Hvalveiðibann byggt á misskilningi? Kristófer Már Maronsson skrifar 28. júní 2023 07:30 Mikið hefur verið rætt og ritað um ákvörðun matvælaráðherra að banna hvalveiðar til 1. september. Næstu 10 vikur fara í að kanna hvort unnt sé að stunda veiðarnar og uppfylla lög um velferð dýra á skv. svörum Svandísar á opnum fundi atvinnuveganefndar. Maður veltir fyrir sér hvort ráðuneytið þurfi 10 vikur til þess, eða hvort starfsmenn taki 4 vikur í vinnuna og 6 vikur í sumarfrí á þessu 10 vikna tímabili. Því verða aðrir að svara, en ljóst er að starfsfólk sem missti vinnuna vegna ákvörðunarinnar hefur ekki húmor fyrir því ef meirihluti tímabilsins fer í sumarfrí ríkisstarfsmanna. Hægt er að skrifa margar blaðsíður um hina ýmsu vankanta ákvörðunarinnar út frá mörgum sjónarhornum. Það er fyrst og fremst mögulegur misskilningur um réttindi starfsfólks sem áhersla verður lögð á í þessum pistli, enda þykir mér afdrif starfsfólksins það mikilvægasta í þessu máli - þó fleiri atriði skipti auðvitað máli. Ákvörðun byggð á misskilningi? Á fundi Verkalýðsfélags Akraness um hvalveiðibann lét matvælaráðherra eftirfarandi orð falla: „Eins og í öllum tilvikum þegar starfsemi er stöðvuð, vegna opinberra reglna sem um hana gilda, eða eins og í þessu tilviki þegar það liggur ekki fyrir að veiðar geti uppfyllt lagaskilyrði, þá veitir það ekki fyrirtækjum sjálfkrafa skjól til að hlaupast undan á öðrum sviðum og hýrudraga starfsmenn sína. Reglum vinnumarkaðarins þarf að fylgja, rétt eins og öðrum reglum, þar með talið reglum um dýravelferð. Réttindi á vinnumarkaði gufa ekki upp þó í ljós komi að ekki sé hægt að hefja starfsemi á ákveðnum tíma.” Af orðum ráðherra má álykta að hún telji Hval hf. eiga að greiða þeim starfsmönnum sem missa vinnuna laun þrátt fyrir að ekkert verði úr vertíðinni. Það hefur að mínu viti ekki komið skýrt fram hvort það sé staðreyndin, en ef svo er þá er um misskilning að ræða. Reglur vinnumarkaðarins eru almennt þannig að á fyrstu þremur mánuðum ótímabundins ráðningarsamnings er 7 daga uppsagnarfrestur. Í þessu tilfelli er þó ólíklegt að um ótímabundinn samning sé að ræða. Þar sem vertíð var ekki hafin er í raun nær útilokað að fólk hafi verið búið að undirrita ráðningarsamning yfir höfuð. Það eru því engin réttindi áunnin og engar skyldur sem Hvalur hf. hefur gagnvart vertíðarstarfsfólki. Fólk sem sagði upp starfi sínu fyrir vertíð eða tók sér leyfi getur ekki sótt um atvinnuleysisbætur. Sumir keppast reyndar um að segja að atvinnuleysi sé svo lítið og fólk finni auðveldlega aðra vinnu. Vertíðarvinna hjá Hval er þó engin venjuleg vinna og útilokað er að finna aðra sambærilega í sumar. Það er búið að ráða í flest sumarstörf og í mörgum tilfellum er um að ræða námsmenn eða fólk sem tók sér leyfi frá annarri vinnu. Fólk stendur nú frammi fyrir því að reyna að finna sér sumarvinnu sem skilar kannski 20-40% af þeim tekjum sem fólk hafði réttmætar væntingar til þess að fá í sumar. Sumir höfðu einnig leigt út húsnæðið sitt yfir sumarið og eru samhliða tekjumissinum í húsnæðisvandræðum. Ákvörðunin snertir fleiri en starfsmenn Það eru ekki bara starfsmenn og fjölskyldur þeirra sem munu finna fyrir ákvörðun ráðherra, þó að þeim blæði mest. Áætlað er að útsvarstap Akraneskaupstaðar, þar sem ég ól manninn, nemi nærri tvöföldum rekstrarhalla síðasta árs hjá sveitarfélaginu. Ákvörðun ráðherra kemur því ört vaxandi sveitarfélagi, og mögulega nágrönnunum í Hvalfjarðarsveit, í fjárhagsvandræði. Í þessum sveitarfélögum búa um tæplega 9.000 íbúar sem finna munu fyrir ákvörðuninni á næstu misserum. Ef ákvörðunin er m.a. byggð á ofangreindum misskilningi ráðherra, þá hlýtur að liggja beinast við að draga hana til baka strax. Matvælaráðherra verður að vinna fyrir alla landsmenn, þrátt fyrir að sækja umboð sitt til Reykjavíkur. Ég trúi því ekki að vægasta úrræðið feli í sér að koma tæplega 200 fjölskyldum og stóru sveitarfélagi á landsbyggðinni í fjárhagsvandræði. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Hvalveiðar Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um ákvörðun matvælaráðherra að banna hvalveiðar til 1. september. Næstu 10 vikur fara í að kanna hvort unnt sé að stunda veiðarnar og uppfylla lög um velferð dýra á skv. svörum Svandísar á opnum fundi atvinnuveganefndar. Maður veltir fyrir sér hvort ráðuneytið þurfi 10 vikur til þess, eða hvort starfsmenn taki 4 vikur í vinnuna og 6 vikur í sumarfrí á þessu 10 vikna tímabili. Því verða aðrir að svara, en ljóst er að starfsfólk sem missti vinnuna vegna ákvörðunarinnar hefur ekki húmor fyrir því ef meirihluti tímabilsins fer í sumarfrí ríkisstarfsmanna. Hægt er að skrifa margar blaðsíður um hina ýmsu vankanta ákvörðunarinnar út frá mörgum sjónarhornum. Það er fyrst og fremst mögulegur misskilningur um réttindi starfsfólks sem áhersla verður lögð á í þessum pistli, enda þykir mér afdrif starfsfólksins það mikilvægasta í þessu máli - þó fleiri atriði skipti auðvitað máli. Ákvörðun byggð á misskilningi? Á fundi Verkalýðsfélags Akraness um hvalveiðibann lét matvælaráðherra eftirfarandi orð falla: „Eins og í öllum tilvikum þegar starfsemi er stöðvuð, vegna opinberra reglna sem um hana gilda, eða eins og í þessu tilviki þegar það liggur ekki fyrir að veiðar geti uppfyllt lagaskilyrði, þá veitir það ekki fyrirtækjum sjálfkrafa skjól til að hlaupast undan á öðrum sviðum og hýrudraga starfsmenn sína. Reglum vinnumarkaðarins þarf að fylgja, rétt eins og öðrum reglum, þar með talið reglum um dýravelferð. Réttindi á vinnumarkaði gufa ekki upp þó í ljós komi að ekki sé hægt að hefja starfsemi á ákveðnum tíma.” Af orðum ráðherra má álykta að hún telji Hval hf. eiga að greiða þeim starfsmönnum sem missa vinnuna laun þrátt fyrir að ekkert verði úr vertíðinni. Það hefur að mínu viti ekki komið skýrt fram hvort það sé staðreyndin, en ef svo er þá er um misskilning að ræða. Reglur vinnumarkaðarins eru almennt þannig að á fyrstu þremur mánuðum ótímabundins ráðningarsamnings er 7 daga uppsagnarfrestur. Í þessu tilfelli er þó ólíklegt að um ótímabundinn samning sé að ræða. Þar sem vertíð var ekki hafin er í raun nær útilokað að fólk hafi verið búið að undirrita ráðningarsamning yfir höfuð. Það eru því engin réttindi áunnin og engar skyldur sem Hvalur hf. hefur gagnvart vertíðarstarfsfólki. Fólk sem sagði upp starfi sínu fyrir vertíð eða tók sér leyfi getur ekki sótt um atvinnuleysisbætur. Sumir keppast reyndar um að segja að atvinnuleysi sé svo lítið og fólk finni auðveldlega aðra vinnu. Vertíðarvinna hjá Hval er þó engin venjuleg vinna og útilokað er að finna aðra sambærilega í sumar. Það er búið að ráða í flest sumarstörf og í mörgum tilfellum er um að ræða námsmenn eða fólk sem tók sér leyfi frá annarri vinnu. Fólk stendur nú frammi fyrir því að reyna að finna sér sumarvinnu sem skilar kannski 20-40% af þeim tekjum sem fólk hafði réttmætar væntingar til þess að fá í sumar. Sumir höfðu einnig leigt út húsnæðið sitt yfir sumarið og eru samhliða tekjumissinum í húsnæðisvandræðum. Ákvörðunin snertir fleiri en starfsmenn Það eru ekki bara starfsmenn og fjölskyldur þeirra sem munu finna fyrir ákvörðun ráðherra, þó að þeim blæði mest. Áætlað er að útsvarstap Akraneskaupstaðar, þar sem ég ól manninn, nemi nærri tvöföldum rekstrarhalla síðasta árs hjá sveitarfélaginu. Ákvörðun ráðherra kemur því ört vaxandi sveitarfélagi, og mögulega nágrönnunum í Hvalfjarðarsveit, í fjárhagsvandræði. Í þessum sveitarfélögum búa um tæplega 9.000 íbúar sem finna munu fyrir ákvörðuninni á næstu misserum. Ef ákvörðunin er m.a. byggð á ofangreindum misskilningi ráðherra, þá hlýtur að liggja beinast við að draga hana til baka strax. Matvælaráðherra verður að vinna fyrir alla landsmenn, þrátt fyrir að sækja umboð sitt til Reykjavíkur. Ég trúi því ekki að vægasta úrræðið feli í sér að koma tæplega 200 fjölskyldum og stóru sveitarfélagi á landsbyggðinni í fjárhagsvandræði. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar