Alltof seint að fá svör um skólavist í ágúst Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. júní 2023 16:04 Móðir Svans segir hann þurfa mikla aðlögun og því sé óvissan bagaleg fyrir fjölskylduna. Harpa Þórisdóttir Móðir sextán ára drengs með fötlun sem enn hefur ekki fengið skólavist í framhaldsskóla í haust segir loforð menntamálaráðuneytisins um svör í ágúst ekki nægilega góð. Drengurinn þurfi mikinn stuðning og því sé góður undirbúningur mikilvægur. Harpa Þórisdóttir, móðir hins sextán ára gamla Svans Jóns Norðkvist, sendi menntamálaráðuneytinu bréf vegna stöðu sonar síns og fékk þau svör að hann mætti búast við því að fá upplýsingar um skólavist í lok júní eða allt til byrjunar ágúst. Í samtali við Vísi segir Harpa það allt of seint. Vísir hefur áður fjallað um unglinga með fötlun sem ekki hafa fengið skólavist. Dagbjartur Sigurður Ólafsson fékk inn í FÁ en umsókn hans var í lausu lofti um nokkurra vikna skeið. Sagði forstjóri Menntamálastofnunar við Vísi að öll börn muni komast að í menntaskólum í ár þó sum þurfi að bíða lengur en önnur. Svör á milli lok júní og byrjun ágúst Svanur sem er nemandi í Arnarskóla, sér skóla fyrir börn með fötlun, sótti um skólavist í Tækniskólanum en fékk ekki inn þar. Vegna ráðlegginga frá Menntamálastofnun setti Svanur engan skóla í annað sætið og segir Harpa það afar leitt. Ráðuneytið muni því finna annan skóla handa Svani með viðeigandi úrræði. Harpa gerir tafir á skólavist sonar síns meðal annars að umtalsefni á Facebook og lýsir hún því þar að hún sé orðin áhyggjufull vegna stöðunnar. „Svörin frá ráðuneytinu voru þannig að það væri verið að vinna í þessu, það gengi vel og að okkur yrði svarað í lok júní en að því miður væri ekki hægt að svara öllum fyrr en í byrjun ágúst. Þetta er mjög óþægilegt því maður veit ekkert hvenær maður fær svar, hvort maður fær það áður en sumarfrí byrjar.“ Svanur sé í hópi þeirra sem þurfi mesta umönnun og tíma í aðlögun. Allajafna séu tveir starfsmenn með honum í liðveislu. „Þannig það þarf að fara í þetta góður undirbúningur og manni finnst að úrvinnsla þessara umsókna ætti að fara mun fyrr af stað.“ Harpa segir óvissuna vera það versta. Svanur sé í Arnarskóla út sumarið. „Ef að svörin koma ekki fyrr en í lok ágúst þá veit maður ekkert hvort það komi langt hlé á milli og það þolir Svanur ekki vel, þó að við verðum auðvitað í fríi þarna á milli, þá þurfum við meiri tíma til að undirbúa hann undir skólavist á nýjum stað. Það er óþægilegt að vita ekki neitt.“ Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Málefni fatlaðs fólks Börn og uppeldi Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Harpa Þórisdóttir, móðir hins sextán ára gamla Svans Jóns Norðkvist, sendi menntamálaráðuneytinu bréf vegna stöðu sonar síns og fékk þau svör að hann mætti búast við því að fá upplýsingar um skólavist í lok júní eða allt til byrjunar ágúst. Í samtali við Vísi segir Harpa það allt of seint. Vísir hefur áður fjallað um unglinga með fötlun sem ekki hafa fengið skólavist. Dagbjartur Sigurður Ólafsson fékk inn í FÁ en umsókn hans var í lausu lofti um nokkurra vikna skeið. Sagði forstjóri Menntamálastofnunar við Vísi að öll börn muni komast að í menntaskólum í ár þó sum þurfi að bíða lengur en önnur. Svör á milli lok júní og byrjun ágúst Svanur sem er nemandi í Arnarskóla, sér skóla fyrir börn með fötlun, sótti um skólavist í Tækniskólanum en fékk ekki inn þar. Vegna ráðlegginga frá Menntamálastofnun setti Svanur engan skóla í annað sætið og segir Harpa það afar leitt. Ráðuneytið muni því finna annan skóla handa Svani með viðeigandi úrræði. Harpa gerir tafir á skólavist sonar síns meðal annars að umtalsefni á Facebook og lýsir hún því þar að hún sé orðin áhyggjufull vegna stöðunnar. „Svörin frá ráðuneytinu voru þannig að það væri verið að vinna í þessu, það gengi vel og að okkur yrði svarað í lok júní en að því miður væri ekki hægt að svara öllum fyrr en í byrjun ágúst. Þetta er mjög óþægilegt því maður veit ekkert hvenær maður fær svar, hvort maður fær það áður en sumarfrí byrjar.“ Svanur sé í hópi þeirra sem þurfi mesta umönnun og tíma í aðlögun. Allajafna séu tveir starfsmenn með honum í liðveislu. „Þannig það þarf að fara í þetta góður undirbúningur og manni finnst að úrvinnsla þessara umsókna ætti að fara mun fyrr af stað.“ Harpa segir óvissuna vera það versta. Svanur sé í Arnarskóla út sumarið. „Ef að svörin koma ekki fyrr en í lok ágúst þá veit maður ekkert hvort það komi langt hlé á milli og það þolir Svanur ekki vel, þó að við verðum auðvitað í fríi þarna á milli, þá þurfum við meiri tíma til að undirbúa hann undir skólavist á nýjum stað. Það er óþægilegt að vita ekki neitt.“
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Málefni fatlaðs fólks Börn og uppeldi Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira