Bjarni segir erfitt að spá fyrir um framtíð stjórnarsamstarfsins Heimir Már Pétursson skrifar 27. júní 2023 20:01 Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks telja báðir að ákvörðun um hvalveiðibann hefði þurft að taka fyrir á Alþingi. Vísir/Vilhelm Nú ásama tíma og fylgi stjórnarflokkanna hefur aldrei mælst minna ríkir mikil óvissa um framtíð stjórnarsamstarfsins vegna deilna um tímabundið hvalveiðibann ofan á mjög ólíkar áherslur í málefnum útlendinga. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að honum hafi brugðið við ákvörðun Svandísar Svarsdóttur matvælaráðherra og hann væri ekki sáttur við hana. Bjarni Benediktsson segir það ekki hafa verið tekið upp í stjórnarsáttmála að Íslendingar hættu hvalveiðum.Vísir/Vilhelm „Ég hef á tilfinningunni að þetta snúist ekki bara um aðferðafræðina við veiðarnar. Þetta snýst í mínum huga að verulegu leyti um að fólk er á móti því að veiða hvali. Það ræddum við þegar við mynduðum ríkisstjórnina. Við ræddum það sérstaklega hvort flokkarnir gætu verið sammála um að stöðva hvalveiðar og ég var á móti því. Ég hafnaði því að það yrði upplegg þessarar ríkisstjórnar,“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna minnti á að sett hefðu verið lög um velferð dýra. Katrín Jakobsdóttir segir matvælaráðherra hafa orðið að bregðast við skýrslu fagráðs um velferð villtra dýra.Vísir/Vilhelm „Það er ráðist í eftirlit samkvæmt reglugerð sem sýnir ákveðna þætti. Það er fjallað um það í fagráði. Það tekur þennan tíma. Þetta álit skilar sér ekki fyrr en tiltölulega seint. Það hafa verið einhverjar vangaveltur um hvers vegna það kom svo seint og hvaða ástæður eru fyrir því. Þannig er staðan og þá segi ég hvað á ráðherrann að gera annað en að bregðast við því áliti,“ sagði Katrín. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefði kosið að álit fagráðs hefði verið sent til frekari skoðunar. Ákvörðun matvælaráðherra snúist í raun um að hætta hvalveiðum þar sem ekki væri hægt að bæta aðferðina við veiðarnar. Sigurður Ingi Jóhannsson segir að taka hefði tillögu um hvalveiðibann á Alþingi, því í raun snúist málið um hvort Íslendingar ætli að veiða hval eða ekki.Vísir/Vilhelm „Vegna þess að áhrifin eru auðvitað umtalsverð á stóran hóp fólks. En þetta hefur líka áhrif á þá stefnu sem við höfum haft í nýtingu á auðlindum hafsins óbeint og þessi ákvörðun er ekki grundvölluð á því. Þannig að það hefði verið eðlilegra að taka þá umræðu inni í þinginu,“ sagði Sigurði Ingi. Framvinda þessa máls, Bjarni, skiptir hún máli varðandi framtíð stjórnarsamstarfsins? „Ég skal bara ekkert segja til um það á þessum tímapunkti. Mér finnst þetta ekki vera gott innlegg inn í stjórnarsamstarfið á þessum tímapunkti. Mér finnst aðdragandinn ekki vera ásættanlegur og við erum ósátt við niðurstöðuna,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurðir Ingi var á svipuðum nótum. Formenn stjórnarflokkanna mættu í beina útsendingu í Pallborðinu snemma í morgun áður en reglulegur ríkisstjórnarfundur hófst.Vísir/Vilhelm „Það skiptir auðvitað máli hvernig við nálgumst annars vegar einstaka ákvarðanir sem fyrir fram er vitað að séu umdeildar og síðan hvernig við auðvitað vinnum úr þeim í framhaldinu. Þetta mál er eitt þeirra,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins. Hér fyrir neðan má sjá Pallborðið í heild: Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Bjarni beri fulla ábyrgð á straumi fólks frá Venesúela hingað Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er gáttaður á því sem hann vill meina að sé afar misvísandi málflutningur Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. 27. júní 2023 13:23 „Mér finnst þetta ekki gott innlegg í stjórnarsamstarfið“ Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra þess efnis að banna hvalveiðar tímabundið leggst afar illa í þá Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins svo vægt sé til orða tekið. 27. júní 2023 12:15 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að honum hafi brugðið við ákvörðun Svandísar Svarsdóttur matvælaráðherra og hann væri ekki sáttur við hana. Bjarni Benediktsson segir það ekki hafa verið tekið upp í stjórnarsáttmála að Íslendingar hættu hvalveiðum.Vísir/Vilhelm „Ég hef á tilfinningunni að þetta snúist ekki bara um aðferðafræðina við veiðarnar. Þetta snýst í mínum huga að verulegu leyti um að fólk er á móti því að veiða hvali. Það ræddum við þegar við mynduðum ríkisstjórnina. Við ræddum það sérstaklega hvort flokkarnir gætu verið sammála um að stöðva hvalveiðar og ég var á móti því. Ég hafnaði því að það yrði upplegg þessarar ríkisstjórnar,“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna minnti á að sett hefðu verið lög um velferð dýra. Katrín Jakobsdóttir segir matvælaráðherra hafa orðið að bregðast við skýrslu fagráðs um velferð villtra dýra.Vísir/Vilhelm „Það er ráðist í eftirlit samkvæmt reglugerð sem sýnir ákveðna þætti. Það er fjallað um það í fagráði. Það tekur þennan tíma. Þetta álit skilar sér ekki fyrr en tiltölulega seint. Það hafa verið einhverjar vangaveltur um hvers vegna það kom svo seint og hvaða ástæður eru fyrir því. Þannig er staðan og þá segi ég hvað á ráðherrann að gera annað en að bregðast við því áliti,“ sagði Katrín. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefði kosið að álit fagráðs hefði verið sent til frekari skoðunar. Ákvörðun matvælaráðherra snúist í raun um að hætta hvalveiðum þar sem ekki væri hægt að bæta aðferðina við veiðarnar. Sigurður Ingi Jóhannsson segir að taka hefði tillögu um hvalveiðibann á Alþingi, því í raun snúist málið um hvort Íslendingar ætli að veiða hval eða ekki.Vísir/Vilhelm „Vegna þess að áhrifin eru auðvitað umtalsverð á stóran hóp fólks. En þetta hefur líka áhrif á þá stefnu sem við höfum haft í nýtingu á auðlindum hafsins óbeint og þessi ákvörðun er ekki grundvölluð á því. Þannig að það hefði verið eðlilegra að taka þá umræðu inni í þinginu,“ sagði Sigurði Ingi. Framvinda þessa máls, Bjarni, skiptir hún máli varðandi framtíð stjórnarsamstarfsins? „Ég skal bara ekkert segja til um það á þessum tímapunkti. Mér finnst þetta ekki vera gott innlegg inn í stjórnarsamstarfið á þessum tímapunkti. Mér finnst aðdragandinn ekki vera ásættanlegur og við erum ósátt við niðurstöðuna,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurðir Ingi var á svipuðum nótum. Formenn stjórnarflokkanna mættu í beina útsendingu í Pallborðinu snemma í morgun áður en reglulegur ríkisstjórnarfundur hófst.Vísir/Vilhelm „Það skiptir auðvitað máli hvernig við nálgumst annars vegar einstaka ákvarðanir sem fyrir fram er vitað að séu umdeildar og síðan hvernig við auðvitað vinnum úr þeim í framhaldinu. Þetta mál er eitt þeirra,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins. Hér fyrir neðan má sjá Pallborðið í heild:
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Bjarni beri fulla ábyrgð á straumi fólks frá Venesúela hingað Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er gáttaður á því sem hann vill meina að sé afar misvísandi málflutningur Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. 27. júní 2023 13:23 „Mér finnst þetta ekki gott innlegg í stjórnarsamstarfið“ Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra þess efnis að banna hvalveiðar tímabundið leggst afar illa í þá Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins svo vægt sé til orða tekið. 27. júní 2023 12:15 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Sjá meira
Bjarni beri fulla ábyrgð á straumi fólks frá Venesúela hingað Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er gáttaður á því sem hann vill meina að sé afar misvísandi málflutningur Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. 27. júní 2023 13:23
„Mér finnst þetta ekki gott innlegg í stjórnarsamstarfið“ Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra þess efnis að banna hvalveiðar tímabundið leggst afar illa í þá Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins svo vægt sé til orða tekið. 27. júní 2023 12:15