Um breytingar á framhaldskólakerfinu Ármann Halldórsson skrifar 1. júlí 2023 08:01 Breytingar – styttingar – aðlögun og upplifanir Núna þegar þetta er ritað hefur orðið nokkur umræða um breytingar á fyrirkomulagi framhaldsskóla á Íslandi á öðrum áratug þessar aldar. Þessar breytingar eru almennt kenndar við „styttingu“ en lykilatriði í þeim var að stytta tíma til stúdentsprófs úr 4 í 3 ár. Rökin með þessu voru ýmis, en að líkindum voru sparnaðarrök þar undirliggjandi, og þá held ég að stjórnvöld hafi séð fyrir sér að þar sem kennarastéttin var að eldast myndi með þessu vera hægt á þörf á nýliðun. En líkt og Atli Harðarson fjallar um þessari grein hér. hékk meira á spýtunni. Í nýrri námskrá var vikið frá miðstýringu á innihaldi námsbrauta og mikið vald sett í hendur skólanna. Fór hér í gang mikið og áhugavert nýsköpunarstarf. Leiðandi í starfinu var Kvennaskólinn þar sem þróað var kerfi sem er blanda af bekkjarkerfi og áfangakerfi, kerfi sem er um margt fyrirmynd þess kerfis sem við í Versló tókum upp – en eins og þekkt er hafa báðir þessir skólar verið mjög vinsælir um árabil. Önnur spennandi tilraun er þróun spannarkerfisins í FG, sem hefur líka verið tekið upp í MS, en þetta kerfi sem er mjög ólíkt Kvennó og Versló hefur líka verið vinsælt. Önnur spennandi nýjung er opna brautin i MH sem býður upp á skapandi og sjálfstæða nálgun fyrir nemendur. Margar spennandi námsbrautir komu upp úr þessum suðupotti, og er þar nýsköpunar og listabrautin í Versló uppáhaldið mitt! Þar sem ég starfa í samskiptum við skóla í Evrópu og hef gert lengi er það min upplifun að íslenska framhaldsskólakerfið er öflugt, fjölbreytt, vel mannað og undirbýr fjölbreyttan hóp nemenda með fjölbreyttum hætti. Ég hef kynnst danska kerfinu vel á undanförnum árum, og er í raun kennari í því líka. Það hefur mikla styrkleika, en er mun miðstýrðara. Á ákveðin kaldhæðnislegan hátt eru kennarar samt sjálfstæðari í starfi í dönskum framhaldsskólum en íslenskum, en það er eiginlega efni í annan pistil. Í námskránni frá 2011 er settir fram grunnþættir sem eiga að einkenna allt starf skóla á Íslandi, en þessir grunnþættir eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Í raun má segja að námskráin frá 2011 sé um margt ansi metnaðarfull og leggi grundvöll að því að skólar eigi að hækka menningarstig nemenda, gera þau meira mennsk, eins og Páll Skúlason orðaði það einhvern tíma. Margir skólar hafa lagt nokkuð upp úr að undirbyggja starf sitt með grunnþáttunum, en ég óttast að sumstaðar hafi það verið vanrækt og sé eitthvað sem mætti athuga með starf skólanna núna . Það er þannig smá sorglegt að þegar rýnt er í pælingar um að styttingin hafi ekki verið til góðs sem hér koma fram, eins og td. í umfjöllun á þessu málþingi Háskólans, er ekki að sjá neina tilraun til að pæla í fjölbreyttri og áhugaverðri þróun framhaldsskólastigsins heldur bara verið að fjargviðrast yfir einingafjölda í stærðfræði. Ef einhverjum datt í hug að róttæk breyting á starfi framhaldsskóla þýddi ekki breytingar fyrir háskólann er það sérstakt; og hugsa sér ef það leiddi til þess að aðlaga þyrfti námsefni fyrsta árs í verkfræði og raungreinum að nýjum veruleika. Ég tek það mjög skýrt fram að ég var og er á móti styttingunni og allt það flotta starf sem unnið er í framhaldsskólum væri mun flottara ef við fengjum eitt ár í viðbót – og þá væri líka hægt að bæta við einingum í stærðfræði til að raska ekki ró raungreinameistaranna. Hins vegar væri það algjörlega galið að stefna að einhverjum rótttækum umbyltingum, og afturhvarf til 1999 námskrár væri að mínu mati galið, og sem danskur framhaldsskólakennari gef ég slíkum pælingum -3. Athuga: Ég bendi á að skoða heimasíður framhaldskóla til að átta sig á fjölbreytninni og metnaðinum sem þar er á ferðinni. Aðalnámskrá framhaldsskóla: https://namskra.is/books/adalnamskraframhaldsskola2011/formali Grein Páls Skúlasonar sem ég vísa óbeint í er hér. Áhugavert að hún er skrifuð af svipuðu tilefni og umræðan sem núna er í gangi, og þá sýnist mér að gagnrýnendur „styttingarinnar“ falli rækilega í flott þeirra sem aðhyllast tæknihyggju í menntamálum. https://pallskulason.is/files/vidhorf-til-menntunar.pdf Ég get titlað mig danskan framhaldsskólakennara því ég kenni Norðuratlanshafsbekknum ensku og hef gengið í gegnum ferli að hafa þau í munnlegum og skriflegum stúdentsprófum samkvæmt ítrustu kröfum danskra skrifræðisbaróna, en um Norðuratlanshafsbekkinn má lesa hér: https://www.verslo.is/namid/nordur-atlantshafsbekkurinn/ Höfundur er kennari við Verzlunarskóla Íslands og áhugamaður um mennta- og skólamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Breytingar – styttingar – aðlögun og upplifanir Núna þegar þetta er ritað hefur orðið nokkur umræða um breytingar á fyrirkomulagi framhaldsskóla á Íslandi á öðrum áratug þessar aldar. Þessar breytingar eru almennt kenndar við „styttingu“ en lykilatriði í þeim var að stytta tíma til stúdentsprófs úr 4 í 3 ár. Rökin með þessu voru ýmis, en að líkindum voru sparnaðarrök þar undirliggjandi, og þá held ég að stjórnvöld hafi séð fyrir sér að þar sem kennarastéttin var að eldast myndi með þessu vera hægt á þörf á nýliðun. En líkt og Atli Harðarson fjallar um þessari grein hér. hékk meira á spýtunni. Í nýrri námskrá var vikið frá miðstýringu á innihaldi námsbrauta og mikið vald sett í hendur skólanna. Fór hér í gang mikið og áhugavert nýsköpunarstarf. Leiðandi í starfinu var Kvennaskólinn þar sem þróað var kerfi sem er blanda af bekkjarkerfi og áfangakerfi, kerfi sem er um margt fyrirmynd þess kerfis sem við í Versló tókum upp – en eins og þekkt er hafa báðir þessir skólar verið mjög vinsælir um árabil. Önnur spennandi tilraun er þróun spannarkerfisins í FG, sem hefur líka verið tekið upp í MS, en þetta kerfi sem er mjög ólíkt Kvennó og Versló hefur líka verið vinsælt. Önnur spennandi nýjung er opna brautin i MH sem býður upp á skapandi og sjálfstæða nálgun fyrir nemendur. Margar spennandi námsbrautir komu upp úr þessum suðupotti, og er þar nýsköpunar og listabrautin í Versló uppáhaldið mitt! Þar sem ég starfa í samskiptum við skóla í Evrópu og hef gert lengi er það min upplifun að íslenska framhaldsskólakerfið er öflugt, fjölbreytt, vel mannað og undirbýr fjölbreyttan hóp nemenda með fjölbreyttum hætti. Ég hef kynnst danska kerfinu vel á undanförnum árum, og er í raun kennari í því líka. Það hefur mikla styrkleika, en er mun miðstýrðara. Á ákveðin kaldhæðnislegan hátt eru kennarar samt sjálfstæðari í starfi í dönskum framhaldsskólum en íslenskum, en það er eiginlega efni í annan pistil. Í námskránni frá 2011 er settir fram grunnþættir sem eiga að einkenna allt starf skóla á Íslandi, en þessir grunnþættir eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Í raun má segja að námskráin frá 2011 sé um margt ansi metnaðarfull og leggi grundvöll að því að skólar eigi að hækka menningarstig nemenda, gera þau meira mennsk, eins og Páll Skúlason orðaði það einhvern tíma. Margir skólar hafa lagt nokkuð upp úr að undirbyggja starf sitt með grunnþáttunum, en ég óttast að sumstaðar hafi það verið vanrækt og sé eitthvað sem mætti athuga með starf skólanna núna . Það er þannig smá sorglegt að þegar rýnt er í pælingar um að styttingin hafi ekki verið til góðs sem hér koma fram, eins og td. í umfjöllun á þessu málþingi Háskólans, er ekki að sjá neina tilraun til að pæla í fjölbreyttri og áhugaverðri þróun framhaldsskólastigsins heldur bara verið að fjargviðrast yfir einingafjölda í stærðfræði. Ef einhverjum datt í hug að róttæk breyting á starfi framhaldsskóla þýddi ekki breytingar fyrir háskólann er það sérstakt; og hugsa sér ef það leiddi til þess að aðlaga þyrfti námsefni fyrsta árs í verkfræði og raungreinum að nýjum veruleika. Ég tek það mjög skýrt fram að ég var og er á móti styttingunni og allt það flotta starf sem unnið er í framhaldsskólum væri mun flottara ef við fengjum eitt ár í viðbót – og þá væri líka hægt að bæta við einingum í stærðfræði til að raska ekki ró raungreinameistaranna. Hins vegar væri það algjörlega galið að stefna að einhverjum rótttækum umbyltingum, og afturhvarf til 1999 námskrár væri að mínu mati galið, og sem danskur framhaldsskólakennari gef ég slíkum pælingum -3. Athuga: Ég bendi á að skoða heimasíður framhaldskóla til að átta sig á fjölbreytninni og metnaðinum sem þar er á ferðinni. Aðalnámskrá framhaldsskóla: https://namskra.is/books/adalnamskraframhaldsskola2011/formali Grein Páls Skúlasonar sem ég vísa óbeint í er hér. Áhugavert að hún er skrifuð af svipuðu tilefni og umræðan sem núna er í gangi, og þá sýnist mér að gagnrýnendur „styttingarinnar“ falli rækilega í flott þeirra sem aðhyllast tæknihyggju í menntamálum. https://pallskulason.is/files/vidhorf-til-menntunar.pdf Ég get titlað mig danskan framhaldsskólakennara því ég kenni Norðuratlanshafsbekknum ensku og hef gengið í gegnum ferli að hafa þau í munnlegum og skriflegum stúdentsprófum samkvæmt ítrustu kröfum danskra skrifræðisbaróna, en um Norðuratlanshafsbekkinn má lesa hér: https://www.verslo.is/namid/nordur-atlantshafsbekkurinn/ Höfundur er kennari við Verzlunarskóla Íslands og áhugamaður um mennta- og skólamál.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun