Skora á kaupandann að hætta við kaupin Máni Snær Þorláksson skrifar 28. júní 2023 11:40 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Vísir/Sigurjón Öryrkjabandalag Íslands skorar á sýslumannsembættið á Suðurnesjum og sveitarfélagið Reykjanesbæ að endurskoða ákvörðun sem leiddi til þess að einbýlishús ungs öryrkja var selt tugmilljónum undir markaðsverði á nauðungaruppboði. Þá skora samtökin á kaupanda hússins að hætta við kaupin. „Þetta getur bara ekki verið löglegt, að hús sem er metið á 57 milljónir sé selt á þrjár milljónir. Við erum ekki að endurtaka hrunið er það? Þegar selt var undan fólki fyrir einhverjum smáaurum,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, í samtali við fréttastofu um málið. Þuríður segir Öryrkjabandalagið telja að þarna hljóti að hafa orðið einhver stórkostleg mistök. „Það hlýtur að hafa mátt leysa þetta mál á annan veg,“ segir hún. „Það er alveg ljóst að bæði sýslumaður og sveitarfélag hljóta þarna að hafa brugðist upplýsingaskyldu og leiðbeiningarskyldu gagnvart þessum fatlaða einstaklingi. Lögin hljóta að eiga sérstaklega að verja einstaklinga í hans stöðu. Ef það er ekki þannig þá þarf bara að fara í það að breyta og bæta lagaumhverfið.“ Skora á sýslumann, sveitarfélag og kaupendur Fram kemur í tilkynningu frá Öryrkjabandalaginu að þau vilji leiðréttingu á umræddri ákvörðun. Þau segja forkastanlegt að hvorki félagsþjónusta sveitarfélagsins né sýslumannsembættið hafi gripið inn í áður en húsið var selt á nauðungaruppboði. Einungis eitt tilboð barst í húsið og hljóðaði það einungis upp á þrjár milljónir. Var því tilboði tekið þrátt fyrir að um sé að ræða einungis um fimm prósent af markaðsvirði hússins. Öryrkjabandalagið vekur athygli á því að í lögum um nauðungarsölu segir að sýslumaður geti ákveðið að halda uppboð upp á nýtt telji hann þau tilboð sem koma til álita vera „svo lág að fari fjarri líklegu markaðsverði eignarinnar.“ Réttindasamtökin skora bæði á sýslumannsembættið og sveitarfélagið að „tryggja velferð mannsins og húsnæðisöryggi í hans eigin eign.“ Sömuleiðis sé nauðsynlegt að fara yfir alla verkferla í málinu til að tryggja að svona lagað endurtaki sig ekki. Þá hvetur Öryrkjabandalagið þá sem keyptu húsið til að hætta við kaupin þar sem nú er ljóst hvernig í málinu liggur. „Mér finnst bara eðlilegt, ef maður vísar til eðlilegra samskipta siðferðisfólks þá hljóti það að vera borðleggjandi að viðkomandi bara skili eigninni þegar búið er að upplýst hefur verið um hvernig að málunum var staðið,“ segir Þuríður. Reykjanesbær Málefni fatlaðs fólks Fasteignamarkaður Húsnæðismál Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Tengdar fréttir „Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
„Þetta getur bara ekki verið löglegt, að hús sem er metið á 57 milljónir sé selt á þrjár milljónir. Við erum ekki að endurtaka hrunið er það? Þegar selt var undan fólki fyrir einhverjum smáaurum,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, í samtali við fréttastofu um málið. Þuríður segir Öryrkjabandalagið telja að þarna hljóti að hafa orðið einhver stórkostleg mistök. „Það hlýtur að hafa mátt leysa þetta mál á annan veg,“ segir hún. „Það er alveg ljóst að bæði sýslumaður og sveitarfélag hljóta þarna að hafa brugðist upplýsingaskyldu og leiðbeiningarskyldu gagnvart þessum fatlaða einstaklingi. Lögin hljóta að eiga sérstaklega að verja einstaklinga í hans stöðu. Ef það er ekki þannig þá þarf bara að fara í það að breyta og bæta lagaumhverfið.“ Skora á sýslumann, sveitarfélag og kaupendur Fram kemur í tilkynningu frá Öryrkjabandalaginu að þau vilji leiðréttingu á umræddri ákvörðun. Þau segja forkastanlegt að hvorki félagsþjónusta sveitarfélagsins né sýslumannsembættið hafi gripið inn í áður en húsið var selt á nauðungaruppboði. Einungis eitt tilboð barst í húsið og hljóðaði það einungis upp á þrjár milljónir. Var því tilboði tekið þrátt fyrir að um sé að ræða einungis um fimm prósent af markaðsvirði hússins. Öryrkjabandalagið vekur athygli á því að í lögum um nauðungarsölu segir að sýslumaður geti ákveðið að halda uppboð upp á nýtt telji hann þau tilboð sem koma til álita vera „svo lág að fari fjarri líklegu markaðsverði eignarinnar.“ Réttindasamtökin skora bæði á sýslumannsembættið og sveitarfélagið að „tryggja velferð mannsins og húsnæðisöryggi í hans eigin eign.“ Sömuleiðis sé nauðsynlegt að fara yfir alla verkferla í málinu til að tryggja að svona lagað endurtaki sig ekki. Þá hvetur Öryrkjabandalagið þá sem keyptu húsið til að hætta við kaupin þar sem nú er ljóst hvernig í málinu liggur. „Mér finnst bara eðlilegt, ef maður vísar til eðlilegra samskipta siðferðisfólks þá hljóti það að vera borðleggjandi að viðkomandi bara skili eigninni þegar búið er að upplýst hefur verið um hvernig að málunum var staðið,“ segir Þuríður.
Reykjanesbær Málefni fatlaðs fólks Fasteignamarkaður Húsnæðismál Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Tengdar fréttir „Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
„Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05