Íslendingaslagir í báðum riðlum Meistaradeildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. júní 2023 11:00 Gísli Þorgeir Kristjánsson lék lykilhlutverk í liði Magdeburg er liðið tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu á dögunum. Frederic Scheidemann/Getty Images Dregið var í riðla í Meistaradeild Evrópu í handbolta fyrir næsta tímabil fyrr í dag og eins og svo oft áður voru nokkur Íslendingalið í pottinum. Eins og undanfarin ár var dregið í tvo átta liða riðla þar sem leikin verður tvöföld umferð. Að riðlakeppninni lokinni fara tvö efstu lið hvors riðils beint í átta liða úrslitin, en liðin sem hafna í 3.-6. sæti fara í umspil um sæti í átta liða úrslitum. Af þeim 16 liðum sem taka þátt í Meistaradeildinni á næsta tímabili eru fjögur Íslendingalið. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon leika með nýkrýndum meisturum í Magdeburg, Bjarki Már Elísson leikur með Telekom Veszprém, Haukur Þrastarson leikur með Barlinek Industria Kielce og þeir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson leika með Kolstad. Madgeburg, Veszprém og Kielce unnu sér inn sæti í Meistaradeildinni í gegnum deildarkeppnir í sínum heimalöndum, en Kolstad fékk svokallað „wild card“ sem liðið gat sótt um eftir að hafa tryggt sér norska meistaratitilinn. Eftir Meistaradeildardráttinn er nú ljóst að það verða Íslendingaslagir í báðum riðlunum þar sem hvor riðill fyrir sig fékk tvö Íslendingalið. Kielce og Kolstad verða saman í A-riðli og Veszprém og Magdeburg leika saman í B-riðli. Vesprém og Magdeburg munu þurfa að kljást við lið á borð við Barcelona, Wisla Plock og GOG, en Kolstad og Kielce munu mæta PSG, Kiel og gPick Szeged svo eitthvað sé nefnt. Þá má einnig nefna að Janus Daði mun mæta sínum gömlu félögum í Álaborg og Sigvaldi mun einnig mæta gömlum félögum þegar Kolstad og Kielce eigast við í Íslendingaslag. 𝗠𝗔𝗖𝗛𝗜𝗡𝗘𝗦𝗘𝗘𝗞𝗘𝗥 𝗘𝗛𝗙 𝗖𝗛𝗔𝗠𝗣𝗜𝗢𝗡𝗦 𝗟𝗘𝗔𝗚𝗨𝗘👉 The first round is scheduled for 13-14 September 2023. #ehfcl + Info 📲 https://t.co/ScQ8b6p9dM Draw 📺 https://t.co/PsKkK0PMs4 pic.twitter.com/xPrISumobh— EHF Champions League (@ehfcl) June 27, 2023 Fyrsta umferð riðlakeppninnar fer fram dagana 13. og 14. september, en dráttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan eða í Twitter-færslunni hér fyrir ofan. A-riðill Barlinek Industria Kielce (Pólland) Paris Saint-Germain Handball (Frakkland) THW Kiel (Þýskaland) HC Zagreb (Króatía) Aalborg Håndbold (Danmkörk) OTP Bank – PICK Szeged (Ungverjaland) HC Eurofarm Pelister (Norður-Makedónía) Kolstad Handball (Noregur) B-riðill GOG (Danmörk) Telekom Veszprém HC (Ungverjaland) Barcelona (Spánn) SC Magdeburg (Þýskaland) ORLEN Wisla Plock (Pólland) Montpellier Handball (Frakkland) FC Porto (Portúgal) RK Celje Pivovarna Lasko (Slóvenía) Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Eins og undanfarin ár var dregið í tvo átta liða riðla þar sem leikin verður tvöföld umferð. Að riðlakeppninni lokinni fara tvö efstu lið hvors riðils beint í átta liða úrslitin, en liðin sem hafna í 3.-6. sæti fara í umspil um sæti í átta liða úrslitum. Af þeim 16 liðum sem taka þátt í Meistaradeildinni á næsta tímabili eru fjögur Íslendingalið. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon leika með nýkrýndum meisturum í Magdeburg, Bjarki Már Elísson leikur með Telekom Veszprém, Haukur Þrastarson leikur með Barlinek Industria Kielce og þeir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson leika með Kolstad. Madgeburg, Veszprém og Kielce unnu sér inn sæti í Meistaradeildinni í gegnum deildarkeppnir í sínum heimalöndum, en Kolstad fékk svokallað „wild card“ sem liðið gat sótt um eftir að hafa tryggt sér norska meistaratitilinn. Eftir Meistaradeildardráttinn er nú ljóst að það verða Íslendingaslagir í báðum riðlunum þar sem hvor riðill fyrir sig fékk tvö Íslendingalið. Kielce og Kolstad verða saman í A-riðli og Veszprém og Magdeburg leika saman í B-riðli. Vesprém og Magdeburg munu þurfa að kljást við lið á borð við Barcelona, Wisla Plock og GOG, en Kolstad og Kielce munu mæta PSG, Kiel og gPick Szeged svo eitthvað sé nefnt. Þá má einnig nefna að Janus Daði mun mæta sínum gömlu félögum í Álaborg og Sigvaldi mun einnig mæta gömlum félögum þegar Kolstad og Kielce eigast við í Íslendingaslag. 𝗠𝗔𝗖𝗛𝗜𝗡𝗘𝗦𝗘𝗘𝗞𝗘𝗥 𝗘𝗛𝗙 𝗖𝗛𝗔𝗠𝗣𝗜𝗢𝗡𝗦 𝗟𝗘𝗔𝗚𝗨𝗘👉 The first round is scheduled for 13-14 September 2023. #ehfcl + Info 📲 https://t.co/ScQ8b6p9dM Draw 📺 https://t.co/PsKkK0PMs4 pic.twitter.com/xPrISumobh— EHF Champions League (@ehfcl) June 27, 2023 Fyrsta umferð riðlakeppninnar fer fram dagana 13. og 14. september, en dráttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan eða í Twitter-færslunni hér fyrir ofan. A-riðill Barlinek Industria Kielce (Pólland) Paris Saint-Germain Handball (Frakkland) THW Kiel (Þýskaland) HC Zagreb (Króatía) Aalborg Håndbold (Danmkörk) OTP Bank – PICK Szeged (Ungverjaland) HC Eurofarm Pelister (Norður-Makedónía) Kolstad Handball (Noregur) B-riðill GOG (Danmörk) Telekom Veszprém HC (Ungverjaland) Barcelona (Spánn) SC Magdeburg (Þýskaland) ORLEN Wisla Plock (Pólland) Montpellier Handball (Frakkland) FC Porto (Portúgal) RK Celje Pivovarna Lasko (Slóvenía)
A-riðill Barlinek Industria Kielce (Pólland) Paris Saint-Germain Handball (Frakkland) THW Kiel (Þýskaland) HC Zagreb (Króatía) Aalborg Håndbold (Danmkörk) OTP Bank – PICK Szeged (Ungverjaland) HC Eurofarm Pelister (Norður-Makedónía) Kolstad Handball (Noregur) B-riðill GOG (Danmörk) Telekom Veszprém HC (Ungverjaland) Barcelona (Spánn) SC Magdeburg (Þýskaland) ORLEN Wisla Plock (Pólland) Montpellier Handball (Frakkland) FC Porto (Portúgal) RK Celje Pivovarna Lasko (Slóvenía)
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira