„Það er verið að eyða litríkum húsum Reykjavíkur“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. júní 2023 21:56 Þingholtsstræti 1 er nú búið að mála dökkgrátt. Húsið var áður gult og er það enn að hluta. Viktor Stefánsson Íbúi í Reykjavík kveðst vera dauðþreyttur á fjölgun húsa og annarra bygginga í borginni sem málaðar eru í gráum og öðrum dökkum litum. Hann segist óttast að borgin sé að missa einkennismerki sitt; fjölbreytta liti ólíkra húsa. Viktor Stefánsson, íbúi í Reykjavík og stjórnmálahagfræðingur birti mynd af Þingholtsstræti 1 í Reykjavík á samfélagsmiðlum í gær. Húsið hýsir veitingastaðinn Primo og var áður gult en nú er búið að mála það að mestu dökkgrátt. „Það er verið að eyða litríkum húsum Reykjavíkur. Allt er að verða grátt, svart eða hvítt,“ skrifar Viktor og bætir því við að sér þyki þessi þróun sorgleg. Það er verið að eyða litríkum húsum Reykjavíkur. Allt er að verða grátt, svart eða hvítt. Fuck hvað þetta er sad. pic.twitter.com/1TEbP7Ihaz— Viktor Stefánsson (@ViktorStefnsso1) June 23, 2023 Þrjú hús orðin grá í stað þess að vera gul „Þetta er bara eitt hús, ég get nefnt þrjár byggingar bara í kringum Skólavörðustíg sem allar þrjár voru gular en eru nú orðnar hvítar eða gráar,“ segir Viktor í samtali við Vísi. Hann bætir því við að nýbyggingar séu auk þess allar í dökkum litum. Ef þær eru ekki málaðar í gráu eða hvítu sé skellt á þeim annarskonar jarðbundnum dökkum litum. „Sem er allt í lagi í sjálfu sér og getur alveg verið fallegt en við búum í landi þar sem er sól í mánuð. Það er sorglegt að þetta sé þróunin því að eitt af því sem hefur verið einkennandi við Reykjavík eru litirnir. Mismunandi litir á húsum í sömu götunni, mismunandi litir á þökum. Það er þetta sem borgin er þekkt fyrir.“ Viktor segist helst óttast að Reykjavík sé að missa eitt af karaktereinkennum sínum.Vísir Hann bætir því við að líklega sé miðborg Reykjavíkur þekktust fyrir þetta. Húsin og litir þeirra séu enda vel nýtt í auglýsingum sem beint sé að ferðamönnum. „Allar nýbyggingar eru hvítar, svartar eða gráar. Svo kemur nóvember, desember og janúar. Þá er niðamyrkur, kalt, blautt og ógeðslegt og þá eru húsin okkar líka grá og svört. Mér finnst það niðurdrepandi en burt séð frá minni eigin persónulegu skoðun hef ég áhyggjur af því að borgin missi hægt og bítandi karaktereinkenni sitt.“ Viktor bætir því við í gríni að sjálfur búi hann í hvítu húsi. Hann segir að hann væri til í að mála það öðrum lit. „Svo eru Íslendingar ekki beint þekktir fyrir að klæða sig í litríkum fötum heldur og veðrið er auk þess alltaf eins, það er alltaf gráskýjað. Allt er grátt og því þurfum við að breyta.“ Viktor segir húsin í Reykjavík hingað til hafa verið þekkt fyrir fjölbreytta liti á veggjum og þökum. Vísir/Vilhelm Reykjavík Húsavernd Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Viktor Stefánsson, íbúi í Reykjavík og stjórnmálahagfræðingur birti mynd af Þingholtsstræti 1 í Reykjavík á samfélagsmiðlum í gær. Húsið hýsir veitingastaðinn Primo og var áður gult en nú er búið að mála það að mestu dökkgrátt. „Það er verið að eyða litríkum húsum Reykjavíkur. Allt er að verða grátt, svart eða hvítt,“ skrifar Viktor og bætir því við að sér þyki þessi þróun sorgleg. Það er verið að eyða litríkum húsum Reykjavíkur. Allt er að verða grátt, svart eða hvítt. Fuck hvað þetta er sad. pic.twitter.com/1TEbP7Ihaz— Viktor Stefánsson (@ViktorStefnsso1) June 23, 2023 Þrjú hús orðin grá í stað þess að vera gul „Þetta er bara eitt hús, ég get nefnt þrjár byggingar bara í kringum Skólavörðustíg sem allar þrjár voru gular en eru nú orðnar hvítar eða gráar,“ segir Viktor í samtali við Vísi. Hann bætir því við að nýbyggingar séu auk þess allar í dökkum litum. Ef þær eru ekki málaðar í gráu eða hvítu sé skellt á þeim annarskonar jarðbundnum dökkum litum. „Sem er allt í lagi í sjálfu sér og getur alveg verið fallegt en við búum í landi þar sem er sól í mánuð. Það er sorglegt að þetta sé þróunin því að eitt af því sem hefur verið einkennandi við Reykjavík eru litirnir. Mismunandi litir á húsum í sömu götunni, mismunandi litir á þökum. Það er þetta sem borgin er þekkt fyrir.“ Viktor segist helst óttast að Reykjavík sé að missa eitt af karaktereinkennum sínum.Vísir Hann bætir því við að líklega sé miðborg Reykjavíkur þekktust fyrir þetta. Húsin og litir þeirra séu enda vel nýtt í auglýsingum sem beint sé að ferðamönnum. „Allar nýbyggingar eru hvítar, svartar eða gráar. Svo kemur nóvember, desember og janúar. Þá er niðamyrkur, kalt, blautt og ógeðslegt og þá eru húsin okkar líka grá og svört. Mér finnst það niðurdrepandi en burt séð frá minni eigin persónulegu skoðun hef ég áhyggjur af því að borgin missi hægt og bítandi karaktereinkenni sitt.“ Viktor bætir því við í gríni að sjálfur búi hann í hvítu húsi. Hann segir að hann væri til í að mála það öðrum lit. „Svo eru Íslendingar ekki beint þekktir fyrir að klæða sig í litríkum fötum heldur og veðrið er auk þess alltaf eins, það er alltaf gráskýjað. Allt er grátt og því þurfum við að breyta.“ Viktor segir húsin í Reykjavík hingað til hafa verið þekkt fyrir fjölbreytta liti á veggjum og þökum. Vísir/Vilhelm
Reykjavík Húsavernd Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira