„Þetta eru ekki atvinnuhermenn eins og maður sér í bíómyndum“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. júlí 2023 08:01 Þjálfunin fer fram á ónefndum stað í Bretlandi. Íslenskir og hollenskir sérfræðingar koma að þjálfuninni. ©MoD Crown Copyright 2023. Sérfræðingar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu þjálfa úkraínska hermenn í bráðameðferð fyrir vígvellina. Deildarstjóri segir fyrstu mínúturnar skipta mestu máli svo fólki blæði ekki út. „Það er frábært að Ísland eigi sérfræðinga sem geta komið að svona verkefnum. Við erum ekki bara að borga peninga heldur að leggja eitthvað af mörkunum,“ segir Hlynur Höskuldsson, deildarstjóri aðgerðadeildar Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Utanríkisráðuneytið leitaði til slökkviliðsins til að koma að þjálfun úkraínskra hermanna í bráðameðferð í Bretlandi. Þetta er hluti af stuðningi landsins við Úkraínu til að bregðast við innrás Rússa. Bretar sjá að stærstum hluta um þjálfunina en íslenskir og hollenskir sérfræðingar koma að henni. Verkefnið byrjaði í sumar og Hlynur segir að tveir sérfræðingar frá Íslandi fari á hvert námskeið sem um 50 Úkraínumenn sækja. Þeir sem fara héðan eru svokallaðir bráðatæknar, mest menntuðu sjúkraflutningamennirnir. Flestir deyja á fyrstu mínútunum „Við erum að kenna fólki hvernig það á að bregðast við til að auka lífslíkur annarra,“ segir Hlynur aðspurður um hvað sé kennt á þessu námskeiði. Flestir sem sækja það hafi einhvers konar heilbrigðismenntun á bakinu en það er þó ekki algilt. Hlynur Höskuldsson, deildarstjóri aðgerðadeildar Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.Utanríkisráðuneytið Mikil áhersla er lögð á að stöðva blæðingar og koma særðu fólki í skjól. Skoðun og mat skiptir miklu máli sem og rétt forgangsröðun. „Tölfræðin sýnir að á bilinu 65 til 70 prósent hermanna sem deyja í stríðsátökum gera það á fyrstu tíu mínútunum eftir atvik. Það skiptir miklu máli að rétt handtök séu framkvæmd strax. Það er ekki tími til þess að keyra með fólk á næstu sjúkrastöð,“ segir Hlynur. Útlimir berskjaldaðir Á vígvellinum eru það tvenns konar áverkar sem eru algengastir. Skotáverkar og sprengjuáverkar. Hætt er við því að fólki blæði út ef áverkinn lendir á ákveðnum æðum, ákveðnum líffærum eða sé af vissri stærð „Númer eitt, tvö og þrjú eru það útlimaáverkar sem eru að skaða fólk í hernaði. Flestir eru með hjálma og í skotheldum vestum en útlimirnir eru berskjaldaðri,“ segir Hlynur. „Ef áverkinn er alvarlegur getur fólki blætt út á örfáum mínútum.“ Dæmi um slíkan áverka getur verið þegar hermaður stígur á jarðsprengju og fóturinn rifnar af. Þá skiptir máli að hafa hröð handtök og setja á svokallaðan snarvöndul (tourniquet). Verkefnið hófst í sumar og er hluti af stuðningi Íslands við Úkraínu eftir innrás Rússa.Utanríkisráðuneytið. „Það þarf að gera þetta allt með réttum hætti, setja vöndulinn á réttan stað og á réttum tíma,“ segir Hlynur. „Í upphafi skiptir mestu máli að blóðið hætti að fara úr einstaklingnum.“ Fólk eins og ég og þú Hlynur segist aldrei hafa búist við að slökkviliðið tæki þátt í svona verkefni, það er að kenna hermönnum bráðaaðstoð á vígvelli. Eftir að hann hitti hermennina fannst honum sá hildarleikur sem Íslendingar hafa fylgst með í fjölmiðlum raungerast fyrir sér. „Þetta eru ekki atvinnuhermenn eins og maður sér í bíómyndum. Þetta er fólk eins og ég og þú,“ segir Hlynur og nefnir að fólkið sé í misjöfnu ástandi. „Þetta fólk er ýmist að koma úr hræðilegum aðstæðum og er að fara aftur í þær,“ segir hann. Flestir á námskeiðinu eru karlar en all nokkrar konur sækja það þó.©MoD Crown Copyright 2023. Meirihlutinn eru karlar en þó eru all nokkrar konur á námskeiðinu. Aldursbilið er mjög breytt. Þau yngstu í kringum tvítugt en þau elstu á sextugsaldri. Hlynur segir einnig að takmarkið með þessum námskeiðum sé ekki aðeins að mennta þá sem það sækja. Þeim sé einnig kennt að kenna öðrum undirstöðuatriðin í bráðameðferð. „Það komast ekki allir á svona námskeið en þau sem komast geta þá vonandi kennt öðrum að gera þetta betur,“ segir hann. „Þá margföldum við hæfnina.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ásamt sérfræðingum Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.Utanríkisráðuneytið. Útlimaáverkar eru algengastir á vígvellinum enda eru hermenn með hjálma og í skotheldum vestum.©MoD Crown Copyright 2023. Hlynur segir þátttakendur í námskeiðinu á öllum aldri og í misjöfnu ásigkomulagi, enda sumir að koma beint af vígvellinum.©MoD Crown Copyright 2023. Bretland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
