Alltof seint að fá svör um skólavist í ágúst Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. júní 2023 16:04 Móðir Svans segir hann þurfa mikla aðlögun og því sé óvissan bagaleg fyrir fjölskylduna. Harpa Þórisdóttir Móðir sextán ára drengs með fötlun sem enn hefur ekki fengið skólavist í framhaldsskóla í haust segir loforð menntamálaráðuneytisins um svör í ágúst ekki nægilega góð. Drengurinn þurfi mikinn stuðning og því sé góður undirbúningur mikilvægur. Harpa Þórisdóttir, móðir hins sextán ára gamla Svans Jóns Norðkvist, sendi menntamálaráðuneytinu bréf vegna stöðu sonar síns og fékk þau svör að hann mætti búast við því að fá upplýsingar um skólavist í lok júní eða allt til byrjunar ágúst. Í samtali við Vísi segir Harpa það allt of seint. Vísir hefur áður fjallað um unglinga með fötlun sem ekki hafa fengið skólavist. Dagbjartur Sigurður Ólafsson fékk inn í FÁ en umsókn hans var í lausu lofti um nokkurra vikna skeið. Sagði forstjóri Menntamálastofnunar við Vísi að öll börn muni komast að í menntaskólum í ár þó sum þurfi að bíða lengur en önnur. Svör á milli lok júní og byrjun ágúst Svanur sem er nemandi í Arnarskóla, sér skóla fyrir börn með fötlun, sótti um skólavist í Tækniskólanum en fékk ekki inn þar. Vegna ráðlegginga frá Menntamálastofnun setti Svanur engan skóla í annað sætið og segir Harpa það afar leitt. Ráðuneytið muni því finna annan skóla handa Svani með viðeigandi úrræði. Harpa gerir tafir á skólavist sonar síns meðal annars að umtalsefni á Facebook og lýsir hún því þar að hún sé orðin áhyggjufull vegna stöðunnar. „Svörin frá ráðuneytinu voru þannig að það væri verið að vinna í þessu, það gengi vel og að okkur yrði svarað í lok júní en að því miður væri ekki hægt að svara öllum fyrr en í byrjun ágúst. Þetta er mjög óþægilegt því maður veit ekkert hvenær maður fær svar, hvort maður fær það áður en sumarfrí byrjar.“ Svanur sé í hópi þeirra sem þurfi mesta umönnun og tíma í aðlögun. Allajafna séu tveir starfsmenn með honum í liðveislu. „Þannig það þarf að fara í þetta góður undirbúningur og manni finnst að úrvinnsla þessara umsókna ætti að fara mun fyrr af stað.“ Harpa segir óvissuna vera það versta. Svanur sé í Arnarskóla út sumarið. „Ef að svörin koma ekki fyrr en í lok ágúst þá veit maður ekkert hvort það komi langt hlé á milli og það þolir Svanur ekki vel, þó að við verðum auðvitað í fríi þarna á milli, þá þurfum við meiri tíma til að undirbúa hann undir skólavist á nýjum stað. Það er óþægilegt að vita ekki neitt.“ Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Málefni fatlaðs fólks Börn og uppeldi Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Harpa Þórisdóttir, móðir hins sextán ára gamla Svans Jóns Norðkvist, sendi menntamálaráðuneytinu bréf vegna stöðu sonar síns og fékk þau svör að hann mætti búast við því að fá upplýsingar um skólavist í lok júní eða allt til byrjunar ágúst. Í samtali við Vísi segir Harpa það allt of seint. Vísir hefur áður fjallað um unglinga með fötlun sem ekki hafa fengið skólavist. Dagbjartur Sigurður Ólafsson fékk inn í FÁ en umsókn hans var í lausu lofti um nokkurra vikna skeið. Sagði forstjóri Menntamálastofnunar við Vísi að öll börn muni komast að í menntaskólum í ár þó sum þurfi að bíða lengur en önnur. Svör á milli lok júní og byrjun ágúst Svanur sem er nemandi í Arnarskóla, sér skóla fyrir börn með fötlun, sótti um skólavist í Tækniskólanum en fékk ekki inn þar. Vegna ráðlegginga frá Menntamálastofnun setti Svanur engan skóla í annað sætið og segir Harpa það afar leitt. Ráðuneytið muni því finna annan skóla handa Svani með viðeigandi úrræði. Harpa gerir tafir á skólavist sonar síns meðal annars að umtalsefni á Facebook og lýsir hún því þar að hún sé orðin áhyggjufull vegna stöðunnar. „Svörin frá ráðuneytinu voru þannig að það væri verið að vinna í þessu, það gengi vel og að okkur yrði svarað í lok júní en að því miður væri ekki hægt að svara öllum fyrr en í byrjun ágúst. Þetta er mjög óþægilegt því maður veit ekkert hvenær maður fær svar, hvort maður fær það áður en sumarfrí byrjar.“ Svanur sé í hópi þeirra sem þurfi mesta umönnun og tíma í aðlögun. Allajafna séu tveir starfsmenn með honum í liðveislu. „Þannig það þarf að fara í þetta góður undirbúningur og manni finnst að úrvinnsla þessara umsókna ætti að fara mun fyrr af stað.“ Harpa segir óvissuna vera það versta. Svanur sé í Arnarskóla út sumarið. „Ef að svörin koma ekki fyrr en í lok ágúst þá veit maður ekkert hvort það komi langt hlé á milli og það þolir Svanur ekki vel, þó að við verðum auðvitað í fríi þarna á milli, þá þurfum við meiri tíma til að undirbúa hann undir skólavist á nýjum stað. Það er óþægilegt að vita ekki neitt.“
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Málefni fatlaðs fólks Börn og uppeldi Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira