Það sem bankastjórinn meinti Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 25. júní 2023 11:30 Það er athyglisvert að stjórnandi fyrirtækis sem þarf að greiða 1200 milljónir í sekt vegna brota á lögum og reglum hefur ekki íhugað að segja af sér heldur segir bara „Ég nýt trausts innan stjórnar bankans og mun gegna starfi mínu áfram“ – og ég sem hélt að réttlætingin fyrir háum launum bankastjóra væri að þeir bæru svo mikla ábyrgð. Það er ekki síður athyglisvert að stjórn þessa fyrirtækis, sem er að mestu leyti í eigu fólksins í landinu, ýmist gegnum ríkissjóð eða lífeyrissjóði – pabbi hans Bjarna á (enn) bara lítinn hlut – skuli bera fullt traust til stjórnanda sem klúðrar málum á þann hátt. Kannski þykir klúðrið léttvægara af því að þar er ekki um að ræða vonda fjármálastjórn, heldur „bara“ brot á lögum og reglum. En það er áhugavert að lesa viðtöl við bankastjóra Íslandsbanka vegna málsins – annað eins orðasalat hefur sjaldan sést. Ég tók nokkur gullkorn úr viðtölum í Heimildinni, Morgunblaðinu, Ríkisútvarpinu og Vísi og orðræðugreindi þau til að glöggva mig á því hvað bankastjórinn hefði raunverulega verið að fara. „Með því að bjóða sátt er fjármálaeftirlitið að sýna stjórn og bankastjóra traust til þess að innleiða þær breytingar sem þarf. Og það er að sjálfsögðu mikilvægt. Og það er mikilvægt að okkur er boðin sátt.“ Það er umdeilanlegt hversu mikið „traust“ felst í því að sekta bankann um 1200 milljónir, en aðalatriðið er að samkvæmt fréttum var það ekki fjármálaeftirlitið sem bauð sátt að fyrra bragði, heldur leitaði bankinn upphaflega eftir henni. Á því er talsverður munur. „Það er rétt að viðurkenna að við höfðum ekki fylgt nægilega vel eftir reglum um upptökur í símum, sem settar höfðu verið haustið 2021 og við áttum að innleiða með öðrum hætti en við gerðum.“ Hér merkir „við höfðum ekki fylgt nægilega vel eftir reglum“ augljóslega „við hunsuðum reglurnar“, og „við áttum að innleiða með öðrum hætti“ merkir „við áttum að fara eftir reglunum“. En hitt hljómar vissulega betur. „Símaupptökur geta klikkað alls staðar.“ Orðalagið „geta klikkað“ gefur í skyn að um einhvers konar tæknileg vandræði eða aðrar óviðráðanlegar aðstæður hafi verið að ræða, en það var einfaldlega svikist um að taka símtölin upp. Og „geta klikkað alls staðar“ er ætlað til þess að draga úr ábyrgð bankans – gefa í skyn að þetta sé ekkert betra hjá öðrum. „Þetta er áfellisdómur fyrir þetta verkefni. En ég tel áhættumenningu bankans í heild vera sterka og kannski frekar íhaldssama.“ „En við drögum svo sannarlega lærdóm af þessu verkefni og förum af fullum þunga í þær úrbætur sem þarf að gera, til þess að við séum áfram með þessa góðu og sterku áhættumenningu.“ Ekki verður séð hvað „áhættumenning“ bankans kemur þessu máli við – þetta mál snýst ekkert um hana, heldur er hún dregin þarna inn til að drepa málinu á dreif. Þess vegna koma úrbætur á henni málinu ekki heldur við. „Það er verið að tala um hagsmunaárekstramat sem bankinn hefði getað gert ítarlegra, sem líklega hefði leitt til þess að starfsmenn hefðu ekki keypt eða viðskipti starfsmanna hefðu ekki verið leyfð.“ Hér merkir „sem bankinn hefði getað gert ítarlegra“ augljóslega „sem bankinn hefði átt að gera“, og í „líklega hefði leitt til þess“ er „líklega“ ofaukið. „Við höfum frá því að þetta átti sér stað gert breytingar á verklagi bankans og dregið mikinn lærdóm af þessu máli.“ Hér merkir „við höfum […] gert breytingar á verklagi bankans“ greinilega „við neyðumst til að fylgja lögum og reglum“, og „dregið mikinn lærdóm af þessu máli“ merkir „ætlum ekki að láta nappa okkur næst“. „Það var ljóst að tímafresturinn til að standa að sölunni í mars í fyrra var knappur og það skýrir hluta af því sem fór úrskeiðis í verklagi bankans. Það segi ég þó ekki til að víkja mér undan ábyrgð […]“ Tilgangurinn með því að nefna knappan tímafrest er auðvitað einmitt sá að draga úr eigin ábyrgð – annars væri ástæðulaust að nefna hann. Þetta er dæmigerð aðferð til að afvegaleiða umræðuna. „Það er alveg ljóst að í þessu tilgreinda máli varð misbrestur á starfsemi bankans.“ „Við hefðum viljað að þetta verkefni hefði verið gert með öðrum hætti.“ „Við gerðum bara mistök í innleiðingunni, og við fylgdum þá ekki innleiðingunni heldur nægilega vel eftir og þess vegna urðu þessi mistök.“ Merkingin í „varð misbrestur á starfi bankans“ er „voru lög brotin í starfsemi bankans.“ „Við hefðum viljað að þetta verkefni hefði verið gert með öðrum hætti“ merkir „Við hefðum átt að fylgja lögum og reglum.“ Orðið „mistök“ er hér skrauthvörf fyrir „lögbrot“. „Við gerðum bara mistök“ merkir „Við brutum lög og reglur.“ Spurningunni „Hafið þið kannað hvort einhverjir starfsmenn bankans hafi hagnast umfram það sem eðlilegt getur talist vegna þess að reglum var ekki fylgt?“ svarar bankastjórinn „Ekkert umfram aðra sem tóku þátt í þessu útboði.“ Þetta er auðvitað ekkert svar. Það er sem sé vel hugsanlegt að þátttakendur í útboðinu hafi „hagnast umfram það sem eðlilegt getur talist“ – það eina sem bankastjórinn segir er að starfsfólk bankans hafi ekki grætt meira en aðrir þátttakendur. Ýmislegt fleira mætti tína til, en ég bíð spenntur eftir framhaldi á skýringum bankastjórans þegar skýrsla fjármálaeftirlitsins verður birt í heild. Höfundur er prófessor emeritus í íslenskri málfræði. Greinin birtist fyrst á bloggsíðu Eiríks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Eiríkur Rögnvaldsson Mest lesið Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Það er athyglisvert að stjórnandi fyrirtækis sem þarf að greiða 1200 milljónir í sekt vegna brota á lögum og reglum hefur ekki íhugað að segja af sér heldur segir bara „Ég nýt trausts innan stjórnar bankans og mun gegna starfi mínu áfram“ – og ég sem hélt að réttlætingin fyrir háum launum bankastjóra væri að þeir bæru svo mikla ábyrgð. Það er ekki síður athyglisvert að stjórn þessa fyrirtækis, sem er að mestu leyti í eigu fólksins í landinu, ýmist gegnum ríkissjóð eða lífeyrissjóði – pabbi hans Bjarna á (enn) bara lítinn hlut – skuli bera fullt traust til stjórnanda sem klúðrar málum á þann hátt. Kannski þykir klúðrið léttvægara af því að þar er ekki um að ræða vonda fjármálastjórn, heldur „bara“ brot á lögum og reglum. En það er áhugavert að lesa viðtöl við bankastjóra Íslandsbanka vegna málsins – annað eins orðasalat hefur sjaldan sést. Ég tók nokkur gullkorn úr viðtölum í Heimildinni, Morgunblaðinu, Ríkisútvarpinu og Vísi og orðræðugreindi þau til að glöggva mig á því hvað bankastjórinn hefði raunverulega verið að fara. „Með því að bjóða sátt er fjármálaeftirlitið að sýna stjórn og bankastjóra traust til þess að innleiða þær breytingar sem þarf. Og það er að sjálfsögðu mikilvægt. Og það er mikilvægt að okkur er boðin sátt.“ Það er umdeilanlegt hversu mikið „traust“ felst í því að sekta bankann um 1200 milljónir, en aðalatriðið er að samkvæmt fréttum var það ekki fjármálaeftirlitið sem bauð sátt að fyrra bragði, heldur leitaði bankinn upphaflega eftir henni. Á því er talsverður munur. „Það er rétt að viðurkenna að við höfðum ekki fylgt nægilega vel eftir reglum um upptökur í símum, sem settar höfðu verið haustið 2021 og við áttum að innleiða með öðrum hætti en við gerðum.“ Hér merkir „við höfðum ekki fylgt nægilega vel eftir reglum“ augljóslega „við hunsuðum reglurnar“, og „við áttum að innleiða með öðrum hætti“ merkir „við áttum að fara eftir reglunum“. En hitt hljómar vissulega betur. „Símaupptökur geta klikkað alls staðar.“ Orðalagið „geta klikkað“ gefur í skyn að um einhvers konar tæknileg vandræði eða aðrar óviðráðanlegar aðstæður hafi verið að ræða, en það var einfaldlega svikist um að taka símtölin upp. Og „geta klikkað alls staðar“ er ætlað til þess að draga úr ábyrgð bankans – gefa í skyn að þetta sé ekkert betra hjá öðrum. „Þetta er áfellisdómur fyrir þetta verkefni. En ég tel áhættumenningu bankans í heild vera sterka og kannski frekar íhaldssama.“ „En við drögum svo sannarlega lærdóm af þessu verkefni og förum af fullum þunga í þær úrbætur sem þarf að gera, til þess að við séum áfram með þessa góðu og sterku áhættumenningu.“ Ekki verður séð hvað „áhættumenning“ bankans kemur þessu máli við – þetta mál snýst ekkert um hana, heldur er hún dregin þarna inn til að drepa málinu á dreif. Þess vegna koma úrbætur á henni málinu ekki heldur við. „Það er verið að tala um hagsmunaárekstramat sem bankinn hefði getað gert ítarlegra, sem líklega hefði leitt til þess að starfsmenn hefðu ekki keypt eða viðskipti starfsmanna hefðu ekki verið leyfð.“ Hér merkir „sem bankinn hefði getað gert ítarlegra“ augljóslega „sem bankinn hefði átt að gera“, og í „líklega hefði leitt til þess“ er „líklega“ ofaukið. „Við höfum frá því að þetta átti sér stað gert breytingar á verklagi bankans og dregið mikinn lærdóm af þessu máli.“ Hér merkir „við höfum […] gert breytingar á verklagi bankans“ greinilega „við neyðumst til að fylgja lögum og reglum“, og „dregið mikinn lærdóm af þessu máli“ merkir „ætlum ekki að láta nappa okkur næst“. „Það var ljóst að tímafresturinn til að standa að sölunni í mars í fyrra var knappur og það skýrir hluta af því sem fór úrskeiðis í verklagi bankans. Það segi ég þó ekki til að víkja mér undan ábyrgð […]“ Tilgangurinn með því að nefna knappan tímafrest er auðvitað einmitt sá að draga úr eigin ábyrgð – annars væri ástæðulaust að nefna hann. Þetta er dæmigerð aðferð til að afvegaleiða umræðuna. „Það er alveg ljóst að í þessu tilgreinda máli varð misbrestur á starfsemi bankans.“ „Við hefðum viljað að þetta verkefni hefði verið gert með öðrum hætti.“ „Við gerðum bara mistök í innleiðingunni, og við fylgdum þá ekki innleiðingunni heldur nægilega vel eftir og þess vegna urðu þessi mistök.“ Merkingin í „varð misbrestur á starfi bankans“ er „voru lög brotin í starfsemi bankans.“ „Við hefðum viljað að þetta verkefni hefði verið gert með öðrum hætti“ merkir „Við hefðum átt að fylgja lögum og reglum.“ Orðið „mistök“ er hér skrauthvörf fyrir „lögbrot“. „Við gerðum bara mistök“ merkir „Við brutum lög og reglur.“ Spurningunni „Hafið þið kannað hvort einhverjir starfsmenn bankans hafi hagnast umfram það sem eðlilegt getur talist vegna þess að reglum var ekki fylgt?“ svarar bankastjórinn „Ekkert umfram aðra sem tóku þátt í þessu útboði.“ Þetta er auðvitað ekkert svar. Það er sem sé vel hugsanlegt að þátttakendur í útboðinu hafi „hagnast umfram það sem eðlilegt getur talist“ – það eina sem bankastjórinn segir er að starfsfólk bankans hafi ekki grætt meira en aðrir þátttakendur. Ýmislegt fleira mætti tína til, en ég bíð spenntur eftir framhaldi á skýringum bankastjórans þegar skýrsla fjármálaeftirlitsins verður birt í heild. Höfundur er prófessor emeritus í íslenskri málfræði. Greinin birtist fyrst á bloggsíðu Eiríks.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar