„Það er eins og einhver hafi komist í mixerinn og hrært í öllum tökunum“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 25. júní 2023 19:03 Jóhann Kristinn var ánægður með sínar konur í dag. Vísir/Vilhelm „Ég held að engin leikur í heiminum hafi verið meiri leikur tveggja hálfleikja og þessi“, sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir magnaða endurkomu hans stelpna í síðari hálfleik á móti Stjörnunni. Hálfleikstölur 0-3 fyrir Stjörnunni en lokatölur 3-3. „Við mætum illa til leiks og ég verð að taka það svolítið á mig. Það er eitthvað sem ég hef ekki gert nógu vel í undirbúningum. Þetta hafði ekki með einhverja taktík eða leikfræði að gera, þetta var frekar spennustigið. Það er eins og einhver hafi komist í mixerinn og hrært í öllum tökunum. Við vorum lið án liðsheildar, fullt af einstaklingum hver í sínu horni og engin að tala saman. Allir að stöggla, elta, bíða og vona. Á endanum gefum við þeim öll þrjú mörkin og þær fengu færi til að gera fleiri.“ Fyrri hálfleikur var mjög dapur hjá heimakonum á með Stjarnan spilaði virkilega vel, staðan 0-3 í hálfleik og hefði sennilega geta verið meiri munur ef ekki hefði verið fyrir Melissu Anne Lowder í marki Þór/KA „Þetta virkaði frá hliðarlínunni séð að við værum að sýna Stjörnunni alveg svakalega virðingu, óttablanda svo ekki sé meira sagt. Við virkuðum eins og við værum skíthræddar við þetta lið. Á móti kemur að Stjarnan kemur mjög skemmtilega stemmt inn í leikinn, það var mikill stemmning, kraftur og læti í þeim. Þetta lið er náttúrulega fullt af frábærum einstaklingum, þetta er gott lið og við urðum bara undir. Við vorum kaffærð, fáum mark á okkur eftir um það bil eina mínútu og þær hótuðu þessar oftar í leiknum og þrátt fyrir að þær hafi bara gert þrjú mörk hefðu þær geta skorað fleiri. Við fáum ekki í færi í fyrri hálfleik þannig þetta stemmdi í einhver ósköp. Það var ágætt að fá hálfleik þarna eftir sirka 45. mínútur sem gerist alltaf í kringum það leiti.“ Þór/KA kom af allt öðrum krafti inn í síðari hálfleikinn. Hulda Ósk Jónsdóttir gerði virkilega vel á 47. mínútu þegar hún keyrði inn á teig og Sædís Rún Heiðarsdóttir braut á henni og Ásmundur dómari leiksins dæmdi réttilega víti sem nafna Huldu, Hulda Björg Hannesdóttir skoraði úr. „Það er engin nema Hulda Ósk sem hefði geta verið hér á fjórum fótum og fengið svo víti einhverjum þremur sekúndum seinna. Hún er algjör snillingur. Þetta slóg alveg Stjörnuna þó þær hafi svo komist yfir þetta og hótuðu að vera erfiðar við okkur aftur en mér fannst krafturinn og trúin sem þetta fyrsta mark færði okkur verður til þess að það glitti í þetta hjá okkur.“ Karlotta Björk Andradóttir og Iðunn Rán Gunnarsdóttir komu inn á 63. mínútu leiksins og áttu sannarlega eftir að hafa áhrif. Karlotta átti stoðsendingu í marki númer tvö og Iðunn á skotið sem fer í bakið á Auði Sveinbjörnsdóttir Scheving í marki Stjörnunnar og inn á 89. mínútu sem jafnar leikinn. „Mér finnst það einmitt oft vera þannig hjá okkur að þegar við gerum breytingar að þá skiptir það oft miklu máli, sömuleiðis kom Bríet mjög vel inn í þetta hér í lokinn. Við vorum með fleiri skiptingar í huganum en það var mómentum með okkur fannst okkur þannig við breytum minna en við hefðum mögulega gert. Karlotta er frábær leikmaður, þó hún sé ennþá í þriðja flokki þá gerir hún frábærlega í leiknum. Iðunn er gríðarlega vanmetinn leikmaður sem að ég er viss um að á bara eftir að spila stærra og stærra hlutverk hjá okkur í þessu liði. Þvílík innkoma og svo að klára þetta svona fyrir okkur með því að jafna leikinn.“ Jóhann var virkilega ánægður með endurkomuna og karakterinn í sínum stelpum. „Það er alltaf betra að tapa ekki heldur en að tapa og svona endurkoma getur gefið manni ýmislegt líka, það er karakter í því. Við getum byggt á þessum síðari hálfleik. Fáránlega mikilvægt að í þessari 0-3 stöðu að breyta þessu í jafntefli. Það var það síðasta sem við töluðum um áður en við fórum út í hálfleik að góð lið taka ekki tvo svona hálfleiki í röð. Þó þetta sé bara stig á heimavelli að þá eftir svona hörmungar fyrri hálfleik að þá er þetta stig mikilvægt og við tökum það fegins hendi. Besta deild kvenna Stjarnan Þór Akureyri KA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Sjá meira
„Við mætum illa til leiks og ég verð að taka það svolítið á mig. Það er eitthvað sem ég hef ekki gert nógu vel í undirbúningum. Þetta hafði ekki með einhverja taktík eða leikfræði að gera, þetta var frekar spennustigið. Það er eins og einhver hafi komist í mixerinn og hrært í öllum tökunum. Við vorum lið án liðsheildar, fullt af einstaklingum hver í sínu horni og engin að tala saman. Allir að stöggla, elta, bíða og vona. Á endanum gefum við þeim öll þrjú mörkin og þær fengu færi til að gera fleiri.“ Fyrri hálfleikur var mjög dapur hjá heimakonum á með Stjarnan spilaði virkilega vel, staðan 0-3 í hálfleik og hefði sennilega geta verið meiri munur ef ekki hefði verið fyrir Melissu Anne Lowder í marki Þór/KA „Þetta virkaði frá hliðarlínunni séð að við værum að sýna Stjörnunni alveg svakalega virðingu, óttablanda svo ekki sé meira sagt. Við virkuðum eins og við værum skíthræddar við þetta lið. Á móti kemur að Stjarnan kemur mjög skemmtilega stemmt inn í leikinn, það var mikill stemmning, kraftur og læti í þeim. Þetta lið er náttúrulega fullt af frábærum einstaklingum, þetta er gott lið og við urðum bara undir. Við vorum kaffærð, fáum mark á okkur eftir um það bil eina mínútu og þær hótuðu þessar oftar í leiknum og þrátt fyrir að þær hafi bara gert þrjú mörk hefðu þær geta skorað fleiri. Við fáum ekki í færi í fyrri hálfleik þannig þetta stemmdi í einhver ósköp. Það var ágætt að fá hálfleik þarna eftir sirka 45. mínútur sem gerist alltaf í kringum það leiti.“ Þór/KA kom af allt öðrum krafti inn í síðari hálfleikinn. Hulda Ósk Jónsdóttir gerði virkilega vel á 47. mínútu þegar hún keyrði inn á teig og Sædís Rún Heiðarsdóttir braut á henni og Ásmundur dómari leiksins dæmdi réttilega víti sem nafna Huldu, Hulda Björg Hannesdóttir skoraði úr. „Það er engin nema Hulda Ósk sem hefði geta verið hér á fjórum fótum og fengið svo víti einhverjum þremur sekúndum seinna. Hún er algjör snillingur. Þetta slóg alveg Stjörnuna þó þær hafi svo komist yfir þetta og hótuðu að vera erfiðar við okkur aftur en mér fannst krafturinn og trúin sem þetta fyrsta mark færði okkur verður til þess að það glitti í þetta hjá okkur.“ Karlotta Björk Andradóttir og Iðunn Rán Gunnarsdóttir komu inn á 63. mínútu leiksins og áttu sannarlega eftir að hafa áhrif. Karlotta átti stoðsendingu í marki númer tvö og Iðunn á skotið sem fer í bakið á Auði Sveinbjörnsdóttir Scheving í marki Stjörnunnar og inn á 89. mínútu sem jafnar leikinn. „Mér finnst það einmitt oft vera þannig hjá okkur að þegar við gerum breytingar að þá skiptir það oft miklu máli, sömuleiðis kom Bríet mjög vel inn í þetta hér í lokinn. Við vorum með fleiri skiptingar í huganum en það var mómentum með okkur fannst okkur þannig við breytum minna en við hefðum mögulega gert. Karlotta er frábær leikmaður, þó hún sé ennþá í þriðja flokki þá gerir hún frábærlega í leiknum. Iðunn er gríðarlega vanmetinn leikmaður sem að ég er viss um að á bara eftir að spila stærra og stærra hlutverk hjá okkur í þessu liði. Þvílík innkoma og svo að klára þetta svona fyrir okkur með því að jafna leikinn.“ Jóhann var virkilega ánægður með endurkomuna og karakterinn í sínum stelpum. „Það er alltaf betra að tapa ekki heldur en að tapa og svona endurkoma getur gefið manni ýmislegt líka, það er karakter í því. Við getum byggt á þessum síðari hálfleik. Fáránlega mikilvægt að í þessari 0-3 stöðu að breyta þessu í jafntefli. Það var það síðasta sem við töluðum um áður en við fórum út í hálfleik að góð lið taka ekki tvo svona hálfleiki í röð. Þó þetta sé bara stig á heimavelli að þá eftir svona hörmungar fyrri hálfleik að þá er þetta stig mikilvægt og við tökum það fegins hendi.
Besta deild kvenna Stjarnan Þór Akureyri KA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti