Einkavædd einkavæðing Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 29. júní 2023 10:30 Fjármálaráðherra hneykslast á þeim sem vilja kalla hann til ábyrgðar vegna alvarlegra og kerfislægra lögbrota sem framin voru við sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka síðastliðið vor. Sama hneykslun birtist í viðbrögðum forstjóra og stjórnarformanns Bankasýslunnar við spurningum á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Staðreyndin er engu að síður sú að Alþingi hefur sett sérstök lög sem fela fjármálaráðherra veigamikið hlutverk, ábyrgð, ákvörðunarvald og eftirlit við sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Framkvæmdin er í höndum Bankasýslunnar, sérstakrar stofnunar á málefnasviði fjármálaráðherra sem annast sölumeðferð „fyrir hönd ríkisins í samræmi við ákvörðun ráðherra“, en það er fjármálaráðherra sem ákveður hvort og hvernig skuli selja, kynnir fyrirhugaða sölu, hefur eftirlit með söluferlinu og tekur endanlega ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað. Fyrst löggjafinn hefur sérstaklega falið fjármálaráðherra það verkefni að selja eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum – og meira að segja sett á fót heila ríkisstofnun sem er ætlað að aðstoða hann við það – mætti ætla að um opinbert stjórnarmálefni væri að ræða sem ráðherra bæri ábyrgð á, og þá einnig ef í ljós kæmi að farið hefði verið á svig við lög við framkvæmd þess. Er það endilega svo fráleitt, að fjármálaráðherra og Bankasýsla ríkisins beri ábyrgð á því að farið sé að lögum við framkvæmd þeirra verkefna sem löggjafinn hefur falið þeim? Þegar spjótin stóðu á fjármálaráðherra vegna bankasölunnar í fyrravor var helst á honum að skilja að sjálfur hefði hann vart komið nálægt sölunni; ekki mátt það vegna „armslengdarreglu“ sem þó er hvergi að finna í lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þetta rímaði illa við málflutning stjórnenda Bankasýslunnar sem sögðu að stofnunin og ráðherra hefðu haft með sér „nána samvinnu í gegnum allt söluferlið“. Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í gær léku fulltrúar Bankasýslunnar sama leik og Bjarni: dembdu allri ábyrgð á næsta hlekk fyrir neðan sig, kynntu sig sem óheppna kaupendur fjármálaþjónustu sem reynst hefði gölluð. Áttu þeir, fórnarlömbin, að bera ábyrgð á eigin óláni? Eini vandinn við þessa annars hugvitsamlegu lausn á vandræðum fjármálaráðherra og bankasýslumanna er lagabókstafurinn. Stjórnvöldum er sem betur fer ekki frjálst að fela öðrum að vinna vinnuna sína og taka ábyrgð á henni þegar illa fer. Ólögmætt valdframsal er jafnvel enn alvarlegra lögbrot en mörg þeirra sem ráðherra og bankasýslumenn hafa verið að reyna að sverja af sér með því að vísa ábyrgð sinni á aðra, ráðherra á Bankasýsluna og Bankasýslan á „söluráðgjafa“ sem nú eiga að hafa séð nær alfarið um framkvæmd útboðsins. Staðreyndin er sú að fjármálaráðherra og Bankasýslan báru og bera enn lagalega ábyrgð á sölu 22,5% eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka síðastliðið vor. Undan þessari ábyrgð gátu þessir stjórnvaldshafar ekki komið sér með því að framselja vald sitt án lagaheimildar til annars stjórnvalds, hvað þá til einkaaðila, heldur felast í því sjálfstæð lögbrot ef rétt reynist. Þær skýringar sem ráðherra og Bankasýslumenn hafa veitt eru því ekki eins snilldarlegar og þær gætu virst við fyrstu sýn. Í ákafanum við að sverja af sér klúðrið við Íslandsbankasöluna gleyma þeir því að salan er lögbundið verkefni sem þeir fóru með og bera ábyrgð á – sama hvernig þeir ákváðu sjálfir að rækja það eða vanrækja. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Samfylkingin Tengdar fréttir Kúnstugt viðtal við Katrínu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að úttekt Ríkisendurskoðunar sé ekki áfellisdómur yfir því hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. „Ég lít hvorki á hana sem áfellisdóm eða hvítþvott,“ sagði hún í Sprengisandi nú á sunnudag. Það er full ástæða til að staldra við og rýna aðeins í málflutning forsætisráðherra í viðtalinu. 21. nóvember 2022 11:01 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra hneykslast á þeim sem vilja kalla hann til ábyrgðar vegna alvarlegra og kerfislægra lögbrota sem framin voru við sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka síðastliðið vor. Sama hneykslun birtist í viðbrögðum forstjóra og stjórnarformanns Bankasýslunnar við spurningum á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Staðreyndin er engu að síður sú að Alþingi hefur sett sérstök lög sem fela fjármálaráðherra veigamikið hlutverk, ábyrgð, ákvörðunarvald og eftirlit við sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Framkvæmdin er í höndum Bankasýslunnar, sérstakrar stofnunar á málefnasviði fjármálaráðherra sem annast sölumeðferð „fyrir hönd ríkisins í samræmi við ákvörðun ráðherra“, en það er fjármálaráðherra sem ákveður hvort og hvernig skuli selja, kynnir fyrirhugaða sölu, hefur eftirlit með söluferlinu og tekur endanlega ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað. Fyrst löggjafinn hefur sérstaklega falið fjármálaráðherra það verkefni að selja eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum – og meira að segja sett á fót heila ríkisstofnun sem er ætlað að aðstoða hann við það – mætti ætla að um opinbert stjórnarmálefni væri að ræða sem ráðherra bæri ábyrgð á, og þá einnig ef í ljós kæmi að farið hefði verið á svig við lög við framkvæmd þess. Er það endilega svo fráleitt, að fjármálaráðherra og Bankasýsla ríkisins beri ábyrgð á því að farið sé að lögum við framkvæmd þeirra verkefna sem löggjafinn hefur falið þeim? Þegar spjótin stóðu á fjármálaráðherra vegna bankasölunnar í fyrravor var helst á honum að skilja að sjálfur hefði hann vart komið nálægt sölunni; ekki mátt það vegna „armslengdarreglu“ sem þó er hvergi að finna í lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þetta rímaði illa við málflutning stjórnenda Bankasýslunnar sem sögðu að stofnunin og ráðherra hefðu haft með sér „nána samvinnu í gegnum allt söluferlið“. Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í gær léku fulltrúar Bankasýslunnar sama leik og Bjarni: dembdu allri ábyrgð á næsta hlekk fyrir neðan sig, kynntu sig sem óheppna kaupendur fjármálaþjónustu sem reynst hefði gölluð. Áttu þeir, fórnarlömbin, að bera ábyrgð á eigin óláni? Eini vandinn við þessa annars hugvitsamlegu lausn á vandræðum fjármálaráðherra og bankasýslumanna er lagabókstafurinn. Stjórnvöldum er sem betur fer ekki frjálst að fela öðrum að vinna vinnuna sína og taka ábyrgð á henni þegar illa fer. Ólögmætt valdframsal er jafnvel enn alvarlegra lögbrot en mörg þeirra sem ráðherra og bankasýslumenn hafa verið að reyna að sverja af sér með því að vísa ábyrgð sinni á aðra, ráðherra á Bankasýsluna og Bankasýslan á „söluráðgjafa“ sem nú eiga að hafa séð nær alfarið um framkvæmd útboðsins. Staðreyndin er sú að fjármálaráðherra og Bankasýslan báru og bera enn lagalega ábyrgð á sölu 22,5% eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka síðastliðið vor. Undan þessari ábyrgð gátu þessir stjórnvaldshafar ekki komið sér með því að framselja vald sitt án lagaheimildar til annars stjórnvalds, hvað þá til einkaaðila, heldur felast í því sjálfstæð lögbrot ef rétt reynist. Þær skýringar sem ráðherra og Bankasýslumenn hafa veitt eru því ekki eins snilldarlegar og þær gætu virst við fyrstu sýn. Í ákafanum við að sverja af sér klúðrið við Íslandsbankasöluna gleyma þeir því að salan er lögbundið verkefni sem þeir fóru með og bera ábyrgð á – sama hvernig þeir ákváðu sjálfir að rækja það eða vanrækja. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Kúnstugt viðtal við Katrínu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að úttekt Ríkisendurskoðunar sé ekki áfellisdómur yfir því hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. „Ég lít hvorki á hana sem áfellisdóm eða hvítþvott,“ sagði hún í Sprengisandi nú á sunnudag. Það er full ástæða til að staldra við og rýna aðeins í málflutning forsætisráðherra í viðtalinu. 21. nóvember 2022 11:01
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun