„Ekkert skemmtilegra í heiminum en að vinna medalíu með bestu vinum þínum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2023 23:30 Andri Már smellir hér kossi á Þorstein Leó Gunnarsson í bronsleiknum í dag. IHF Andri Már Rúnarsson skoraði fimm mörk þegar Ísland vann Serbíu, 27-23, í leiknum um bronsið á HM U-21 árs liða í Berlín í dag. „Mér líður frábærlega núna. Þetta var erfið fæðing en við náðum sem betur fer að vinna leikinn og erum núna með eitt stykki medalíu. Það er ekkert skemmtilegra í heiminum en að vinna medalíu með bestu vinum þínum,“ sagði Andri þegar blaðamaður Vísis hitti hann að máli eftir bronsleikinn. Íslenska liðið átti frábært mót og vann sjö af átta leikjum sínum. Eina tapið var gegn ógnarsterkum Ungverjum. „Við ákváðum að taka þetta mót skref fyrir skref. Við fórum kannski aðeins fram úr okkur á seinasta móti og lærðum af því,“ sagði Andri. „Núna tókum við þetta skref fyrir skref, kláruðum riðilinn, svo milliriðilinn og það kom okkur hingað. Auðvitað spiluðum við ekki nógu vel í gær en risa hrós á strákana að hrista það svona af sér,“ sagði Andri. En fyrir mótið hvað leyfðu Íslendingar sér að dreyma um? „Auðvitað máttum við ekki segja mikið en í mínum huga var það alltaf verðlaunapallur. Ég vildi það mjög mikið og það tókst. En auðvitað hugsar maður alltaf um að vinna. Ég og allir strákarnir eru með geggjað hugarfar, sigurhugarfar og við vildum vinna hvern einasta leik og það kom okkur hingað,“ sagði Andri. Íslenska liðið var lengi í gang í leiknum í dag en seinni hálfleikurinn var einn sá besti hjá liðinu á mótinu. Andri segir gott að enda á þeim nótum. „Jú, það voru allir frábærir og geggjuð stemmning í höllinni. Íslendingarnir voru alveg frábærir þannig að þetta var með skemmtilegri leikjum á ævinni, hingað til,“ sagði Andri að endingu. Tengdar fréttir „Við erum allir í skýjunum“ Brynjar Vignir Sigurjónsson var ein af hetjum íslenska U-21 árs landsliðsins sem vann til bronsverðlauna á HM í dag. 2. júlí 2023 16:00 „Frábær hópur þar sem allir eru mjög góðir vinir“ Benedikt Gunnar Óskarsson, leikstjórnandi íslenska U-21 árs landsliðsins í handbolta var að vonum himinlifandi með að næla í bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu eftir sigur gegn Serbíu í Berlín í dag. 2. júlí 2023 15:59 Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir FH - KA | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Sjá meira
„Mér líður frábærlega núna. Þetta var erfið fæðing en við náðum sem betur fer að vinna leikinn og erum núna með eitt stykki medalíu. Það er ekkert skemmtilegra í heiminum en að vinna medalíu með bestu vinum þínum,“ sagði Andri þegar blaðamaður Vísis hitti hann að máli eftir bronsleikinn. Íslenska liðið átti frábært mót og vann sjö af átta leikjum sínum. Eina tapið var gegn ógnarsterkum Ungverjum. „Við ákváðum að taka þetta mót skref fyrir skref. Við fórum kannski aðeins fram úr okkur á seinasta móti og lærðum af því,“ sagði Andri. „Núna tókum við þetta skref fyrir skref, kláruðum riðilinn, svo milliriðilinn og það kom okkur hingað. Auðvitað spiluðum við ekki nógu vel í gær en risa hrós á strákana að hrista það svona af sér,“ sagði Andri. En fyrir mótið hvað leyfðu Íslendingar sér að dreyma um? „Auðvitað máttum við ekki segja mikið en í mínum huga var það alltaf verðlaunapallur. Ég vildi það mjög mikið og það tókst. En auðvitað hugsar maður alltaf um að vinna. Ég og allir strákarnir eru með geggjað hugarfar, sigurhugarfar og við vildum vinna hvern einasta leik og það kom okkur hingað,“ sagði Andri. Íslenska liðið var lengi í gang í leiknum í dag en seinni hálfleikurinn var einn sá besti hjá liðinu á mótinu. Andri segir gott að enda á þeim nótum. „Jú, það voru allir frábærir og geggjuð stemmning í höllinni. Íslendingarnir voru alveg frábærir þannig að þetta var með skemmtilegri leikjum á ævinni, hingað til,“ sagði Andri að endingu.
Tengdar fréttir „Við erum allir í skýjunum“ Brynjar Vignir Sigurjónsson var ein af hetjum íslenska U-21 árs landsliðsins sem vann til bronsverðlauna á HM í dag. 2. júlí 2023 16:00 „Frábær hópur þar sem allir eru mjög góðir vinir“ Benedikt Gunnar Óskarsson, leikstjórnandi íslenska U-21 árs landsliðsins í handbolta var að vonum himinlifandi með að næla í bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu eftir sigur gegn Serbíu í Berlín í dag. 2. júlí 2023 15:59 Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir FH - KA | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Sjá meira
„Við erum allir í skýjunum“ Brynjar Vignir Sigurjónsson var ein af hetjum íslenska U-21 árs landsliðsins sem vann til bronsverðlauna á HM í dag. 2. júlí 2023 16:00
„Frábær hópur þar sem allir eru mjög góðir vinir“ Benedikt Gunnar Óskarsson, leikstjórnandi íslenska U-21 árs landsliðsins í handbolta var að vonum himinlifandi með að næla í bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu eftir sigur gegn Serbíu í Berlín í dag. 2. júlí 2023 15:59