Fólk sem lifir með heilabilun þurfi rödd Helena Rós Sturludóttir skrifar 27. júní 2023 19:28 Teepa Snow er ánægð að vera komin til Íslands og þrátt fyrir stutt stopp var hún stórhuga og ætlaði að ganga á fjöll og fara í lónið bláa. Vísir/Hannes Einar Teepa Snow, alþjóðlegur fyrirlesari um þjónustu við heilabilaða, segir skipta mestu máli að hafa jákvæðni að leiðarljósi. Það geti dregið úr álagi bæði hjá þeim sem eru með heilabilun og þeirra sem standa þeim næst. Teepa Snow frá Bandaríkjunum fer víða um heim með fyrirlestra um þjónustu við heilabilaða og kom í fyrsta sinn á dögunum í þeim erindagjörðum til Íslands. Hún hefur yfir fjörutíu ára reynslu bæði í beinni þjónustu við fólk með heilabilun og í fræðslustarfi. Snow hefur vakið athygli fyrir nálgun sína við þjónustu fólks með heilabilun og fjölbreyttar aðferðir við að miðla þekkingu sinni til áheyrenda. Hún nálgast heilabilun með jákvæðum hætti. „Við reynum að auka skilning á mismunandi leiðum til að líta á heilabilun og umönnun heilabilaðra með því að hjálpa fólki sem vill hjálpa að læra það og skilja hvað er um að vera hjá þeim sem eru heilabilaðir,“ segir Snow. Þannig sé hægt að draga úr streitu hjá öllum. „Lítum á fólk sem einstakt og dýrmætt, eins og gersemar og veitum því rétta umönnun í réttu umhverfi og þá mun það skína,“ segir hún. Einmitt þannig hafi þau fengið hugmyndina um sjónræn merki , munnleg merki og líkamleg merki hjá fólki með heilabilun. Reynslan hafi sýnt að mikilvægt sé að vinna með fólkinu sem félaga. „Við gerum það sem við gerum með þeirra leyfi. Við upplifum ekki að neinn sé neyddur til neins eða sé hunsaður og það breytir öllu,“ segir Snow jafnframt.Nauðsynlegt væri að skilja hvað það er sem breytist í heila fólks og notfæra þá þekkingu sem hinn heilbilaði býr enn yfir.Að sögn Snow er heilabilun vandamál um allan heim. „Vandamálin eru úti um allan heim hvað heilabilun varðar og fólkið sem lifir með heilabilun leitar að rödd og ég hef reynt að hjálpa til við að vekja þessa rödd: Ég er enn hér, ég er enn viðstaddur. Ég er sá sem ég var en nú er ég breyttur. Vilt þú vera öðruvísi til að styðja mig eins og ég er?“ segir Snow að lokum. Heilbrigðismál Eldri borgarar Tengdar fréttir „Ég hef fundið að ég díla við sorgina með hlaupum“ Útvarpskonan Ósk Gunnarsdóttir hefur unnið úr sorginni sem fylgdi föðurmissinum sem hún upplifði fyrir rúmu ári síðan með hlaupum. Í ár hleypur hún fyrir Alzheimersamtökin í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og safnar áheitum sem renna til samtakanna. 27. júlí 2022 15:00 Kalla eftir auknum stuðningi við aðstandendur Alzheimersjúklinga Dæmi eru um að makar alzheimersjúklinga hafi misst heilsu og jafnvel dáið á undan mökum sínum vegna óhóflegs álags. Þeir kalla eftir auknum stuðningi frá heilbrigðisyfirvöldum. 15. júní 2022 21:00 Samantekt „Styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra“ Á heimsvísu er gert ráð fyrir verulegri fjölgun fólks með heilabilun ef helstu spár ganga eftir. Samkvæmt WHO eru nú þegar um 48 milljón manns í heiminum með heilabilunarsjúkdóm og ár hvert bætast við um 8 milljón nýrra tilfella. 15. desember 2020 15:01 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Sjá meira
Teepa Snow frá Bandaríkjunum fer víða um heim með fyrirlestra um þjónustu við heilabilaða og kom í fyrsta sinn á dögunum í þeim erindagjörðum til Íslands. Hún hefur yfir fjörutíu ára reynslu bæði í beinni þjónustu við fólk með heilabilun og í fræðslustarfi. Snow hefur vakið athygli fyrir nálgun sína við þjónustu fólks með heilabilun og fjölbreyttar aðferðir við að miðla þekkingu sinni til áheyrenda. Hún nálgast heilabilun með jákvæðum hætti. „Við reynum að auka skilning á mismunandi leiðum til að líta á heilabilun og umönnun heilabilaðra með því að hjálpa fólki sem vill hjálpa að læra það og skilja hvað er um að vera hjá þeim sem eru heilabilaðir,“ segir Snow. Þannig sé hægt að draga úr streitu hjá öllum. „Lítum á fólk sem einstakt og dýrmætt, eins og gersemar og veitum því rétta umönnun í réttu umhverfi og þá mun það skína,“ segir hún. Einmitt þannig hafi þau fengið hugmyndina um sjónræn merki , munnleg merki og líkamleg merki hjá fólki með heilabilun. Reynslan hafi sýnt að mikilvægt sé að vinna með fólkinu sem félaga. „Við gerum það sem við gerum með þeirra leyfi. Við upplifum ekki að neinn sé neyddur til neins eða sé hunsaður og það breytir öllu,“ segir Snow jafnframt.Nauðsynlegt væri að skilja hvað það er sem breytist í heila fólks og notfæra þá þekkingu sem hinn heilbilaði býr enn yfir.Að sögn Snow er heilabilun vandamál um allan heim. „Vandamálin eru úti um allan heim hvað heilabilun varðar og fólkið sem lifir með heilabilun leitar að rödd og ég hef reynt að hjálpa til við að vekja þessa rödd: Ég er enn hér, ég er enn viðstaddur. Ég er sá sem ég var en nú er ég breyttur. Vilt þú vera öðruvísi til að styðja mig eins og ég er?“ segir Snow að lokum.
Heilbrigðismál Eldri borgarar Tengdar fréttir „Ég hef fundið að ég díla við sorgina með hlaupum“ Útvarpskonan Ósk Gunnarsdóttir hefur unnið úr sorginni sem fylgdi föðurmissinum sem hún upplifði fyrir rúmu ári síðan með hlaupum. Í ár hleypur hún fyrir Alzheimersamtökin í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og safnar áheitum sem renna til samtakanna. 27. júlí 2022 15:00 Kalla eftir auknum stuðningi við aðstandendur Alzheimersjúklinga Dæmi eru um að makar alzheimersjúklinga hafi misst heilsu og jafnvel dáið á undan mökum sínum vegna óhóflegs álags. Þeir kalla eftir auknum stuðningi frá heilbrigðisyfirvöldum. 15. júní 2022 21:00 Samantekt „Styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra“ Á heimsvísu er gert ráð fyrir verulegri fjölgun fólks með heilabilun ef helstu spár ganga eftir. Samkvæmt WHO eru nú þegar um 48 milljón manns í heiminum með heilabilunarsjúkdóm og ár hvert bætast við um 8 milljón nýrra tilfella. 15. desember 2020 15:01 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Sjá meira
„Ég hef fundið að ég díla við sorgina með hlaupum“ Útvarpskonan Ósk Gunnarsdóttir hefur unnið úr sorginni sem fylgdi föðurmissinum sem hún upplifði fyrir rúmu ári síðan með hlaupum. Í ár hleypur hún fyrir Alzheimersamtökin í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og safnar áheitum sem renna til samtakanna. 27. júlí 2022 15:00
Kalla eftir auknum stuðningi við aðstandendur Alzheimersjúklinga Dæmi eru um að makar alzheimersjúklinga hafi misst heilsu og jafnvel dáið á undan mökum sínum vegna óhóflegs álags. Þeir kalla eftir auknum stuðningi frá heilbrigðisyfirvöldum. 15. júní 2022 21:00
Samantekt „Styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra“ Á heimsvísu er gert ráð fyrir verulegri fjölgun fólks með heilabilun ef helstu spár ganga eftir. Samkvæmt WHO eru nú þegar um 48 milljón manns í heiminum með heilabilunarsjúkdóm og ár hvert bætast við um 8 milljón nýrra tilfella. 15. desember 2020 15:01