„Það er frábært að Ísland eigi sérfræðinga sem geta komið að svona verkefnum. Við erum ekki bara að borga peninga heldur að leggja eitthvað af mörkunum,“ segir Hlynur Höskuldsson, deildarstjóri aðgerðadeildar Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Utanríkisráðuneytið leitaði til slökkviliðsins til að koma að þjálfun úkraínskra hermanna í bráðameðferð í Bretlandi. Þetta er hluti af stuðningi landsins við Úkraínu til að bregðast við innrás Rússa. Bretar sjá að stærstum hluta um þjálfunina en íslenskir og hollenskir sérfræðingar koma að henni. Verkefnið byrjaði í sumar og Hlynur segir að tveir sérfræðingar frá Íslandi fari á hvert námskeið sem um 50 Úkraínumenn sækja. Þeir sem fara héðan eru svokallaðir bráðatæknar, mest menntuðu sjúkraflutningamennirnir. Flestir deyja á fyrstu mínútunum „Við erum að kenna fólki hvernig það á að bregðast við til að auka lífslíkur annarra,“ segir Hlynur aðspurður um hvað sé kennt á þessu námskeiði. Flestir sem sækja það hafi einhvers konar heilbrigðismenntun á bakinu en það er þó ekki algilt. Hlynur Höskuldsson, deildarstjóri aðgerðadeildar Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.Utanríkisráðuneytið Mikil áhersla er lögð á að stöðva blæðingar og koma særðu fólki í skjól. Skoðun og mat skiptir miklu máli sem og rétt forgangsröðun. „Tölfræðin sýnir að á bilinu 65 til 70 prósent hermanna sem deyja í stríðsátökum gera það á fyrstu tíu mínútunum eftir atvik. Það skiptir miklu máli að rétt handtök séu framkvæmd strax. Það er ekki tími til þess að keyra með fólk á næstu sjúkrastöð,“ segir Hlynur. Útlimir berskjaldaðir Á vígvellinum eru það tvenns konar áverkar sem eru algengastir. Skotáverkar og sprengjuáverkar. Hætt er við því að fólki blæði út ef áverkinn lendir á ákveðnum æðum, ákveðnum líffærum eða sé af vissri stærð „Númer eitt, tvö og þrjú eru það útlimaáverkar sem eru að skaða fólk í hernaði. Flestir eru með hjálma og í skotheldum vestum en útlimirnir eru berskjaldaðri,“ segir Hlynur. „Ef áverkinn er alvarlegur getur fólki blætt út á örfáum mínútum.“ Dæmi um slíkan áverka getur verið þegar hermaður stígur á jarðsprengju og fóturinn rifnar af. Þá skiptir máli að hafa hröð handtök og setja á svokallaðan snarvöndul (tourniquet). Verkefnið hófst í sumar og er hluti af stuðningi Íslands við Úkraínu eftir innrás Rússa.Utanríkisráðuneytið. „Það þarf að gera þetta allt með réttum hætti, setja vöndulinn á réttan stað og á réttum tíma,“ segir Hlynur. „Í upphafi skiptir mestu máli að blóðið hætti að fara úr einstaklingnum.“ Fólk eins og ég og þú Hlynur segist aldrei hafa búist við að slökkviliðið tæki þátt í svona verkefni, það er að kenna hermönnum bráðaaðstoð á vígvelli. Eftir að hann hitti hermennina fannst honum sá hildarleikur sem Íslendingar hafa fylgst með í fjölmiðlum raungerast fyrir sér. „Þetta eru ekki atvinnuhermenn eins og maður sér í bíómyndum. Þetta er fólk eins og ég og þú,“ segir Hlynur og nefnir að fólkið sé í misjöfnu ástandi. „Þetta fólk er ýmist að koma úr hræðilegum aðstæðum og er að fara aftur í þær,“ segir hann. Flestir á námskeiðinu eru karlar en all nokkrar konur sækja það þó.©MoD Crown Copyright 2023. Meirihlutinn eru karlar en þó eru all nokkrar konur á námskeiðinu. Aldursbilið er mjög breytt. Þau yngstu í kringum tvítugt en þau elstu á sextugsaldri. Hlynur segir einnig að takmarkið með þessum námskeiðum sé ekki aðeins að mennta þá sem það sækja. Þeim sé einnig kennt að kenna öðrum undirstöðuatriðin í bráðameðferð. „Það komast ekki allir á svona námskeið en þau sem komast geta þá vonandi kennt öðrum að gera þetta betur,“ segir hann. „Þá margföldum við hæfnina.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ásamt sérfræðingum Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.Utanríkisráðuneytið. Útlimaáverkar eru algengastir á vígvellinum enda eru hermenn með hjálma og í skotheldum vestum.©MoD Crown Copyright 2023. Hlynur segir þátttakendur í námskeiðinu á öllum aldri og í misjöfnu ásigkomulagi, enda sumir að koma beint af vígvellinum.©MoD Crown Copyright 2023.
Bretland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira