„Virkilega skemmtilegur leikur til að enda á“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2023 06:00 Stefán Ingi er á leið til Belgíu. Vísir/Hulda Margrét Stefán Ingi Sigurðarson var á skotskónum þegar Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 5-0 og mætir því Shamrock Rovers frá Írlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Þetta var síðasti leikur Stefáns Inga fyrir Blika en hann staðfesti í viðtali eftir leik að hann væri á leið til Belgíu. „Þeir eru gott lið með góða leikmenn en virkilega góð ákefð hjá okkur í fyrri hálfleik og við náðum að spila virkilega vel sem lið og keyrðum yfir þá sem lið. Þetta er gott lið þó að það standi 5-0 við hliðina á mér. Fannst við spila mjög vel og gera þetta fagmannlega,“ sagði Stefán Ingi um mótherja Breiðabliks á föstudagskvöld. „Við farnir að finna aðeins í fyrri hálfleik að þeir eru í undirbúningstímabilinu og við erum eiginlega upp á okkar besta formlega séð, fundum það alveg og náðum að keyra á þá. Þreyttum þá mikið og gott að ná inn mörkum snemma, þá verður þetta auðveldara.“ Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Stefán Ingi: Virkilega skemmtilegur leikur til að enda á Blikar vildu fá vítaspyrnu í síðari hálfleik þegar leikmaður gestaliðsins varði með hendi á línu eftir skot Stefáns Inga. „Fyrsta skiptið sem það er almennilega notað VAR [í. myndbandsdómgæsla] hjá mér. Dómarinn vildi meina að hann væri með höndina í eðlilegri líkamsstöðu og þá er það þannig. Auðvitað hefði maður viljað að höndin hefði ekki verið þarna og boltinn hefði bara farið inn.“ „Það er erfitt, þetta var ótrúlega gaman og virkilega skemmtilegur leikur til að enda á. Náði góðri einbeitingu í þessum leik sen svo þegar maður sér að skiptingin er komin og maður er að fara út af þá komu allar tilfinningarnar upp. Skrítið að spila vitandi að ég er ekki að fara spila fyrir Breiðablik í bili.“ „Lið með nýja eigendur og eru að taka klúbbinn í gegn. Eru í næstefstu deild í Belgíu og spennandi tækifæri að reyna fara í góða og sterka deild, sanna sig þar og vonandi halda áfram að standa sig vel,“ sagði Stefán Ingi að lokum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Breiðablik - Buducnost 5-0 | Blikar sannfærandi í undankeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik vann sannfærandi 5-0 sigur gegn Buducnost og tryggði sér sæti í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem Blikar mæta Shamrock Rovers frá Írlandi. 30. júní 2023 21:35 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
„Þeir eru gott lið með góða leikmenn en virkilega góð ákefð hjá okkur í fyrri hálfleik og við náðum að spila virkilega vel sem lið og keyrðum yfir þá sem lið. Þetta er gott lið þó að það standi 5-0 við hliðina á mér. Fannst við spila mjög vel og gera þetta fagmannlega,“ sagði Stefán Ingi um mótherja Breiðabliks á föstudagskvöld. „Við farnir að finna aðeins í fyrri hálfleik að þeir eru í undirbúningstímabilinu og við erum eiginlega upp á okkar besta formlega séð, fundum það alveg og náðum að keyra á þá. Þreyttum þá mikið og gott að ná inn mörkum snemma, þá verður þetta auðveldara.“ Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Stefán Ingi: Virkilega skemmtilegur leikur til að enda á Blikar vildu fá vítaspyrnu í síðari hálfleik þegar leikmaður gestaliðsins varði með hendi á línu eftir skot Stefáns Inga. „Fyrsta skiptið sem það er almennilega notað VAR [í. myndbandsdómgæsla] hjá mér. Dómarinn vildi meina að hann væri með höndina í eðlilegri líkamsstöðu og þá er það þannig. Auðvitað hefði maður viljað að höndin hefði ekki verið þarna og boltinn hefði bara farið inn.“ „Það er erfitt, þetta var ótrúlega gaman og virkilega skemmtilegur leikur til að enda á. Náði góðri einbeitingu í þessum leik sen svo þegar maður sér að skiptingin er komin og maður er að fara út af þá komu allar tilfinningarnar upp. Skrítið að spila vitandi að ég er ekki að fara spila fyrir Breiðablik í bili.“ „Lið með nýja eigendur og eru að taka klúbbinn í gegn. Eru í næstefstu deild í Belgíu og spennandi tækifæri að reyna fara í góða og sterka deild, sanna sig þar og vonandi halda áfram að standa sig vel,“ sagði Stefán Ingi að lokum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Breiðablik - Buducnost 5-0 | Blikar sannfærandi í undankeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik vann sannfærandi 5-0 sigur gegn Buducnost og tryggði sér sæti í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem Blikar mæta Shamrock Rovers frá Írlandi. 30. júní 2023 21:35 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Breiðablik - Buducnost 5-0 | Blikar sannfærandi í undankeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik vann sannfærandi 5-0 sigur gegn Buducnost og tryggði sér sæti í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem Blikar mæta Shamrock Rovers frá Írlandi. 30. júní 2023 21:35