Alltof seint að fá svör um skólavist í ágúst Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. júní 2023 16:04 Móðir Svans segir hann þurfa mikla aðlögun og því sé óvissan bagaleg fyrir fjölskylduna. Harpa Þórisdóttir Móðir sextán ára drengs með fötlun sem enn hefur ekki fengið skólavist í framhaldsskóla í haust segir loforð menntamálaráðuneytisins um svör í ágúst ekki nægilega góð. Drengurinn þurfi mikinn stuðning og því sé góður undirbúningur mikilvægur. Harpa Þórisdóttir, móðir hins sextán ára gamla Svans Jóns Norðkvist, sendi menntamálaráðuneytinu bréf vegna stöðu sonar síns og fékk þau svör að hann mætti búast við því að fá upplýsingar um skólavist í lok júní eða allt til byrjunar ágúst. Í samtali við Vísi segir Harpa það allt of seint. Vísir hefur áður fjallað um unglinga með fötlun sem ekki hafa fengið skólavist. Dagbjartur Sigurður Ólafsson fékk inn í FÁ en umsókn hans var í lausu lofti um nokkurra vikna skeið. Sagði forstjóri Menntamálastofnunar við Vísi að öll börn muni komast að í menntaskólum í ár þó sum þurfi að bíða lengur en önnur. Svör á milli lok júní og byrjun ágúst Svanur sem er nemandi í Arnarskóla, sér skóla fyrir börn með fötlun, sótti um skólavist í Tækniskólanum en fékk ekki inn þar. Vegna ráðlegginga frá Menntamálastofnun setti Svanur engan skóla í annað sætið og segir Harpa það afar leitt. Ráðuneytið muni því finna annan skóla handa Svani með viðeigandi úrræði. Harpa gerir tafir á skólavist sonar síns meðal annars að umtalsefni á Facebook og lýsir hún því þar að hún sé orðin áhyggjufull vegna stöðunnar. „Svörin frá ráðuneytinu voru þannig að það væri verið að vinna í þessu, það gengi vel og að okkur yrði svarað í lok júní en að því miður væri ekki hægt að svara öllum fyrr en í byrjun ágúst. Þetta er mjög óþægilegt því maður veit ekkert hvenær maður fær svar, hvort maður fær það áður en sumarfrí byrjar.“ Svanur sé í hópi þeirra sem þurfi mesta umönnun og tíma í aðlögun. Allajafna séu tveir starfsmenn með honum í liðveislu. „Þannig það þarf að fara í þetta góður undirbúningur og manni finnst að úrvinnsla þessara umsókna ætti að fara mun fyrr af stað.“ Harpa segir óvissuna vera það versta. Svanur sé í Arnarskóla út sumarið. „Ef að svörin koma ekki fyrr en í lok ágúst þá veit maður ekkert hvort það komi langt hlé á milli og það þolir Svanur ekki vel, þó að við verðum auðvitað í fríi þarna á milli, þá þurfum við meiri tíma til að undirbúa hann undir skólavist á nýjum stað. Það er óþægilegt að vita ekki neitt.“ Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Málefni fatlaðs fólks Börn og uppeldi Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Harpa Þórisdóttir, móðir hins sextán ára gamla Svans Jóns Norðkvist, sendi menntamálaráðuneytinu bréf vegna stöðu sonar síns og fékk þau svör að hann mætti búast við því að fá upplýsingar um skólavist í lok júní eða allt til byrjunar ágúst. Í samtali við Vísi segir Harpa það allt of seint. Vísir hefur áður fjallað um unglinga með fötlun sem ekki hafa fengið skólavist. Dagbjartur Sigurður Ólafsson fékk inn í FÁ en umsókn hans var í lausu lofti um nokkurra vikna skeið. Sagði forstjóri Menntamálastofnunar við Vísi að öll börn muni komast að í menntaskólum í ár þó sum þurfi að bíða lengur en önnur. Svör á milli lok júní og byrjun ágúst Svanur sem er nemandi í Arnarskóla, sér skóla fyrir börn með fötlun, sótti um skólavist í Tækniskólanum en fékk ekki inn þar. Vegna ráðlegginga frá Menntamálastofnun setti Svanur engan skóla í annað sætið og segir Harpa það afar leitt. Ráðuneytið muni því finna annan skóla handa Svani með viðeigandi úrræði. Harpa gerir tafir á skólavist sonar síns meðal annars að umtalsefni á Facebook og lýsir hún því þar að hún sé orðin áhyggjufull vegna stöðunnar. „Svörin frá ráðuneytinu voru þannig að það væri verið að vinna í þessu, það gengi vel og að okkur yrði svarað í lok júní en að því miður væri ekki hægt að svara öllum fyrr en í byrjun ágúst. Þetta er mjög óþægilegt því maður veit ekkert hvenær maður fær svar, hvort maður fær það áður en sumarfrí byrjar.“ Svanur sé í hópi þeirra sem þurfi mesta umönnun og tíma í aðlögun. Allajafna séu tveir starfsmenn með honum í liðveislu. „Þannig það þarf að fara í þetta góður undirbúningur og manni finnst að úrvinnsla þessara umsókna ætti að fara mun fyrr af stað.“ Harpa segir óvissuna vera það versta. Svanur sé í Arnarskóla út sumarið. „Ef að svörin koma ekki fyrr en í lok ágúst þá veit maður ekkert hvort það komi langt hlé á milli og það þolir Svanur ekki vel, þó að við verðum auðvitað í fríi þarna á milli, þá þurfum við meiri tíma til að undirbúa hann undir skólavist á nýjum stað. Það er óþægilegt að vita ekki neitt.“
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Málefni fatlaðs fólks Börn og uppeldi Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira