Hvar eru gögnin? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 29. júní 2023 13:30 Þegar matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, tók fyrirvaralaust ákvörðun um stöðvun veiða á langreyðum við Ísland 20. júní sl. óskuðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) samstundis eftir afriti af lögfræðilegri ráðgjöf og öðrum gögnum að baki þeirri ákvörðun ráðherra frá matvælaráðuneytinu. Það liðu sex dagar þar til svar barst frá ráðuneytinu eftir ítrekun SFS. Þá var beiðnin sögð umfangsmikil og tæki „einhvern tíma“ að safna saman gögnum og gera tilbúin til afhendingar. Nú eru liðnir heilir níu dagar og engin gögn í sjónmáli. Í vikunni var lögfræðilegt álit LEX lögmannsstofu á lögmæti ákvörðunar matvælaráðherra birt. Niðurstaða þess álits var skýr, ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva veiðar á langreyðum fór í bága við lög og var ekki reist á nægjanlega traustum lagagrundvelli. Það var svo tveimur dögum eftir birtingu lögfræðilegs álits LEX sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kom fram á forsíðu Morgunblaðsins með yfirlýsingu fyrir matvælaráðherrann um að gögn um lögmæti ákvörðunar ráðherrans væru væntanleg. Hvað gæti skýrt þessar tafir og tafaleiki? Gæti það verið að enginn lagalegur rökstuðningur hafi legið til grundvallar, að ráðherrann hafi einfaldlega farið fram í krafti pólitískra skammtímahagsmuna og skeytt engu um alvarlegar afleiðingar ákvörðunar sinnar. Gæti verið að nú sitji fólk í matvælaráðuneytinu að reyna að rökstyðja sig afturábak að ólögmætri ákvörðun. Ítarleg lagaleg greining LEX lögmannsstofu leiddi í ljós, svo ekki verður um villst, að ráðherrann braut stjórnarskrá með framferði sínu, braut sett lög ásamt því að fara á svig við stjórnsýslureglur sem eru til verndar borgaranna og virti að vettugi meðalhóf við ákvörðunina. Ekkert mat fór fram á svo íþyngjandi ákvörðun og enginn sjálfstæð rannsókn fór fram af hálfu ráðherrans eftir að hún fékk álit fagráðs í hendur. Álit sem tók í engu á lögmæti ákvörðunarinnar, var rýrt að rökstuðningi að öðru leiti og unnið var í andstöðu við ákvæði stjórnsýslulaga. Það skýrir kannski nýtilkominn óróleika forsætisráðherra í þessu máli að hún hefur í gegnum tíðina verið föst fyrir í því að ráðherrar rökstyðji ákvarðanir sínar ítarlega, að ráðherrar ráðfæri sig við sérfræðinga við hvert skref – líka um lagaleg atriði, að ráðherrar fresti ákvörðunum ef ekki gefst nægilegur tími til að rannsaka, að ráðherrar ráðfæri sig við þingið við veigamiklar ákvarðanir, að ráðherrar fari að lögum og að gagnsæi ríki í hvívetna í stjórnsýslunni. Það hljóta því að vera þung skref fyrir forsætisráðherrann að þurfa nú að verja þessa ólögmætu ákvörðun matvælaráðherra. En við hjá SFS bíðum enn eftir gögnum úr matvælaráðuneytinu, höldum áfram að ítreka beiðnina og standa vörð um hagsmuni þjóðar þegar kemur að sjálfbærri og löglegri nýtingu sjávarauðlindarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þegar matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, tók fyrirvaralaust ákvörðun um stöðvun veiða á langreyðum við Ísland 20. júní sl. óskuðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) samstundis eftir afriti af lögfræðilegri ráðgjöf og öðrum gögnum að baki þeirri ákvörðun ráðherra frá matvælaráðuneytinu. Það liðu sex dagar þar til svar barst frá ráðuneytinu eftir ítrekun SFS. Þá var beiðnin sögð umfangsmikil og tæki „einhvern tíma“ að safna saman gögnum og gera tilbúin til afhendingar. Nú eru liðnir heilir níu dagar og engin gögn í sjónmáli. Í vikunni var lögfræðilegt álit LEX lögmannsstofu á lögmæti ákvörðunar matvælaráðherra birt. Niðurstaða þess álits var skýr, ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva veiðar á langreyðum fór í bága við lög og var ekki reist á nægjanlega traustum lagagrundvelli. Það var svo tveimur dögum eftir birtingu lögfræðilegs álits LEX sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kom fram á forsíðu Morgunblaðsins með yfirlýsingu fyrir matvælaráðherrann um að gögn um lögmæti ákvörðunar ráðherrans væru væntanleg. Hvað gæti skýrt þessar tafir og tafaleiki? Gæti það verið að enginn lagalegur rökstuðningur hafi legið til grundvallar, að ráðherrann hafi einfaldlega farið fram í krafti pólitískra skammtímahagsmuna og skeytt engu um alvarlegar afleiðingar ákvörðunar sinnar. Gæti verið að nú sitji fólk í matvælaráðuneytinu að reyna að rökstyðja sig afturábak að ólögmætri ákvörðun. Ítarleg lagaleg greining LEX lögmannsstofu leiddi í ljós, svo ekki verður um villst, að ráðherrann braut stjórnarskrá með framferði sínu, braut sett lög ásamt því að fara á svig við stjórnsýslureglur sem eru til verndar borgaranna og virti að vettugi meðalhóf við ákvörðunina. Ekkert mat fór fram á svo íþyngjandi ákvörðun og enginn sjálfstæð rannsókn fór fram af hálfu ráðherrans eftir að hún fékk álit fagráðs í hendur. Álit sem tók í engu á lögmæti ákvörðunarinnar, var rýrt að rökstuðningi að öðru leiti og unnið var í andstöðu við ákvæði stjórnsýslulaga. Það skýrir kannski nýtilkominn óróleika forsætisráðherra í þessu máli að hún hefur í gegnum tíðina verið föst fyrir í því að ráðherrar rökstyðji ákvarðanir sínar ítarlega, að ráðherrar ráðfæri sig við sérfræðinga við hvert skref – líka um lagaleg atriði, að ráðherrar fresti ákvörðunum ef ekki gefst nægilegur tími til að rannsaka, að ráðherrar ráðfæri sig við þingið við veigamiklar ákvarðanir, að ráðherrar fari að lögum og að gagnsæi ríki í hvívetna í stjórnsýslunni. Það hljóta því að vera þung skref fyrir forsætisráðherrann að þurfa nú að verja þessa ólögmætu ákvörðun matvælaráðherra. En við hjá SFS bíðum enn eftir gögnum úr matvælaráðuneytinu, höldum áfram að ítreka beiðnina og standa vörð um hagsmuni þjóðar þegar kemur að sjálfbærri og löglegri nýtingu sjávarauðlindarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun