning fyrir mann næstu mánuðina. Það er alveg erfitt að búa í útlöndum, lengst frá öllum, og vera að æfa, og það er svo geggjað að fá eitthvað svona. Þá veit maður ástæðuna fyrir því að maður stendur í þessu. Það er fyrir þessi augnablik.“ Landslið kvenna í handbolta Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira
Sandra og stöllur hennar í íslenska landsliðinu spila á heimsmeistaramótinu eftir að IHF, alþjóða handboltasambandið, ákvað að úthluta Íslandi og Austurríki síðustu tveimur lausu sætunum á mótinu. Í umspilinu í Evrópu um sæti á HM tapaði Austurríki sínu einvígi með minnstum mun en Ísland og Sviss töpuðu sínum einvígum með sama mun. IHF ræður hins vegar alfarið til hvaða þátta er horft varðandi úthlutun sætanna tveggja – hinna sérstöku boðssæta (e. wild card). Var viss um að Sviss fengi sætið „Ég hugsaði bara „nei, þetta verða ekki við“. Ég var viss um að þeir gæfu Sviss miðann. Þess vegna reyndi ég að hugsa ekki um þetta en vissi samt að þetta myndi ráðast um þetta leyti. Svo sat ég bara og var að vinna þegar Addi [Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari] setti inn tilkynningu á Facebook-hópinn okkar: Til hamingju stelpur. Ég var með hjartað á 200 og endaði á að þurfa að taka hlé frá vinnunni og fara í göngutúr áður en ég gat sest aftur,“ segir Sandra, enn í skýjunum eftir fréttirnar frábæru. Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur einu sinni áður komist á HM en það var árið 2011 þegar mótið fór fram í Brasilíu. Sandra var þá 13 ára. Nóvember mun skemmtilegri en síðustu ár „Ég man lítið eftir því en man samt eftir að hafa verið uppi í sófa að horfa á leikina. Það er rugl að það skuli vera komin tólf ár síðan síðast. Þetta er auðvitað búið að vera draumur síðan að maður var lítill og nóvember er aldrei skemmtilegur mánuður þegar maður er ekki með á stórmóti. Þá er maður bara sjálfur á einhverjum þrekæfingum á meðan að 70 prósent af liðsfélögunum eru að keppa á mótinu. Það verður mjög gaman að vera partur af því núna,“ segir Sandra. Gætu fengið dauðariðil eða orðið heppnar Ísland verður í neðsta styrkleikaflokki á fimmtudaginn þegar dregið verður í riðla fyrir HM. Sandra segir íslenska liðið þó alveg geta spjarað sig á HM, sérstaklega ef að drátturinn fer vel. „Maður getur auðvitað endað í algjörum dauðariðli þarna en svo getur maður líka orðið heppinn og endað í riðli þar sem við eigum mikinn séns. Það eru lið þarna í potti 2 sem við gætum alveg átt séns á móti, og mér finnst liðin í potti 3 vera á pari við okkur. Það er helst í efsta flokknum sem stórliðin eru,“ segir Sandra. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari sendi tilkynningu á leikmenn í dag og óskaði þeim til hamingju með HM-sætið.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Góð hvatning fyrir erfiða mánuði HM fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og má því búast við að Íslendingar fjölmenni á mótið og styðji við stelpurnar okkar. „Þetta gæti ekki verið á betri stað. Auðvelt að fljúga og margir Íslendingar sem búa á Norðurlöndunum. Ég veit að fjölskyldumeðlimir eru strax farnir að taka frá þennan tíma,“ segir Sandra sem ætlar að nota fréttirnar góðu sem hvatningu á tveggja mánaða undirbúningstímabili sínu með TuS Metzingen í Þýskalandi: „Ég er að fara á fyrstu æfingu undirbúningstímabilsins í dag og að fá þessar fréttir núna er þvílík hvatning fyrir mann næstu mánuðina. Það er alveg erfitt að búa í útlöndum, lengst frá öllum, og vera að æfa, og það er svo geggjað að fá eitthvað svona. Þá veit maður ástæðuna fyrir því að maður stendur í þessu. Það er fyrir þessi augnablik.“
Landslið kvenna í handbolta Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira