Hættir í veðurfréttum eftir hótanir vegna loftslagsumfjöllunar Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2023 10:35 Maður gengur að flóðvatni úr Mississippi-fljóti í Iowa í síðasta mánuði. Flóðið fylgdi metsnjókomu í vetur en svo óvenjuhraðrar bráðnunar í vor. Veðurfræðingur í Iowa sætti hótunum fyrir að fjalla um áhrif loftslagsbreytinga. Vísir/Getty Bandarískur veðurfréttamaður sagði starfi sínu lausu vegna andlegs álags eftir hótanir sem hann fékk fyrir umfjöllun sína um loftslagsmál. Hann segir aðra vísindamenn og blaðamenn sæta sambærilegum hótunum. Chris Gloninger er aðalveðurfræðingur sjónvarpsstöðvarinnar KCCI í Des Moines í Iowa í Bandaríkjunum. Hann tilkynnti áhorfendum stöðvarinnar í vikunni að hann ætlaði að láta af störfum í sumar eftir átján ára feril sem sjónvarpsveðurfréttamaður. Vísaði Gloninger til veikinda í fjölskyldunni og áfallastreituröskunar sem hann hefði þjáðst af frá því að hann fékk hótanir fyrir umfjöllun sína um loftslagsbreytingar í fyrra. „Ég er að reyna að komast yfir þetta en á sama tíma held ég að þetta varpi ljósi á það sem blaðamenn sem flytja fréttir daglega þola,“ segir Gloninger við Washington Post. Ógnandi skilaboð með vísun í óhugnanlegt mál dómara Gloninger var vanur gagnrýni á loftslagsumfjöllun áður en hann flutti til Iowa árið 2021. Hann segist hafa þróað með sér þykkan skráp og einbeitt sér að því að fræða áhorfendur um hvernig loftslagsbreytingar hefðu áhrif á þá. Áreitið hófst síðasta sumar með tölvupósti þar sem hann var sakaður um „frjálslynt samsæri“ um veðrið. Nokkrum dögum síðar fékk hann annan póst þar sem sendandinn spurði hann hvar hann byggi. „Okkur íhaldssömum Iowa-búum langar til þess að bjóða þig velkominn að Iowa-sið sem þú gleymir aldrei,“ skrifaði sendandinn sem vísaði einnig til hæstaréttardómarans Bretts Kavanaugh. Í sama mánuði var maður handtekinn við heimili dómarans og síðar ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann hringdi sjálfur í neyðarlínu og sagðist ætla að myrða Kavanaugh og svo svipta sig lífi. My #climate coverage has garnered negative feedback. But last month I received the first threat, followed by a flow of harassing emails. Police are investigating. It’s mentally exhausting & at times I have NOT been ok. If you’re facing this & need someone to talk to, I’m here. 1/ pic.twitter.com/SGbZfEr1uT— Chris Gloninger (@ChrisGloninger) July 16, 2022 Gloninger segist hafa verið í klippingu þegar hann fékk seinni póstinn. Hann hafi drifið sig heim þar sem eiginkona hans var ein heima og hringt á lögregluna. Tölvupóstarnir héldu áfram að berast og Gloninger óttaðist að sendadinn væri með sig á heilanum. Hann hafi hitt sálfræðing vegna áfallastreituröskunar og misst einbeitinguna í vinnunni. „Ég svaf ekki. Ég var með bauga undir augunum,“ segir hann. Sendandinn sektaður Lögreglan hafði upp á sendandanum sem reyndist 63 ára gamalla karlmaður. Hann var sektaður fyrir athæfið. Gloninger segir að þrátt fyrir að sendandinn hafi fundist hafi hann áfram átt erfitt uppdráttar í vinnunni og að veikindi í fjölskyldunni hefðu ekki hjálpað. Hann harmar að þurfa að gefa draumastarf sitt upp á bátinn en er vongóður um framtíðina. „Ég er mjög stoltur af því að hafa frætt almenning um áhrif loftslagsbreytinga á ferli mínum. Nú get ég helgað mig alfarið því að finna sjálfbærar lausnir og stuðla að jákvæðum breytingum,“ tísti Gloninger um brotthvarf sitt. A quick goodbye. More later. I ll be focusing on my health, family and combating the #ClimateCrisis. pic.twitter.com/2pGipELgNN— Chris Gloninger (@ChrisGloninger) June 21, 2023 Bandaríkin Loftslagsmál Fjölmiðlar Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Chris Gloninger er aðalveðurfræðingur sjónvarpsstöðvarinnar KCCI í Des Moines í Iowa í Bandaríkjunum. Hann tilkynnti áhorfendum stöðvarinnar í vikunni að hann ætlaði að láta af störfum í sumar eftir átján ára feril sem sjónvarpsveðurfréttamaður. Vísaði Gloninger til veikinda í fjölskyldunni og áfallastreituröskunar sem hann hefði þjáðst af frá því að hann fékk hótanir fyrir umfjöllun sína um loftslagsbreytingar í fyrra. „Ég er að reyna að komast yfir þetta en á sama tíma held ég að þetta varpi ljósi á það sem blaðamenn sem flytja fréttir daglega þola,“ segir Gloninger við Washington Post. Ógnandi skilaboð með vísun í óhugnanlegt mál dómara Gloninger var vanur gagnrýni á loftslagsumfjöllun áður en hann flutti til Iowa árið 2021. Hann segist hafa þróað með sér þykkan skráp og einbeitt sér að því að fræða áhorfendur um hvernig loftslagsbreytingar hefðu áhrif á þá. Áreitið hófst síðasta sumar með tölvupósti þar sem hann var sakaður um „frjálslynt samsæri“ um veðrið. Nokkrum dögum síðar fékk hann annan póst þar sem sendandinn spurði hann hvar hann byggi. „Okkur íhaldssömum Iowa-búum langar til þess að bjóða þig velkominn að Iowa-sið sem þú gleymir aldrei,“ skrifaði sendandinn sem vísaði einnig til hæstaréttardómarans Bretts Kavanaugh. Í sama mánuði var maður handtekinn við heimili dómarans og síðar ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann hringdi sjálfur í neyðarlínu og sagðist ætla að myrða Kavanaugh og svo svipta sig lífi. My #climate coverage has garnered negative feedback. But last month I received the first threat, followed by a flow of harassing emails. Police are investigating. It’s mentally exhausting & at times I have NOT been ok. If you’re facing this & need someone to talk to, I’m here. 1/ pic.twitter.com/SGbZfEr1uT— Chris Gloninger (@ChrisGloninger) July 16, 2022 Gloninger segist hafa verið í klippingu þegar hann fékk seinni póstinn. Hann hafi drifið sig heim þar sem eiginkona hans var ein heima og hringt á lögregluna. Tölvupóstarnir héldu áfram að berast og Gloninger óttaðist að sendadinn væri með sig á heilanum. Hann hafi hitt sálfræðing vegna áfallastreituröskunar og misst einbeitinguna í vinnunni. „Ég svaf ekki. Ég var með bauga undir augunum,“ segir hann. Sendandinn sektaður Lögreglan hafði upp á sendandanum sem reyndist 63 ára gamalla karlmaður. Hann var sektaður fyrir athæfið. Gloninger segir að þrátt fyrir að sendandinn hafi fundist hafi hann áfram átt erfitt uppdráttar í vinnunni og að veikindi í fjölskyldunni hefðu ekki hjálpað. Hann harmar að þurfa að gefa draumastarf sitt upp á bátinn en er vongóður um framtíðina. „Ég er mjög stoltur af því að hafa frætt almenning um áhrif loftslagsbreytinga á ferli mínum. Nú get ég helgað mig alfarið því að finna sjálfbærar lausnir og stuðla að jákvæðum breytingum,“ tísti Gloninger um brotthvarf sitt. A quick goodbye. More later. I ll be focusing on my health, family and combating the #ClimateCrisis. pic.twitter.com/2pGipELgNN— Chris Gloninger (@ChrisGloninger) June 21, 2023
Bandaríkin Loftslagsmál Fjölmiðlar Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira