Hinrik Ingi dæmdur fyrir líkamsárás og fjárkúgun Kristinn Haukur Guðnason skrifar 21. júní 2023 15:51 Hinrik Ingi sparkaði ítrekað í hurð bifreiðar nálægt Kúagerði í Vatnsleysuströnd. Hinrik Ingi Óskarsson, crossfit keppandi og einkaþjálfari, hefur verið dæmdur til tveggja ára skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir uppsöfnuð brot. Lárus Guðmundur Jónsson, félagi hans, hlaut sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómurinn féll þann 13. júní síðastliðinn í Héraðsdómi Reykjaness en var birtur í dag. Fram kemur að báðir menn hafi játað brot sín skýlaust. Hinrik var meðal annars dæmdur fyrir líkamsárás á skemmtistaðnum Auto í Lækjargötu í Reykjavík þann 20. mars árið 2022. Hafi hann slegið brotaþola ítrekað í andlitið og skallað hann með þeim afleiðingum að brotaþoli nefbrotnaði. Fyrr á því ári, þann 18. janúar, hafi Hinrik ekið bifreið í veg fyrir aðra á Reykjanesbraut við Kúagerði í Vatnsleysuhreppi, stöðvað umferð á akbrautinni og í kjölfarið sparkað ítrekað í ökumannshurð bifreiðar brotaþola með þeim afleiðingum að hurðin og hliðarspegill skemmdust. Fjárkúgun í Kópavogi Þá var hann dæmdur fyrir fjölmörg umferðarlagabrot. Meðal annars fyrir að hafa keyrt undir áhrifum fíkniefna og keyrt án ökuleyfis. Auk fangelsisdóms var Hinrik sviptur ökuleyfinu ævilangt. Hinrik og Lárus voru báðir dæmdir fyrir að hafa þann 20. október árið 2021 farið inn á skrifstofu fyrirtækis í Kópavogi og reynt að hafa af fólki fjármuni. Beittu þeir hótunum, svo sem að drepa brotaþola, fjölskyldur þeirra og kveikja í húsnæði umrædds fyrirtækis. Upphæðin sem þeir kröfðust var 200 þúsund krónur. Dómsmál CrossFit Umferðaröryggi Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
Dómurinn féll þann 13. júní síðastliðinn í Héraðsdómi Reykjaness en var birtur í dag. Fram kemur að báðir menn hafi játað brot sín skýlaust. Hinrik var meðal annars dæmdur fyrir líkamsárás á skemmtistaðnum Auto í Lækjargötu í Reykjavík þann 20. mars árið 2022. Hafi hann slegið brotaþola ítrekað í andlitið og skallað hann með þeim afleiðingum að brotaþoli nefbrotnaði. Fyrr á því ári, þann 18. janúar, hafi Hinrik ekið bifreið í veg fyrir aðra á Reykjanesbraut við Kúagerði í Vatnsleysuhreppi, stöðvað umferð á akbrautinni og í kjölfarið sparkað ítrekað í ökumannshurð bifreiðar brotaþola með þeim afleiðingum að hurðin og hliðarspegill skemmdust. Fjárkúgun í Kópavogi Þá var hann dæmdur fyrir fjölmörg umferðarlagabrot. Meðal annars fyrir að hafa keyrt undir áhrifum fíkniefna og keyrt án ökuleyfis. Auk fangelsisdóms var Hinrik sviptur ökuleyfinu ævilangt. Hinrik og Lárus voru báðir dæmdir fyrir að hafa þann 20. október árið 2021 farið inn á skrifstofu fyrirtækis í Kópavogi og reynt að hafa af fólki fjármuni. Beittu þeir hótunum, svo sem að drepa brotaþola, fjölskyldur þeirra og kveikja í húsnæði umrædds fyrirtækis. Upphæðin sem þeir kröfðust var 200 þúsund krónur.
Dómsmál CrossFit Umferðaröryggi Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira