Rangt gefið á Reykjanesi Markús Ingólfur Eiríksson skrifar 29. júní 2023 16:01 Ég hef í rúm fjögur ár gegnt embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS), sem ber þær lögboðnu skyldur að veita ört fjölgandi íbúum Suðurnesja eins fullkomna heilbrigðisþjónustu og völ er á, líkt og segir í lögum um heilbrigðisþjónustu. Réttindi íbúanna eru ekki einungis tryggð með lögum og reglum, heldur einnig í stjórnarskrá. Það er því skylda stjórnvalda að tryggja stofnuninni nægilegt fjármagn svo unnt sé að veita þá þjónustu sem íbúarnir eiga rétt á. Fjárframlög á hvern íbúa fara sífellt lækkandi Þrátt fyrir að ég og fleiri hafa ítrekað bent heilbrigðisráðuneytinu á þann vanda að fjárframlög á hvern íbúa Suðurnesja færu sífellt lækkandi og að í óefni stefndi, hefur ekkert verið aðhafst. Undir þau sjónarmið hefur t.d. Fagráð HSS tekið undir í ályktun sinni. Fjársvelti leiðir til óhagræðis Fjársvelti HSS hefur haft þær afleiðingar m.a. að hver íbúi fær sífellt minni þjónustu og álagið á starfsfólk HSS eykst sömuleiðis. Við það sparast engir fjármunir því íbúarnir þurfa í staðinn að leita lengra eftir heilbrigðisþjónustu. Slík ferðalög draga úr vinnuframlagi og þar af leiðandi verðmætasköpun í hagkerfinu. Þar að auki spara þau ekki útgjöld ríkissjóðs þar sem að þau úrræði sem íbúar þurfa þá að leita í eru jafnvel enn dýrari en þjónustan heima í héraði. Miklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri HSS Á mínum starfstíma hefur verið ráðist í miklar breytingar í rekstri stofnunarinnar með það að markmiði að efla þjónustuna og draga úr kostnaði, ekki síst til lengri tíma litið. Yfirlit um hluta þess má lesa um í þessari grein. Þær úrbætur hafa stuðlað að stórauknu trausti til HSS. Þrátt fyrir þennan árangur hefur HSS á undanförnum árum glímt við verulegan fjármögnunarvanda. Undanfarið ár hefur þó steininn tekið úr. Íbúum á Suðurnesjum hefur fjölgað um hátt í 10%, verðbólga var einnig 10% en aukning fjárheimilda til HSS innan við 5%. Á þessu ber heilbrigðisráðherra ábyrgð. Vafi á að stjórnarskrárvarinn réttur íbúa Suðurnesja sé virtur Það leikur verulegur vafi á því að stjórnarskrárvarinn réttur íbúa Suðurnesja til heilbrigðisþjónustu sé virtur. Leitað verður til umboðsmanns Alþingis vegna þessa eins og skýrt var frá fyrir viku síðan. Ófagleg stjórnsýsla heilbrigðisráðuneytis í kjölfar gagnrýni og upplýsinga til almennings um að þróun fjárveitinga til HSS hafi versnað enn eitt árið, átti hlut í ákvörðun um að vísa málinu til umboðsmanns. Óeðlileg stjórnsýsla ráðuneytis Það er í samræmi við þau vinnubrögð sem áður hafa birst þegar heilbrigðisráðherra hélt því fram í viðtali á visir.is í gær að samskipti hans við mig hefðu „ávallt verið á formlegu nótunum.“ Ég get ekki tekið undir þá fullyrðingu ráðherra og bendi á að í sama viðtali var reynt að draga starfsfólk HSS inn í umræðuna. Það er ekkert óeðlilegt við það að starfsfólk stofnunar sé ekki alltaf sammála ákvörðunum forstjóra. Ummælin verða umhugsunarverðari í ljósi þeirrar staðreyndar að það er forstjóri HSS sem ber ábyrgð gagnvart ráðherra, ekki starfsfólk stofnunarinnar. Þetta er dæmi um þá stjórnsýslu sem nauðsynlegt er að umboðsmaður Alþingis taki afstöðu til. Brotalamir í fjármögnun heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni Brotalamirnar í heilbrigðisráðuneytinu eru því miður ekki einungis bundnar gagnvart íbúum Suðurnesja, heldur einnig öðrum íbúum á landsbyggðinni. Í vikunni skýrði heilbrigðisráðherra frá því að samningar við sérgreinalækna séu loks í höfn eftir langt samningsleysi. Það er yfirleitt jákvætt þegar aðilar ná samningum en innihald samningana skiptir höfuðmáli. Haft var eftir forstjóra Sjúkratrygginga Íslands í frétt á RÚV í gær að engin ákvæði væru í samningnum sem tryggðu þjónustu á landsbyggðinni. Í fréttinni voru einnig rakin dæmi um að eldra fólk treysti sér ekki í læknisferðir til Reykjavíkur og fengi þar af leiðandi ekki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Nýir samningar Sjúkratrygginga Íslands tryggja ekki veitingu þjónustu sérgreinalækna á landsbyggðinni Í áraraðir hafa gögn á vegum Sjúkratrygginga Íslands staðfest að íbúar landsbyggðarinnar hafa fengið töluvert minni þjónustu af hálfu sérgreinalækna en aðrir landsmenn. Til þessa hafa þeir samningar sem verið hafa í gildi ekki geymt ákvæði um jafnræði að aðgengi þjónustu á landinu öllu. Einstaka heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni hafa af fremsta megni reynt að halda uppi þeirri þjónustu sérgreinalækna sem þeim hefur verið unnt í hverju heilbrigðisumdæmi. Fjárhagsstaða þeirra hefur þó sennilega aldrei verið jafn bágborin og nú. Því er óraunhæft með öllu að leggja ábyrgð á veitingu þjónustu sérgreinalækna á þeirra herðar, ofan á aðrar byrðar sem þær ná ekki að standa undir. Ekki má gleyma að almenn læknisþjónusta á landsbyggðinni hefur sífellt verið á undanhaldi og mun sums staðar leggjast af innan tíðar ef ekkert breytist. Því er ekki unnt að ætla heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni að veita sérhæfða þjónustu þegar þær ná ekki að veita almenna þjónustu með fullnægjandi hætti. Ráðherra varpar ábyrgð yfir á stofnanirnar Vont er ef einstaka forstöðumenn ríkisstofnana, sem sjá sig knúna til að benda á að keisarinn sé nakinn, þurfi að gjalda fyrir slíkt með starfi sínu. Verra er þó að horfa upp á fjársvelti minnar heilbrigðisstofnunar á Suðurnesjum og afleiðingar þess á starfsfólk HSS og heilbrigðisþjónustu við íbúana. Sama má segja almennt um heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Verst er þó að heilbrigðisráðherra skuli varpa eigin ábyrgð á fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar á landsbyggðinni yfir á einstakar stofnanir með vísan í lög um opinber fjármál um að forstöðumenn þeirra eigi að halda þeim innan fjárheimilda, jafnvel þótt slíkt sé með öllu ómögulegt. Nær væri að ráðherra legði áherslu á að standa undir þeirri ábyrgð að veita öllum íbúunum landsins fullnægjandi heilbrigðisþjónustu sem þeir eiga rétt á, samkvæmt lögum og stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Höfundur er forstjóri HSS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Markús Ingólfur Eiríksson Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Sjá meira
Ég hef í rúm fjögur ár gegnt embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS), sem ber þær lögboðnu skyldur að veita ört fjölgandi íbúum Suðurnesja eins fullkomna heilbrigðisþjónustu og völ er á, líkt og segir í lögum um heilbrigðisþjónustu. Réttindi íbúanna eru ekki einungis tryggð með lögum og reglum, heldur einnig í stjórnarskrá. Það er því skylda stjórnvalda að tryggja stofnuninni nægilegt fjármagn svo unnt sé að veita þá þjónustu sem íbúarnir eiga rétt á. Fjárframlög á hvern íbúa fara sífellt lækkandi Þrátt fyrir að ég og fleiri hafa ítrekað bent heilbrigðisráðuneytinu á þann vanda að fjárframlög á hvern íbúa Suðurnesja færu sífellt lækkandi og að í óefni stefndi, hefur ekkert verið aðhafst. Undir þau sjónarmið hefur t.d. Fagráð HSS tekið undir í ályktun sinni. Fjársvelti leiðir til óhagræðis Fjársvelti HSS hefur haft þær afleiðingar m.a. að hver íbúi fær sífellt minni þjónustu og álagið á starfsfólk HSS eykst sömuleiðis. Við það sparast engir fjármunir því íbúarnir þurfa í staðinn að leita lengra eftir heilbrigðisþjónustu. Slík ferðalög draga úr vinnuframlagi og þar af leiðandi verðmætasköpun í hagkerfinu. Þar að auki spara þau ekki útgjöld ríkissjóðs þar sem að þau úrræði sem íbúar þurfa þá að leita í eru jafnvel enn dýrari en þjónustan heima í héraði. Miklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri HSS Á mínum starfstíma hefur verið ráðist í miklar breytingar í rekstri stofnunarinnar með það að markmiði að efla þjónustuna og draga úr kostnaði, ekki síst til lengri tíma litið. Yfirlit um hluta þess má lesa um í þessari grein. Þær úrbætur hafa stuðlað að stórauknu trausti til HSS. Þrátt fyrir þennan árangur hefur HSS á undanförnum árum glímt við verulegan fjármögnunarvanda. Undanfarið ár hefur þó steininn tekið úr. Íbúum á Suðurnesjum hefur fjölgað um hátt í 10%, verðbólga var einnig 10% en aukning fjárheimilda til HSS innan við 5%. Á þessu ber heilbrigðisráðherra ábyrgð. Vafi á að stjórnarskrárvarinn réttur íbúa Suðurnesja sé virtur Það leikur verulegur vafi á því að stjórnarskrárvarinn réttur íbúa Suðurnesja til heilbrigðisþjónustu sé virtur. Leitað verður til umboðsmanns Alþingis vegna þessa eins og skýrt var frá fyrir viku síðan. Ófagleg stjórnsýsla heilbrigðisráðuneytis í kjölfar gagnrýni og upplýsinga til almennings um að þróun fjárveitinga til HSS hafi versnað enn eitt árið, átti hlut í ákvörðun um að vísa málinu til umboðsmanns. Óeðlileg stjórnsýsla ráðuneytis Það er í samræmi við þau vinnubrögð sem áður hafa birst þegar heilbrigðisráðherra hélt því fram í viðtali á visir.is í gær að samskipti hans við mig hefðu „ávallt verið á formlegu nótunum.“ Ég get ekki tekið undir þá fullyrðingu ráðherra og bendi á að í sama viðtali var reynt að draga starfsfólk HSS inn í umræðuna. Það er ekkert óeðlilegt við það að starfsfólk stofnunar sé ekki alltaf sammála ákvörðunum forstjóra. Ummælin verða umhugsunarverðari í ljósi þeirrar staðreyndar að það er forstjóri HSS sem ber ábyrgð gagnvart ráðherra, ekki starfsfólk stofnunarinnar. Þetta er dæmi um þá stjórnsýslu sem nauðsynlegt er að umboðsmaður Alþingis taki afstöðu til. Brotalamir í fjármögnun heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni Brotalamirnar í heilbrigðisráðuneytinu eru því miður ekki einungis bundnar gagnvart íbúum Suðurnesja, heldur einnig öðrum íbúum á landsbyggðinni. Í vikunni skýrði heilbrigðisráðherra frá því að samningar við sérgreinalækna séu loks í höfn eftir langt samningsleysi. Það er yfirleitt jákvætt þegar aðilar ná samningum en innihald samningana skiptir höfuðmáli. Haft var eftir forstjóra Sjúkratrygginga Íslands í frétt á RÚV í gær að engin ákvæði væru í samningnum sem tryggðu þjónustu á landsbyggðinni. Í fréttinni voru einnig rakin dæmi um að eldra fólk treysti sér ekki í læknisferðir til Reykjavíkur og fengi þar af leiðandi ekki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Nýir samningar Sjúkratrygginga Íslands tryggja ekki veitingu þjónustu sérgreinalækna á landsbyggðinni Í áraraðir hafa gögn á vegum Sjúkratrygginga Íslands staðfest að íbúar landsbyggðarinnar hafa fengið töluvert minni þjónustu af hálfu sérgreinalækna en aðrir landsmenn. Til þessa hafa þeir samningar sem verið hafa í gildi ekki geymt ákvæði um jafnræði að aðgengi þjónustu á landinu öllu. Einstaka heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni hafa af fremsta megni reynt að halda uppi þeirri þjónustu sérgreinalækna sem þeim hefur verið unnt í hverju heilbrigðisumdæmi. Fjárhagsstaða þeirra hefur þó sennilega aldrei verið jafn bágborin og nú. Því er óraunhæft með öllu að leggja ábyrgð á veitingu þjónustu sérgreinalækna á þeirra herðar, ofan á aðrar byrðar sem þær ná ekki að standa undir. Ekki má gleyma að almenn læknisþjónusta á landsbyggðinni hefur sífellt verið á undanhaldi og mun sums staðar leggjast af innan tíðar ef ekkert breytist. Því er ekki unnt að ætla heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni að veita sérhæfða þjónustu þegar þær ná ekki að veita almenna þjónustu með fullnægjandi hætti. Ráðherra varpar ábyrgð yfir á stofnanirnar Vont er ef einstaka forstöðumenn ríkisstofnana, sem sjá sig knúna til að benda á að keisarinn sé nakinn, þurfi að gjalda fyrir slíkt með starfi sínu. Verra er þó að horfa upp á fjársvelti minnar heilbrigðisstofnunar á Suðurnesjum og afleiðingar þess á starfsfólk HSS og heilbrigðisþjónustu við íbúana. Sama má segja almennt um heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Verst er þó að heilbrigðisráðherra skuli varpa eigin ábyrgð á fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar á landsbyggðinni yfir á einstakar stofnanir með vísan í lög um opinber fjármál um að forstöðumenn þeirra eigi að halda þeim innan fjárheimilda, jafnvel þótt slíkt sé með öllu ómögulegt. Nær væri að ráðherra legði áherslu á að standa undir þeirri ábyrgð að veita öllum íbúunum landsins fullnægjandi heilbrigðisþjónustu sem þeir eiga rétt á, samkvæmt lögum og stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Höfundur er forstjóri HSS.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun