„Stjórnin á bankanum er óásættanleg að mínu mati“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 26. júní 2023 12:22 Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaáðherra segir stjórn Íslandsbanka hafa brugðist trausti þjóðarinnar við söluna á hlut bankans. vísir/vilhelm Stjórnendur Íslandsbanka brugðust trausti þjóðarinnar algjörlega við sölu bankans á hlutum í eigu ríkisins og stjórn bankans er óáættanleg að mati viðskiptaráðherra. Alvarleg og kerfislæg brot Íslandsbanka við sölu bankans eru dregin fram í skýrslu Fjármálaeftirlits Seðlabankans um sátt sem gerð var á dögunum vegna sölunnar en birt var í morgun. „Það blasir við að stjórnendur Íslandsbanka hafa algjörlega brugðist trausti þjóðarinnar. Þeir voru að sýsla með hlut almennings og það misfórst hrapalega eins og skýrsla fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands sýnir svo glögglega. Ekki var farið að lögum og brotin eru alvarleg og kerfislæg. Þetta eru bara algjör vonbrigði,“ segir Lilja D. Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra. Óásættanleg stjórn„Stjórnin á bankanum er óásættanleg að mínu mati og það á eftir að fara nánar yfir þessi mál á vettvangi ráðherranefndar um efnahagsmál en ég verð að segja það fyrir mitt leyti að þessi framganga er mjög ósannfærandi og ekki til þess fallin að búa til traust,“ segir Lilja og bætir við að ekki sé langt síðan Ísland gekk í gengum algjört hrun á fjármálamarkaði og því þurfi að fara varlega traust. „Og það hefur ekki gengið upp stjórnendum Íslandsbanka.“Skýrslan áfellisdómurAð sögn Lilju er margt áhugavert sem fram kemur í skýrslu fjármálaeftirlits Seðlabankans og hrósar hún fjármálaeftirlitinu fyrir góða skýrslu. Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér að stjórnendur Íslandsbanka haldi áfram störfum sínum segir Lilja það alveg skýrt í sínum huga að skýrslan sé mikill áfellisdómur. Að mati fjármálaeftirlits Seðlabankans eru brot bankans við söluna á 22,5 prósenta hlut ríkisins í bankanum í mars í fyrra ekki tilfallandi heldur alvarleg og kerfislæg. Í skýrslu fjármálaeftirlitsins um sáttina, sem gerð var við bankann upp á tæplega einn komma tvo milljarða króna og birt var í morgun, eru brot bankans tíunduð. Villtu um fyrir BankasýslunniLjóst er að bankinn fór ekki að lögum við sölu á hlutabréfum í sjálfum sér og er bankinn jafnframt sagður hafa villt um fyrir Bankasýslu ríkisins við söluna. Stjórn og bankastjóri Íslandsbanka sæta gagnrýni í skýrslunni fyrir að tryggja ekki að bankinn uppfyllti lagakröfur og hafði ekki innleitt stjórnarhætti og innra eftirlit sem skyldi. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur sagt að hún hyggist ekki ætla segja upp störfum vegna málsins. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Birnu í dag en samkvæmt svörum frá bankanum mun hvorki Birna né annar aðili innan bankans tjá sig um sáttina í dag og bent er á netfang bankans. Þá náði fréttastofa tali af Jóni Gunnari Jónssyni forstjóra Bankasýslunnar í morgun sem var í óðaönn að lesa yfir sáttina. Honum fannst óábyrgt að úttala sig um efni sem hann hefði ekki náð að lesa til hlítar og skyldi engan undra því sáttin sjálf er engin smá smíði og telur hátt í hundrað blaðsíður. Íslandsbanki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Tengdar fréttir Samþykktu allar beiðnir starfsmanna um að taka þátt í útboðinu Regluvarsla Íslandsbanka samþykkti allar beiðnir frá starfsmanna um þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum í fyrra þrátt fyrir að aðeins fjórir starfsmenn og einn tengdur aðili væri flokkaður sem fagfjárfestar þegar útboðið hófst. Fjármálaeftirlitið telur þátttöku starfsmanna hafa skapað fjölmarga hagsmunaárekstra. 26. júní 2023 11:45 Reglur um hljóðupptökur viðvarandi vandamál hjá Íslandsbanka Í sátt um greiðslu sektar Íslandsbanka vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum kemur fram að bankinn hafi brotið ákvæði laga um markaði fyrir fjármálagerninga, með því að skrá ekki og varðveita símtalsupptökur vegna 162 símtala sem starfsmenn hans áttu í tengslum við útboðið. 26. júní 2023 11:39 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
„Það blasir við að stjórnendur Íslandsbanka hafa algjörlega brugðist trausti þjóðarinnar. Þeir voru að sýsla með hlut almennings og það misfórst hrapalega eins og skýrsla fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands sýnir svo glögglega. Ekki var farið að lögum og brotin eru alvarleg og kerfislæg. Þetta eru bara algjör vonbrigði,“ segir Lilja D. Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra. Óásættanleg stjórn„Stjórnin á bankanum er óásættanleg að mínu mati og það á eftir að fara nánar yfir þessi mál á vettvangi ráðherranefndar um efnahagsmál en ég verð að segja það fyrir mitt leyti að þessi framganga er mjög ósannfærandi og ekki til þess fallin að búa til traust,“ segir Lilja og bætir við að ekki sé langt síðan Ísland gekk í gengum algjört hrun á fjármálamarkaði og því þurfi að fara varlega traust. „Og það hefur ekki gengið upp stjórnendum Íslandsbanka.“Skýrslan áfellisdómurAð sögn Lilju er margt áhugavert sem fram kemur í skýrslu fjármálaeftirlits Seðlabankans og hrósar hún fjármálaeftirlitinu fyrir góða skýrslu. Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér að stjórnendur Íslandsbanka haldi áfram störfum sínum segir Lilja það alveg skýrt í sínum huga að skýrslan sé mikill áfellisdómur. Að mati fjármálaeftirlits Seðlabankans eru brot bankans við söluna á 22,5 prósenta hlut ríkisins í bankanum í mars í fyrra ekki tilfallandi heldur alvarleg og kerfislæg. Í skýrslu fjármálaeftirlitsins um sáttina, sem gerð var við bankann upp á tæplega einn komma tvo milljarða króna og birt var í morgun, eru brot bankans tíunduð. Villtu um fyrir BankasýslunniLjóst er að bankinn fór ekki að lögum við sölu á hlutabréfum í sjálfum sér og er bankinn jafnframt sagður hafa villt um fyrir Bankasýslu ríkisins við söluna. Stjórn og bankastjóri Íslandsbanka sæta gagnrýni í skýrslunni fyrir að tryggja ekki að bankinn uppfyllti lagakröfur og hafði ekki innleitt stjórnarhætti og innra eftirlit sem skyldi. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur sagt að hún hyggist ekki ætla segja upp störfum vegna málsins. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Birnu í dag en samkvæmt svörum frá bankanum mun hvorki Birna né annar aðili innan bankans tjá sig um sáttina í dag og bent er á netfang bankans. Þá náði fréttastofa tali af Jóni Gunnari Jónssyni forstjóra Bankasýslunnar í morgun sem var í óðaönn að lesa yfir sáttina. Honum fannst óábyrgt að úttala sig um efni sem hann hefði ekki náð að lesa til hlítar og skyldi engan undra því sáttin sjálf er engin smá smíði og telur hátt í hundrað blaðsíður.
Íslandsbanki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Tengdar fréttir Samþykktu allar beiðnir starfsmanna um að taka þátt í útboðinu Regluvarsla Íslandsbanka samþykkti allar beiðnir frá starfsmanna um þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum í fyrra þrátt fyrir að aðeins fjórir starfsmenn og einn tengdur aðili væri flokkaður sem fagfjárfestar þegar útboðið hófst. Fjármálaeftirlitið telur þátttöku starfsmanna hafa skapað fjölmarga hagsmunaárekstra. 26. júní 2023 11:45 Reglur um hljóðupptökur viðvarandi vandamál hjá Íslandsbanka Í sátt um greiðslu sektar Íslandsbanka vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum kemur fram að bankinn hafi brotið ákvæði laga um markaði fyrir fjármálagerninga, með því að skrá ekki og varðveita símtalsupptökur vegna 162 símtala sem starfsmenn hans áttu í tengslum við útboðið. 26. júní 2023 11:39 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Samþykktu allar beiðnir starfsmanna um að taka þátt í útboðinu Regluvarsla Íslandsbanka samþykkti allar beiðnir frá starfsmanna um þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum í fyrra þrátt fyrir að aðeins fjórir starfsmenn og einn tengdur aðili væri flokkaður sem fagfjárfestar þegar útboðið hófst. Fjármálaeftirlitið telur þátttöku starfsmanna hafa skapað fjölmarga hagsmunaárekstra. 26. júní 2023 11:45
Reglur um hljóðupptökur viðvarandi vandamál hjá Íslandsbanka Í sátt um greiðslu sektar Íslandsbanka vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum kemur fram að bankinn hafi brotið ákvæði laga um markaði fyrir fjármálagerninga, með því að skrá ekki og varðveita símtalsupptökur vegna 162 símtala sem starfsmenn hans áttu í tengslum við útboðið. 26. júní 2023 11:39
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?