„Virkilega skemmtilegur leikur til að enda á“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2023 06:00 Stefán Ingi er á leið til Belgíu. Vísir/Hulda Margrét Stefán Ingi Sigurðarson var á skotskónum þegar Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 5-0 og mætir því Shamrock Rovers frá Írlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Þetta var síðasti leikur Stefáns Inga fyrir Blika en hann staðfesti í viðtali eftir leik að hann væri á leið til Belgíu. „Þeir eru gott lið með góða leikmenn en virkilega góð ákefð hjá okkur í fyrri hálfleik og við náðum að spila virkilega vel sem lið og keyrðum yfir þá sem lið. Þetta er gott lið þó að það standi 5-0 við hliðina á mér. Fannst við spila mjög vel og gera þetta fagmannlega,“ sagði Stefán Ingi um mótherja Breiðabliks á föstudagskvöld. „Við farnir að finna aðeins í fyrri hálfleik að þeir eru í undirbúningstímabilinu og við erum eiginlega upp á okkar besta formlega séð, fundum það alveg og náðum að keyra á þá. Þreyttum þá mikið og gott að ná inn mörkum snemma, þá verður þetta auðveldara.“ Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Stefán Ingi: Virkilega skemmtilegur leikur til að enda á Blikar vildu fá vítaspyrnu í síðari hálfleik þegar leikmaður gestaliðsins varði með hendi á línu eftir skot Stefáns Inga. „Fyrsta skiptið sem það er almennilega notað VAR [í. myndbandsdómgæsla] hjá mér. Dómarinn vildi meina að hann væri með höndina í eðlilegri líkamsstöðu og þá er það þannig. Auðvitað hefði maður viljað að höndin hefði ekki verið þarna og boltinn hefði bara farið inn.“ „Það er erfitt, þetta var ótrúlega gaman og virkilega skemmtilegur leikur til að enda á. Náði góðri einbeitingu í þessum leik sen svo þegar maður sér að skiptingin er komin og maður er að fara út af þá komu allar tilfinningarnar upp. Skrítið að spila vitandi að ég er ekki að fara spila fyrir Breiðablik í bili.“ „Lið með nýja eigendur og eru að taka klúbbinn í gegn. Eru í næstefstu deild í Belgíu og spennandi tækifæri að reyna fara í góða og sterka deild, sanna sig þar og vonandi halda áfram að standa sig vel,“ sagði Stefán Ingi að lokum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Breiðablik - Buducnost 5-0 | Blikar sannfærandi í undankeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik vann sannfærandi 5-0 sigur gegn Buducnost og tryggði sér sæti í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem Blikar mæta Shamrock Rovers frá Írlandi. 30. júní 2023 21:35 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
„Þeir eru gott lið með góða leikmenn en virkilega góð ákefð hjá okkur í fyrri hálfleik og við náðum að spila virkilega vel sem lið og keyrðum yfir þá sem lið. Þetta er gott lið þó að það standi 5-0 við hliðina á mér. Fannst við spila mjög vel og gera þetta fagmannlega,“ sagði Stefán Ingi um mótherja Breiðabliks á föstudagskvöld. „Við farnir að finna aðeins í fyrri hálfleik að þeir eru í undirbúningstímabilinu og við erum eiginlega upp á okkar besta formlega séð, fundum það alveg og náðum að keyra á þá. Þreyttum þá mikið og gott að ná inn mörkum snemma, þá verður þetta auðveldara.“ Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Stefán Ingi: Virkilega skemmtilegur leikur til að enda á Blikar vildu fá vítaspyrnu í síðari hálfleik þegar leikmaður gestaliðsins varði með hendi á línu eftir skot Stefáns Inga. „Fyrsta skiptið sem það er almennilega notað VAR [í. myndbandsdómgæsla] hjá mér. Dómarinn vildi meina að hann væri með höndina í eðlilegri líkamsstöðu og þá er það þannig. Auðvitað hefði maður viljað að höndin hefði ekki verið þarna og boltinn hefði bara farið inn.“ „Það er erfitt, þetta var ótrúlega gaman og virkilega skemmtilegur leikur til að enda á. Náði góðri einbeitingu í þessum leik sen svo þegar maður sér að skiptingin er komin og maður er að fara út af þá komu allar tilfinningarnar upp. Skrítið að spila vitandi að ég er ekki að fara spila fyrir Breiðablik í bili.“ „Lið með nýja eigendur og eru að taka klúbbinn í gegn. Eru í næstefstu deild í Belgíu og spennandi tækifæri að reyna fara í góða og sterka deild, sanna sig þar og vonandi halda áfram að standa sig vel,“ sagði Stefán Ingi að lokum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Breiðablik - Buducnost 5-0 | Blikar sannfærandi í undankeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik vann sannfærandi 5-0 sigur gegn Buducnost og tryggði sér sæti í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem Blikar mæta Shamrock Rovers frá Írlandi. 30. júní 2023 21:35 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Breiðablik - Buducnost 5-0 | Blikar sannfærandi í undankeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik vann sannfærandi 5-0 sigur gegn Buducnost og tryggði sér sæti í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem Blikar mæta Shamrock Rovers frá Írlandi. 30. júní 2023 21:35