Hafi orðið fyrir óviðunandi framkomu af hálfu Willums Bjarki Sigurðsson skrifar 22. júní 2023 20:00 Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri HSS (t.v.) og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Egill Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hefur tilkynnt heilbrigðisráðherra til Umboðsmanns Alþingis vegna framgöngu ráðherra í samskiptum þeirra. Hann segir ráðherra hafa beitt hann óeðlilegum þrýstingi og orðið fyrir óviðunandi framkomu af hans hálfu. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) þjónustar þrjátíu þúsund manns en að sögn forstjóra og starfsmanna er hún stórkostlega fjársvelt. Í dag sendi forstjóri Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri HSS frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir íbúa svæðisins hafa þurft að þola ranglæti af hálfu stjórnvalda þegar kemur að fjárveitingu til heilbrigðisþjónustu. Benti hann á skýrslu sem stofnunin lét ráðgjafafyrirtæki Deloitte gera þar sem segir að á síðustu fimmtán árum hafi íbúum á Suðurnesjum fjölgað um fimmtíu prósent. Á sama tíma hafi samdráttur í fjárveitingum til stofnunarinnar á hvern íbúa verið 27 prósent, þar af fimmtíu prósent á sjúkrasviði, en undir sjúkrasvið fellur meðal annars bráðamóttaka stofnunarinnar. Þá hafi hann sjálfur upplifað óeðlilegan þrýsting af hálfu heilbrigðisráðherra sem og orðið fyrir óviðunandi framkomu. Markús segir erindið til umboðsmann snúa aðallega um tvennt. „Annars vegar hvort stjórnvöldum ber ekki að tryggja þá þjónustu sem íbúar eiga rétt á samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Að það sé ábyrgð stjórnvalda ekki ákveðinna forstöðumanna að sífellt vera að minnka þjónustuna. Og hins vegar hvernig ráðherra hefur brugðist við ábendingum mínum,“ segir Markús. „Að mínu mati hefur ráðherra farið verulega út fyrir sín mörk gagnvart mér sem ég sætti mig ekki við.“ Starfsmenn stofnunarinnar segja aðstöðuna algjörlega óboðlega. „Núverandi lyfjaherbergið okkar. Ekkert pláss, hér þurfum við að blanda sýklalyf og allt. Hér við hliðina á er næturvaktaraðstaðan, hér er kaffistofan okkar og svo er allt fullt af drasli og dóti. og hér sitjum við sex manns eins og sardínur í dós,“ segir Katrín Guðmundsdóttir, bráðahjúkrunarfræðingur hjá HSS. Katrín Guðmundsdóttir er bráðahjúkrunarfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Vísir/Sigurjón „Við erum í mesta lagi með tvo lækna á vakt, við erum með þrjá hjúkrunarfræðinga á daginn og einn á nóttunni. Þetta er framleiðin sem við höfum hér. Það er ekkert skrítið að fólk sé að kikna undan álagi þegar hlutföllin eru ekki betri en raun ber vitni,“ segir Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir hjá HSS. Eggert Eyjólfsson er bráðalæknir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Vísir/Sigurjón Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) þjónustar þrjátíu þúsund manns en að sögn forstjóra og starfsmanna er hún stórkostlega fjársvelt. Í dag sendi forstjóri Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri HSS frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir íbúa svæðisins hafa þurft að þola ranglæti af hálfu stjórnvalda þegar kemur að fjárveitingu til heilbrigðisþjónustu. Benti hann á skýrslu sem stofnunin lét ráðgjafafyrirtæki Deloitte gera þar sem segir að á síðustu fimmtán árum hafi íbúum á Suðurnesjum fjölgað um fimmtíu prósent. Á sama tíma hafi samdráttur í fjárveitingum til stofnunarinnar á hvern íbúa verið 27 prósent, þar af fimmtíu prósent á sjúkrasviði, en undir sjúkrasvið fellur meðal annars bráðamóttaka stofnunarinnar. Þá hafi hann sjálfur upplifað óeðlilegan þrýsting af hálfu heilbrigðisráðherra sem og orðið fyrir óviðunandi framkomu. Markús segir erindið til umboðsmann snúa aðallega um tvennt. „Annars vegar hvort stjórnvöldum ber ekki að tryggja þá þjónustu sem íbúar eiga rétt á samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Að það sé ábyrgð stjórnvalda ekki ákveðinna forstöðumanna að sífellt vera að minnka þjónustuna. Og hins vegar hvernig ráðherra hefur brugðist við ábendingum mínum,“ segir Markús. „Að mínu mati hefur ráðherra farið verulega út fyrir sín mörk gagnvart mér sem ég sætti mig ekki við.“ Starfsmenn stofnunarinnar segja aðstöðuna algjörlega óboðlega. „Núverandi lyfjaherbergið okkar. Ekkert pláss, hér þurfum við að blanda sýklalyf og allt. Hér við hliðina á er næturvaktaraðstaðan, hér er kaffistofan okkar og svo er allt fullt af drasli og dóti. og hér sitjum við sex manns eins og sardínur í dós,“ segir Katrín Guðmundsdóttir, bráðahjúkrunarfræðingur hjá HSS. Katrín Guðmundsdóttir er bráðahjúkrunarfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Vísir/Sigurjón „Við erum í mesta lagi með tvo lækna á vakt, við erum með þrjá hjúkrunarfræðinga á daginn og einn á nóttunni. Þetta er framleiðin sem við höfum hér. Það er ekkert skrítið að fólk sé að kikna undan álagi þegar hlutföllin eru ekki betri en raun ber vitni,“ segir Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir hjá HSS. Eggert Eyjólfsson er bráðalæknir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Vísir/Sigurjón
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu